Christian Bale og kílóin

baleNýjasta kvikmynd Christian Bale, American Hustle, fer í kvikmyndahús á Íslandi í janúar. Kvikmyndin skartar einnig Amy Adams, Jennifer Lawrence og Bradley Cooper.

Bale er þekktur fyrir að aðlaga líkama sinn að hlutverkum sínum. Fyrir myndina The Machinist lagði hann það t.d. á sig að léttast niður í óeðlilega litla þyngd og fyrir myndina Rescue Dawn skreið hann ásamt meðleikurum sínum í leðju, borðaði orma með þeim og svo skiptust þeir á að tína blóðsuguskordýr af líkama meðleikara sinna. Einnig hefur Bale farið hina leiðina og safnað vöðvum fyrir Batman-myndirnar. Í hlutverki hans í American Hustle fer hann nýjar leiðir, því í þetta skipti varð hann að þyngja sig til þess að fá útlitið fyrir svikahrappinn Irving Rosenfeld.

Bale bætti á sig 20 kílóum fyrir hlutverkið og segir í nýju viðtali að hann hafi borðað kleinuhringi og brauð, eftir nokkurn tíma var honum farið að líða illa í líkamanum og bakið farið að segja til sín.

Christian hefur aldrei lært leiklist, þannig að ákafi hans og staðfesta hafa fleytt honum langt. Hann hefur þó gríðarlega reynslu á bakinu og segja má að hann hafi fyrst slegið í gegn 13 ára, í myndinni, Empire of the Sun.