Bale er svikahrappur – Fyrsta stikla

Fyrsta stiklan fyrir nýjustu mynd Óskarsverðlaunaleikstjórans David O. Russell ( Silver Linings Playbook ) er komin út. Myndin heitir American Hustle og helstu leikarar eru þau Christian Bale, Bradley Cooper, Amy Adams, Jeremy Renner, Jennifer Lawrence og Robert De Niro.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Myndin fjallar um Irving Rosenfeld, sem Bale leikur, svikahrapp frá Bronx sem tengist FBI alríkislögreglumanninum Richie DiMaso, sem Cooper leikur. Myndin er skálduð frásögn af FBI aðgerðinni Abscam. Myndin segir einnig frá samverkamanni og aðstoðarmanni Rosenfeld, Sydney, sem Adams leikur, og kynnum þeirra af mafíósum og stórlöxum frá New Jersey.

amy adams

Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 13. desember nk.