Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Fargo 1996

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 17. júlí 1996

A lot can happen in the middle of nowhere. / A Homespun Murder Story

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 94% Critics
Rotten tomatoes einkunn 93% Audience
The Movies database einkunn 5
/10
The Movies database einkunn 85
/100
Tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna. Frances McDermaud vann Óskar fyrir besta leik, og Coen bræður fyrir besta frumsamda handrit.

Jerry vinnur á bílasölu tengdaföður síns, og er kominn í fjárhagsvandræði. Hann prófar ýmis úrræði til að redda sér peningum, sem hann þarfnast af óútskýrðum ástæðum. Svo virðist sem tengdafaðir hans sé um það bil að komast að gríðarmiklum fjárdrætti hans frá bílasölunni. Þegar allar tilraunir hans til að redda sér peningum mistakast, þá... Lesa meira

Jerry vinnur á bílasölu tengdaföður síns, og er kominn í fjárhagsvandræði. Hann prófar ýmis úrræði til að redda sér peningum, sem hann þarfnast af óútskýrðum ástæðum. Svo virðist sem tengdafaðir hans sé um það bil að komast að gríðarmiklum fjárdrætti hans frá bílasölunni. Þegar allar tilraunir hans til að redda sér peningum mistakast, þá ákveður hann að hrinda í framkvæmd áætlun sem hann hafði undirbúið nokkru áður, en hún snýst um að fá tvo menn til að ræna eiginkonu hans, og heimta svo lausnargjald frá tengdaföðurnum, sem er vellauðugur. En eftir að mannránið á sér stað, fara hlutirnir strax að fara úrskeiðis, og það sem átti að vera snyrtileg og ofbeldislaus aðgerð, verður sífellt blóðugri og ofbeldisfyllri. Jerry fer í mikið uppnám vegna blóðbaðsins, og brátt mætir á svæðið hinn kasólétti lögreglustjóri MN frá Brainerd, sem er ákveðin í að reyna að finna hver framdi morðin þrjú í umdæmi hennar. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Svipaðar myndir


Gagnrýni (14)


Hver man ekki eftir Coen bræðrunum sem hafa fært okkur meistaraverk eins og Millers Crossing og The Man Who Wasn't there?

Fargo er um bílasölumann að nafni Jerry Lundengaard, sem vantar pening. Alvarlega. STRAX!

Svo að hann tekur til ráðanna og sannfærir tvo smákrimma til að ræna konunni hans og síðan skipta þeir lausnargjaldinu á milli sín.

En skörp lögreglukona að nafni Marge Gunderson ætlar að komu upp um þá og þá skapast æsispennandi eltingarleikur þar sem að ýmislegt snýr spilunum við og allt fer úr böndunum.


Leikurinn í þessari mynd er fyrir ofan meðallag, þá meina ég alveg svakalega góður.

Steve Buscemi, William H.Macy, Frances Mcdormand og margir fleiri ásamt ójafnanlegri leikstjórn Joel Coens gerir þetta af einni bestu mynd kvikmyndasögunnar!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ekki alveg jafn góð mynd og ég bjóst við, en ágæt engu að síður og er það aðalega fyrir tilstuðlan þeirra William H. Macy og Steve Buscemi en þeir tveir hafa lengi verið mínir uppáhalds leikarar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frances Macdormand leikur lögreglukonu sem er á eftir tveimur mannræningjum sem rændu konu einni. Af hverju? Af því að maðurinn hennar borgaði fyrir það!


Fargo er gæða hasar/spennumynd sem gerist aðallega í bæ sem heitir Brainerd.

Coen bræður bregðast aldrei og er þetta toppurinn á ferli þeirra!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fargo ein mynd Cohen bræðranna um atburð sem átti sér stað í BNA 1987 það heilaga ár fæðingu minnar. Þetta er sannarlega afskaplega fín mynd. Raunveruleg og kemur sér vel að efninu. Ég er ekki viss um að myndin átti skilið svo mikið hrós eins og óskarstilnefningu en þrátt fyrir það er myndin mjög góð. Handritið er afskaplega gott og leikurinn passar vel við persónurnar. Sérstaklega Steve Buscemi, reyndar þá voru allir helvíti góðir. Fargo er alveg þess virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Besta mynd Coen bræðra og ein allra besta mynd tíunda áratugarins. Frábærlega vel skrifuð tragedía þar sem kolsvartur húmor er aldrei langt undan. Coen bræðrum tekst ótrúlega vel að fanga andrúmsloftið í ísilögðum norðurríkjum Bandaríkjanna. Frábær leikur Buscemi og Mcdormand knýr myndina áfram ásamt eistöku handriti þeirra bræðra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn