Amerískt svindl

Kvikmyndin American Hustle stefnir beint á Óskarsverðlaunin með setti af frábærum leikurum innanborðs. Í stiklunni hér að neðan sjást meðal annars Christian Bale og Jennifer Lawrence sem hafa bæði unnið Óskarsverðlaun fyrir að leika í mynd eftir leikstjóra myndarinnar, David O. Russell.

Myndin kemur í bíóhús á Íslandi þanAmerican Hustlen 10. janúar á næsta ári.

Myndin fjallar um Irving Rosenfeld, sem Bale leikur, svikahrapp frá Bronx sem tengist FBI alríkislögreglumanninum Richie DiMaso, sem Bradley Cooper leikur. Myndin er skálduð útgáfa af FBI aðgerðinni Abscam. Myndin segir einnig frá samverkamanni og aðstoðarmanni Rosenfeld, Sydney, sem Amy Adams leikur, sem kemst í kynni við stórlaxa frá New Jersey og mafíósa.