Landsliðið valdi A Star is Born

Íslenska landsliðið í fótbolta fer gjarnan í bíó til að slaka aðeins á fyrir leiki, og engin undantekning var gerð nú fyrir leikinn við Sviss, sem hefst nú eftir skamma stund.

Samkvæmt frétt frá SAM bíóunum þá ákvað liðið að skella sér í SAMbíóin í Egilshöll í þetta skipti, nánar tiltekið á laugardaginn síðasta.

Strákarnir höfðu úr þremur myndum að velja samkvæmt fréttinni: „… og auđvitađ völdu þeir A Star is Born, með þeim Bradley Cooper og Lady Gaga í aðalhlutverkum,“ segir í frétt frá SAMbíóunum.

Þar kemur einnig fram að A Star is Born sé að slá í gegn út um allan heim og ekki síst hér á Íslandi og hafa gagnrýnendur lofað hana í hástert. Jafnvel er talað um að Bradley og Lady Gaga fái Óskarverðlaun fyrir leik sinn í myndinni.