Andhetja enn vinsælust

Enn er Marvel ofurhetjukvikmyndin Venom, með Tom Hardy í titilhlutverkinu, hlutverki andhetjunnar Venom, vinsælasta kvikmynd landsins. Mjótt var þó á munum því söngvamyndin og Óskarskandidatinn A Star Is Born velgdi henni verulega undir uggum í öðru sæti íslenska bíóaðsóknarlistans.

Þriðja sæti listans fellur svo hinum bráðskemmtilega Johnny English í skaut í þriðju English myndinni, Johnny English Strikes Again. 

Þrjár nýjar kvikmyndir eru á listanum að þessu sinni. Fyrsta ber að telja Bad Times at the El Royale í sjötta sætinu, þá kemur Ansel Elgort og félagar í hinni sannsögulegu Billionaire Boys Club í 16. sætinu og beint í 20. sæti listans fer sænska myndin Mæri.

Ekki er ólíklegt að nýja Halloween myndin muni láta að sér kveða um næstu helgi, en myndin var sú langvinsælasta í Bandaríkjunum um nýliðina helgi. Sjáðum hvað setur.

Sjáðu nýja bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: