1. Námuvagnsatriðið og stökkið úr flugvélinni með björgunarbátinn áttu upprunalega að vera í fyrstu Indiana Jones myndinni; Raiders of the lost Ark. Námuvagnsatriðið átti að gerast eftir lokaatriðið í Raiders eftir að nasistarnir opnuðu örkina, og björgunarbátsatriðið átti að gerast þegar Indiana Jones er á leið sinni til Nepal rétt áður en hann hittir Marion.

2. Aðrar hugmyndir voru fyrst íhugaðar fyrir Temple of Doom, m.a. vildi George Lucas, framleiðandi og handritshöfundur myndarinnar, að næsta ævintýri Indiana jones ætti sér stað í draugakastala í Skotlandi. Einnig átti byrjunaratriði framhaldsmyndarinnar að vera mótorhjólaeltingaleikur við Kínamúrinn.
3. Steven Speilberg leikstjóri og George Lucas vildu báðir gera Temple of Doom mun dimmari en Raiders of the Lost Ark. Þeir vildu að söguþráðurinn innihéldi m.a. barnaþrælkun, mannfórnir og illa trúardýrkunarhópa. Lucas vildi gera framhaldsmynd sem myndi endurspegla dimma tóna Star Wars framhaldsmyndarinnar The Empire Strikes Back. Á sama tíma var Spielberg að ganga í gegnum erfiðan skilnað sem hafði bein áhrif á ákvarðanir hans við gerð myndarinnar. Talið er að það sem Lucas og Spielberg hafi haft í huga hafi verið svo drungalegt að einn handritshöfundanna, Lawerence Kasdan, hafi sagt upp störfum.
4. Ke Huy Quan, sem lék asíska strákinn Short-Round, fékk hlutverkið fyrir hálfgerða tilviljun. Spielberg og ráðningarstjórinn Mike Fenton voru í vandræðum með að finna rétta leikarann í hlutverkið og auglýstu eftir leikara í grunnskóla í Los Angeles. Móðir Ke Huy Quan fylgdi eldri bróður Ke í áheyrnarprufur fyrir hlutverkið en þegar framleiðendur myndarinnar, Kathleen Kennedy og Frank Marshall, tóku eftir því að yngri bróðirinn (Ke Huy Quan) var að gefa eldri bróður sínum ráð buðu þau honum einnig að taka þátt í áheyrnarprufu með því að taka upp myndband og senda eigin prufu. Þegar Spielberg sá áheyrnarupptökuna var hann heillaður af sjarma stráksins og bauð honum hlutverkið.
5. Temple of Doom var um tíma bönnuð í Indlandi. Fyrst átti myndin að vera tekin upp á Indlandi. Allar staðsetningar (e. film locations) voru á Indlandi, þ.á.m. dularfulla höllin Mahajarah sem átti að taka upp í raunverulegri höll sem ber heitið Amer Fort. Stjórnvöld á Indlandi voru hinsvegar ekki hrifin af handriti myndarinnar, vildu t.d. banna framleiðendum að nota heitið ‘Mahajarah‘ og fannst það vera móðgandi gagnvart indverskri menningu. Eftir erfiðar samningaviðræður var ákveðið að bakka út úr samningum og myndin var tekin upp að hluta í Sri Lanka. Atriðin sem gerðust hjá Mahajarah kastalanum voru tekin upp í Paramount myndverinu og atriðin innan veggja hallarinnar voru tekin upp í stúdíói í London.
6. J.D. Nanajakkara, sem lék öldunginn frá Indverska þorpinu í myndinni, kunni ekki stakt orð í ensku. Spielberg mataði hann á hverri setningu sem leikarinn átti svo að endurtaka eins vel og hann gæti. Einnig átti leikarinn (sem var í raun ekki leikari) að herma eftir líkamstjáningu Spielbergs sem má sjá þegar ‘shaman’ karakterinn leggur hendur yfir augun og segir frá dimmum skugga sem hefur lagst yfir þorpið.

7. Stórstjarnan Harrison Ford slasaðist á tökustað en hélt samt ótrauður áfram. Harrison varð fyrir stöðugu hnaski á hryggjadisk í hryggjasúlunni þegar hann reið fílunum við tökur myndarinnar. Leikarinn vildi hinsvegar halda áfram í tökum og harkaði af sér. Seinna datt Harrison Ford óvart harkalega aftur fyrir sig í annarri senu, senunni þar sem þrjótur brýst inn í herbergi Indiana Jones í kastalanum. Þá slasaðist Ford enn meira í hryggjasúlunni og þurfti að fara á bráðamóttöku. Gera átti hlé á tökum en Spielberg sannfærði Paramount um að halda áfram. Spielberg fékk áhættuleikara Fords, Vic Armstrong, til að leika í öllum þeim skotum þar sem eingöngu sést í bakhlið Indiana Jones. Í þessu tiltekna atriði sést Armstrong í um 80% senunnar og Ford sést í um 20% senunnar.

8. Fíll át kjól leikkonunnar Kate Capshaw á tökustað. Búningahönnuðurinn Anthony Powell lagði mikla vinnu í kjól fyrir leikkonuna Kate Capshaw og hlutverk hennar sem Willie Scott. Í senu þar sem Willie, Indy og Short-round tjalda í frumskóginum hengir leikkonan kjólinn upp til þurrkunar. Á einum tímapunkti byrjar einn af fílunum að borða þennan rándýra kjól. Seinna lagfærði Powell kjólinn og gaf út sem skýringu fyrir tryggingarnar; ,,étinn af fíl“ (e. Eaten by elephant).
9. Pöddurnar í myndinni hræddu leikarana. Fyrir Temple of Doom vildu Spielberg og Lucas toppa snákasenuna úr Raiders of the Lost Ark. Í fyrstu Indiana Jones myndinni voru fengnir 10 þúsund snákar en til að toppa það var 50 þúsund kakkalökkum og 30 þúsund bjöllum safnað saman. Leikkonunni Kate Capshaw fannst pöddurnar svo ógeðslegar og hræðilegar að hún viðurkenndi að hafa tekið róandi lyf til að komast í gegnum tökurnar.

10. Fallhlífastökksatriðið með björgunarbátnum náðist í einni töku. Atriðið þar sem Indy, Willie og Short-round stökkva úr flugvél með björgunarbát sem fallhlíf var kvikmyndabrella sem notaðist ekki við neina tölvubrellutækni. Einn framleiðendanna, Frank Marshall, hafði samband við flúðabátaframleiðanda í San Anselmo í nágrenni San Francisco og bað hann að framleiða bát sem gæti virkað eins og fallhlíf. Bátaframleiðandinn bjó til björgunarbát, ásamt þrem gínum sem komu í staðinn fyrir leikarana og sem auka þyngd á bátinn, sem myndi svo blásast upp sjálfkrafa þegar honum yrði hent út úr flugvél á lofti. Kvikmyndatökuteymið staðsetti sig við Mammoth Peak í Kaliforníu og tók upp atriðið sem heppnaðist og náðist í einni töku.
Indiana Jones and the Temple of Doom verður sýnd á sérsýningu Bíótöfra í Sambíó Kringlunni næsta fimmtudag, 20. mars kl 21:00
Myndin gerist árið 1935. Prófessor, fornleifafræðingur og hetja að nafni Indiana Jones, er aftur kominn af stað í ný ævintýri. Í þetta sinn slæst hann í hóp með næturklúbbasöngvaranum Wilhelmina "Willie" Scott, og tólf ára gömlum strák sem heitir Short Round. Þau lenda í ...
Vann Óskar fyrir tæknibrellur og var tinefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist - John Williams. Vann einnig BAFTA verðlaun fyrir tæknibrellur.
Heimild: https://www.mentalfloss.com/article/56881/20-fun-facts-about-indiana-jones-and-temple-doom