Framleiðendur verðlaunuðu The Big Short

Kvikmyndin The Big Short, sem fjallar um fjármálakreppuna árið 2007, hlaut verðlaun samtakanna Producers Guild of America við hátíðlega athöfn í Los Angeles í gærkvöldi.

THE BIG SHORT

Christian Bale, Steve Carell, Ryan Gosling og Brad Pitt leika aðalhlutverkin í myndinni, sem hlaut hvorki Golden Globe- né Critics Choice-verðlaunin á dögunum.

Í þetta sinn sigraði hún keppinauta sína, sem voru ekki af lakari tegundinni, eða Bridge of Spies, Brooklyn, Ex Machina, Mad Max: Fury Road, The Martian, The Revenant, Sicario, Spotlight og Straight Outta Compton. Alls voru  7 þúsund framleiðendur í Hollywood sem eru meðlimir í PGA-samtökunum sem völdu The Big Short bestu mynd síðasta árs.

Aðrar myndir sem fengu verðlaun voru Inside Out sem besta teiknimyndin, Amy sem besta heimildarmyndin, Fargo sem besta sjónvarpsmyndin- eða stutta þáttaröðin, Game of Thrones sem besta dramaþáttaröðin, Transparent sem besta gamanþáttaröðin og Comedians in Cars Getting Coffie sem besta netþáttaröðin.