Náðu í appið
27
Bönnuð innan 12 ára

Indiana Jones and the Temple of Doom 1984

(Indiana Jones 2)

If adventure has a name... it must be Indiana Jones.

118 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 77% Critics
The Movies database einkunn 57
/100
Vann Óskar fyrir tæknibrellur, og var tinefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist -John Williams. Vann einnig BAFTA verðlaun fyrir tæknibrellur.

Myndin gerist árið 1935. Prófessor, fornleifafræðingur og hetja að nafni Indiana Jones, er aftur kominn af stað í ný ævintýri. Í þetta sinn slæst hann í hóp með næturklúbbasöngvaranum Wilhelmina "Willie" Scott, og tólf ára gömlum strák sem heitir Short Round. Þau lenda í indversku smáþorpi, þar sem fólkið trúir því að illir andar hafi tekið öll... Lesa meira

Myndin gerist árið 1935. Prófessor, fornleifafræðingur og hetja að nafni Indiana Jones, er aftur kominn af stað í ný ævintýri. Í þetta sinn slæst hann í hóp með næturklúbbasöngvaranum Wilhelmina "Willie" Scott, og tólf ára gömlum strák sem heitir Short Round. Þau lenda í indversku smáþorpi, þar sem fólkið trúir því að illir andar hafi tekið öll börnin í þorpinu í burtu, eftir að heilögum steini var stolið. Þau komast einnig að því að miklar hættur leynast í dómsdagsmusterinu, The Temple of Doom. Thuggee trúargengið er talið ætla að seilast til valda, en til þess þarf gengið að komast yfir alla fimm Sankara steinana og ná þannig yfirráðum yfir öllum heiminum. Indiana Jones þarf nú að koma í veg fyrir hin illu áform, bjarga börnunum, ná ástum stúlkunnar og ráða niðurlögum dómsdagsmusterisins. ... minna

Aðalleikarar


Ég sá Temple of Doom í gær og mér finnst að fólk sé allt of dómgjarnt þegar það gagnrýnir hana. Temple of Doom er frábærlega skemmtileg ævintýramynd sem á vel skilið að vera hluti af Indiana Jones seríunni. Persónulega finnst mér hún skemmtilegri en The Last Crusade, en það eru svo mörg flott og skemmtileg atriði sem hægt er að hafa gaman af í henni. Byrjunaratriðið er frábært, atriðið á vögnunum í námunni er stórkostleg . Hins vegar má segja það að handritið og samtölin séu ekki upp á marga fiska. Kate Capshaw er ekki svo slæm leikkona, en línurnar hennar í myndinni eru hræðilegar. Ekki rugla saman leik og handriti - það er ekki henni að kenna að George Lucas er mesti hálfviti á jörðinni. En Spielberg getur eiginlega ekki gert lélega mynd (fyrir utan 1941) og þrátt fyrir að vera ekkert meistaraverk, þá er Indiana Jones and the Temple of Doom ein af skemmtilegustu ævintýramyndum sem hægt er að finna.(En ég vara ykkur við þegar þið horfið á þessa mynd að síðusta fimmtán mín. eru leiðinlegar og langdregnar)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Önnur myndin af þessari þrenningu og sú versta að mínu mati. Indiana Jones (Harrison Ford) er hér komin alla leið til Indlands í fátræktra þorp. Þar er búið að ræna nokkrum börnum. Þorpsspámaðurinn biður hann að fara og finna þessi börn. Þessi mynd var sú verst skrifaða, verst leikna og sú ógeðslegasta af þessum myndum. Þessari mynd gef ég samt 2 stjörnur fyrir tæknibrellur og leikstjórn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Indiana Jones hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér, ég hef séð allar þrjár oft og mörgu sinnum, reyndar svo oft að spólurnar sem þær voru teknar uppá þegar þær voru á Stöð 2 fyrir mörgum árum eru slitnar í gegn, þessvegna fagnaði ég þegar ég frétti að RÚV ætlaði að sýna þessar yndislegu kvikmyndir aftur.


Indiana Jones and the Temple of Doom er önnur Indiana Jones myndin sem gerð var en í tímaröð er hún sú fyrsta. Hún byrjar í Shanghai árið 1935, ári áður en atburðirnir í Raiders of the Lost Ark gerast í skemmtistaðnum “Obi-Wan”(George Lucas alltaf í góðum gír). Þar er Indiana Jones að reyna að skipta við kínverska gangsterinn Leo Che, Indy vill fá ösku af keisaranum Nurhachi í skiptum fyrir stóran demant. Það endar allt í ósköpun en auðvitað nær Indy að flýja með söngkonu skemtistaðarins, Willie með hjálp litla aðstoðarmannsins sín Short Round. Þau ná að fara í flugvél og stefna á Siam en enda í littlu þorpi, Mayapore.


Í þorpinu hitta þau seiðmann þorpsins og segir hann þeim að þau hafi verið valinn til þess að fara í Pankot höllina, því að mikil íllska hefur tekið öll börnin þeirra og stolið helgum steini sem hefur verndað þorpið þeirra og farið með í höllina. Þríeykið er ekki alveg á því að fara en þegar að hálf dauður drengur sem hefur sloppið frá höllinni nær að komast til þorpsins aftur og fellur í fangið á Indy með snifsi af helgu pergamenti ákveður Indy að þau fari.


Í höllinni eru þau boðin velkomin af Chatter Lal. Hann lætur þau hafa herbergi og býður þeim í frekar ógeðfeldan kvöldmat. Þau komast fljótt að því að það er ekki allt með feldu í höllinni og verða vitni að ýmsu, þar á meðal skordýrum í þúsunda tali, mannsfórnum og barnaþrælkun allt fyrir djöfla gyðjuna Kali Ma.


The Temple of Doom er að öllu leiti ólík Raiders of the Lost Ark. Hún er miklu dekkri og “hryllilegri”. Þegar hún kom út í kvikmyndahús í Bandaríkjunum fékk Steven Spielberg miklar skammir frá reiðum mæðrum sem höfðu farið með börnin sín í bíó og héldu að þau væru að fara að sjá Bambi 2 en fengu í staðinn að sjá hjarta rifið úr lifandi manni. Steven svaraði í fullum hálsi þessu “röfli”, hann sagði að myndin héti “Indiana Jones and the Temple of Doom” ekki “Indiana Jones and the Temple of Roses”.


Margir gagnrýnendur rifu myndina niður(reyndar næstum allir fyrir utan Roger Ebert og Pauline Kael), þeir sögðu að hún væri oflangt frá því sem Raiders of the Ark var, en ég er viss að ef Temple of Doom hefði verið líkari Raiders of the Lost Ark hefðu þeir bara kvartað undir því í staðinn.


En myndin er ekki besta Indiana Jones myndin en hún er samt algjört meistaraverk. Hún blandar saman miklum húmor og hasar sem líkja má við rússíbana ferð. Harrison Ford er pottþéttur sem Indiana Jones og flestir aukaleikararnir gera sitt verk vel. Steven Spielberg er frábær leikstjóri að vanda og sagan eftir George Lucas er frábær. Óskarsverðlauna sjónbrellur og stórkostleg sviðsmynd, þá sérstaklega í undirgöngunum þar sem þúsundir bara þræla við að grafa. Svo skemmir nátturlulega ekki þemulagið eftir John Williams sem er eitt flottasta þemulag kvikmyndasögunnar. - www.sbs.is
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er mynd númer 2 í sívinsælu Indiana Jones seríu. Eftir brotlendingu í Indlandi hittir hann þorpsbúa sem leiðir þá til þorpsins síns. Þar er allt bókstaflega í eyði. Þeir halda því fram að ill öfl frá Pankot höllinni sem er rétt hjá hafi staðið að þessu með því að stela Heilugum Stein bæjarins sem er einn af fimm Sankara steinum sem eru heilagir í hindúa trú. Hann fer í leiðangur til að endurheimta steinin úr illum öflum.

Þessi mynd er í einu orði lýst sem snilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar fornleifafræðingurinn Indiana Jones tekur að sér að finna helgan stein fyrir örvæntingafulla þorpsbúa, sem verða á vegi hans í óbyggðum Indlands, kemst hann í kast við óða Kalídýrkendur, sem ástunda mannafórnir og barnaþrælkun. Ég varð fyrir vonbrigðum, þegar ég sá þessa mynd á sínum tíma í kvikmyndahúsi, en það kom mér engu að síður á óvart hversu slæm hún reyndist vera, þegar ég rifjaði hana upp um daginn á myndbandi. Tveir af aðalleikurunum, þau Kate Capshaw og Jonathan Ke Quan, eru með öllu óþolandi í illa skrifuðum hlutverkum sínum og aukaleikararnir eru flestir litlu skárri. Tæknivinnan er auk þess ótrúlega slæm, svo sem þegar flugvélin ferst í fjallshlíðinni snemma í myndinni og í eltingaleiknum á námuvögnunum, þar sem brúðurnar eru augljósar. Skónotkun Kate Capshaws verður ennfremur að teljast ótrúverðug, en um þá skiptir hún reglulega í myndinni, ekki síst í hasaratriðunum, og um tíma er hún meira að segja berfætt áður en hún fær sér sandala á flóttanum frá námugöngunum að hengibrúnni. Í rauninni er vart hægt að finna það atriði í myndinni, sem ekki er að einhverju leyti áfátt í handriti, leikstjórn eða tæknivinnu. Enda þótt Spielberg og Lucas hafi reynst mistækir kvikmyndagerðarmenn, er slík handvömm óvenjuleg fyrir þá. Aðeins Harrison Ford er góður í myndinni og fær hann þessa hálfu stjörnu og verður sá dómur að teljast sanngjarn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

14.04.2022

Æðisgengin reið á hvítu hrossi

Tvær sérstaklega áhugaverðar og spennandi kvikmyndir bætast í bíóflóruna nú um helgina sem þýðir að úrvalið af kvikmyndum í bíó um Páskahelgina verður í einu orði sagt frábært! Allir ættu að geta fundið ...

05.04.2018

Kona gæti leikið Indiana Jones

Ready Player One leikstjórinn Steven Spielberg útilokar ekki að næsti Indiana Jones verði kona. Í samtali við breska dagblaðið The Sun segir Óskarsverðlaunaleikstjórinn að hann sé þess nokkuð viss að Indiana Jones 5 kvikmyndin, verði sú sí...

05.04.2018

Kona gæti leikið Indiana Jones

Ready Player One leikstjórinn Steven Spielberg útilokar ekki að næsti Indiana Jones verði kona. Í samtali við breska dagblaðið The Sun segir Óskarsverðlaunaleikstjórinn að hann sé þess nokkuð viss að Indiana Jones 5 kvikmyndin, verði sú sí...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn