Gagnrýni eftir:
Men in Black
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vel heppnuð grín/sci fi kvikmynd um leynilega stofnun sem sérhæfir sig í að fylgjast með þeim geimverum sem fá að vera á jörðinni til að láta lítið fyrir sér fara. Tommy Lee Jones er nógu mikil ástæða til að sjá myndina en einnig eru flottar tæknibrellur, mjög gott handrit eftir Ed Solomon, skemmtileg tónlist eftir Danny Elfman og vel leikstýrð af Barry Sonnenfelds.
Meira á sbs.is : http://www.sbs.is/critic/kvikmynd.asp?nr=60
GoldenEye
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
. Það er komin ný manneskja sem M, kona (Judi Dench) og Moneypenny (Samantha Bond) talar um hvort hegðun Bonds sé kynferðisáreitni, þó að hún segi það í hálf gerðu gríni liggur mikið undir því. Internetið, rafpóstur og GSM símar er eitthvað sem hefur aldrei áður komið til tals í Bond myndum, nema þá í sambandi við eitthvað ótrúlegt tæki sem Q hefur fundið upp.
James Bond er í þetta skiptið leikin af Pierce Brosnan. Brosnan er frábær sem Bond, hann sameinar næstum allt það besta úr Sean Connery(sjarmann), Roger Moore(grínið) og Timothy Dalton(hörkuna), þó að hann verði aldrei eins góður og Conner þá veit hann það alla veganna og skapar sinn eigin Bond í staðinn fyrir að herma bara eftir. Í flestum hlutverkum eru komnir nýir leikarar, Samantha Bond leikur Moneypenny. Samantha er nokkuð góð sem Moneypenny, mikið betri en Caroline Bliss var í Living Daylights og Licence to Kill. Judi Dench er hin nýa M, hún er mjög góð sem M. Í staðinn fyrir Felix(sem missti fæturna í Licence to Kill) er komin annar CIA fulltrúi, Jack Wade leikin af Joe Don Baker, hann er skemmtilegur en ég skil ekki alveg af hverju Joe Don Baker var valinn til að leika hann þars em hann lék vondakarlinn í Living Daylights! Það eru fáir sem að fá að leika bæði illmennið og góða karlinn í James Bond heiminum.
GoldenEye segir frá því þegar nokkrir rússar, meðal annars fyrrverandi breskur njósnari Alec Trevelyan eða 006 (Sean Bean), ná höndum yfir leynivopni kommúnistanna, Gullaugað. Það virkar þannig að gervihnattatungl sem er tengt risastórum gerfihnattadisk sendir geisla hvar sem er á jörðina og skemmir öll raftæki í 100 m radíús. James Bond fær meðal annara hjálp frá tölvuforritaranum Natalya Simonova (Izabella Scorupco) og fyrrum njósnara KGB Valentin Dmitrovich Zukovsky (Robbie Coltrane) sem ég verð að viðurkenna að er ein af uppáhalds persónunum mínum úr James Bond myndunum. Bond keyrir líka á flottasta bílnum síðan hann keyrði á í Goldfinger, reyndar sami bílinn Aston Martin DB5. Bond fær reyndar líka glænýjan BMW Z3 Roadster frá Q en hann fær ekkert tækifræi til að nota hann. Myndin er eins og Bond myndir gerast bestar, hún er full af hasar atriðum, tækni- og sjónbrellum, flottustu bílum sem hafa verið í Bond mynd og fleira.
- www.sbs.is
Long Time Dead
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Breskar myndir falla oftast undir tvo flokka, hugaðar dramatískar myndir(The Crying Game ‘92, The Killing Fields ‘84), og sérkennilegar grínmyndir(Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb ’64, Monty Python and the Holy Grail ’75). En stundum kemur einhver og reynir að breyta hefðinni. Að þessu sinni Marcus Adams, í sinni fyrstu kvikmynd, Long Time Dead hefur hann ákveðið að stæla Hollywood hrollvekjur á borð við Urban Legend og I know what you did last summer, sem eru reyndar sjálfar að stæla Scream sem var að stæla Halloween, Nightmare on Elm Street og svo framvegis.
Sagan er einföld. 8 mann vinahópur skellir sér útá lífið eitt kvöldið, dans, eiturlyf og svo framvegis. Þegar þau eru öll búin að dansa nóg og taka inn alsælu pillurnar sínar þá skella þau sér í myrkvað herbergi til að fara í andaglas. Áður en þau vita af er einhver komin til þeirra, ‘djinn’ andi sem segir þeim að þau eigi öll eftir að deyja. Sem á reyndar við um alla en í þessu tilviki á hann við fljótt og örugglega. Þau æpa öll og hlaupa um á meðan hann stendur viði það sem hann sagði. Restin af myndinni gengur síðan þannig, allir deyja á einhvern nýjan og ófrumlegan hátt, stundum kemur ‘búú’ atriði sem eru flest tekin úr öðrum betri myndum og auðvitað fylgir ótrúlega léleg kvikmyndataka sem er einhverskonar blanda á milli Fight Club og The Blair Witch Project!
Allt sem kemur þessari mynd við er lélegt. Handritið, sem sjö manns taka heiðurinn af, er hræðilegt. Það sem vellur uppúr leikurunum er oftast svo kjánalegt að það þau virðast vera að búa það til jafnóðum. Ef atriðið er ekki léleg útgáfa af atriði úr gamalli Wes Craven(þá helst Shocker) mynd er það bara lélegt og ófrumlegt. Það fengu allir nóg af þessum djinn verum úr Wishmaster kvikmyndunum, þar var hann alla veganna í flottum búning. Eitt af því sem vantar í flestar slasher kvikmyndir er góð persónusköpun. Ég er ekki að biðja um neitt sérstakt en þegar manni er alveg sama um örlög fórnarlamba morðingjanna þá nennir maður þessu ekki. Í Wes Craven myndunum A Nightmare on Elm Street, Shocker, Scream og fleirum hélt ég með góða fólkinu en hérna vildi ég bara að andinn drifi þetta af svo ég gæti farið heim. Hvernig fór Marcus að því að stæla Craven myndir svona mikið án þess að taka eftir þessu?
Æjá, gleymdi því næstum því. Eitt atriðið gerist í geðveikrar hæli. Eitt fórnarlambið er að tala við föður sinn sem er sjúklingur þar. Takið eftir því að kvikmyndatakan í þessu atriði er nákvæmlega eins og Michael Mann tók upp atriðin í Manhunter þegar Hannibal Lecter og Will Graham töluðu saman.
Marcus Adams virðist ekki hafa neina hæfileika í kvikmyndagerð. Einsog ég nefndi hérna fyrir ofan er töku stílinn hans léleg blanda af Fight Club og The Blair Witch Project. Það er aldrei neinn hrollvekju fílingur, aðeins óp, blóð og fullt af fólki með ótrúlega ýktan og pirrandi breskan hreim.
- www.sbs.is
Zoolander
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Zoolander er fjölskyldu myndin hans Ben Stillers. Ekki fjölskyldu mynd í sömu merkingu og Disney myndir heldur eru allir nánustu ættingjar hans í myndinni. Ben sjálfur er í aðalhlutverkinu sem Zoolander. Hann er ekki bara fyrir framan myndavélina í næstum hverju einasta atriði heldur leikstýrir hann líka, framleiðir og skrifar handritið með Stuart Cornfeld og Scott Rudin. Faðir hans, Jerry Stiller leikur óheiðarlega umboðsmann Zoolanders, Maury Ballstein. Mamma hans Bens, Anne Meara leikur lítið hlutverk sem mótmælandi, hún hendir tómat í hundinn hans Mugatus og svo er eiginkonan hans Bens, Christine Taylor(Marcia úr The Brady Bunch myndunum) leikur fréttakonuna, Matildu sem hjálpar Zoolander.
Ég verð að viðurkenna það að ég hló oft og mörgu sinnum þegar ég horði á Zoolander. Ég hef alltaf haft gaman af Ben Stiller síðan ég sá hann í Heavyweights árið1995, síðan hefur hann leikið í mörgum grínmyndum sem ég hef haft gaman af ; The Royal Tenenbaums (2001), Meet the Parents (2000), Keeping the Faith (2000), The Cable Guy (1996), Flirting with Disaster (1996), Happy Gilmore (1996) og auðvitað There's Something About Mary (1998) svo náttúrulega hinni óhemjufyndni stuttmynd Mission Improbable (2000) þar sem Ben lék Tom Crooze.
Myndin fjallar um Derek Zoolander sem frægasta karlmannsmódel í heiminum. Hann hefur unnið þrisvar í röð ‘Model of the Year’ verðlaunin og býst við að vinna þau í fjórða sinn en tapar fyrir nýjasta módelinu, Hansel (Owen Wilson). Hansel er ferskur og fjölhæfur og nær þannig að yfirbuga vörumerka svip Zoolanders “Blue Steel”. Í sömu viku og hann tapar fyrir Hansel birtist grein um Derek í blaðinu Times, í henni er talað um hve heimskur hann er. Greinin var skrifuð af Matildu (Christian Taylor) sem að hann hafði leift að fylgja sér eftir, óaðvitandi um hvað greinin yrði. Ekki nóg með það heldur deyja þrír bestu vinir hans í sérkennilegu bensín bað + sígarettu slysi. Zoolander ákveður að hætta sem módel og helga lífi sínu líknarmálum. En umboðsmaður Dereks, Maury (Jerry Stiller) og tísku risinn Mugatu (Will Ferrell) fá hann til að hætta við. Mugatu segist vilja að Zoolander sé aðalmódelið fyrir nýju línuna hans “Derelicte”(flækingur) en það sem honum vantar í raun er einfeldningur sem hann getur heilaþvegið og látið drepa nýja forsetisráðherrann í Maleysíu. Nýi forsetisráðherrann ætlar nefnilega að setja ný barnavermdalög og þá getur Mugatu ekki látið börn vinna ódýrt fyrir hann.
Persónan Zoolander er nokkur ára gömul. Hún kom fyrst fram(að mér skilst) í stuttmynd sem var sýnd á tísku sýningu árið 1996. Ben Stiller er mjög góður sem ofurfyrirsætan og ég hló í hvert skipti sem hann setti upp “blue steel” svipinn eða hina tvo svipi sem hann notaði, þeir voru reyndar allir eins en enginn tók eftir því og þegar Mugatu hélt því fram voru allir voða hissa. Myndin er í raun ekki svo mikil satíra á módelbransann. Það er bara gert grín af augljósustu hlutunum, það er ekkert reynt að grafa neitt djúpt.
Sagan sjálf er í raun ekki nógu mikil til að fylla þessar 85 mínútur sem myndin er og stundum koma frekar þunn atriði en það eru mörg frábær sem koma líka. Walk-off einvígið á milli Zoolander og Hansel kepptu í, þar sem David Bowie var dómarinn var ótrúlega fyndið og svo auðvitað breakdans slagsmálin. Myndin er líka svo skemmtilega tekin. Full af litadýrð og poplögum frá níundaáratugnum. Það er líka mikið af þekktum leikurum sem koma fram. Jon Voight leikur pabba Zolanders, Vince Vaughn bróðir hans; Cuba Gooding Jr., Gary Shandling, Natalie Portman, Winona Ryder, David Bowie, Billy Zane og Fabio leika sjálfa sig og svo leikur David Duchovny gamalt handamódel!
- www.sbs.is
Star Wars: Attack of the Clones
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Attack of the Clones er einsog The Empire Strikes Back miðju sagan í trílógíu. Þær eiga margt annað sameiginlegt; báðar eru dökkar en hafa mjög björt atriði, báðar hafa ástarþemu í bakgrunninum, þó að hún sé ekki eins í bakgrunninum hér og í ESB, báðar er betri en kaflinn sem kom á undan og svo framvegis. Þær eru líka báðar hálfgerður stökkpallur til að fylla í tómið á milli kynningu aðalpersónunnar og hvernig hún endar, Anakin frá því að vera lítill saklaus strákur í The Phantom Menace til að vera Darth Vader í Episode III og svo er bæði hægt að tala um Luke og Darth Vader í fyrri trílógíunni, í A New Hope var Luke sakleysislegur sveitadrengur en varð loks alvöru Jedi í Return of the Jedi en Anakin var hinn vondi Darth Vader í ANH en varð aftur góði Anakin í ROTJ. Aðalmunurinn á Attack of the Clones og The Empire Strikes Back er samt að sú síðarnefnda er mun betri kvikmynd!
Margir urðu fyrir vonbrigðum með The Phantom Menace. Hún var náttúrulega algerlega ‘over hypuð’ og það var ekki möguleiki að hún mundi standa undir því sem beðið var eftir. En margir einsog ég t.d. voru ánægðir með hana, hún var reyndar ‘barnalegri’ en þær gömlu, bjartari og krúttlegri en hún var samt mjög góð mynd. Attack of the Clones var ekki eins ‘hypuð’, þó ‘hypuð’ hafi hún verið. Lucas reyndi líka að gera minni af því sem hann var gagnrýnendur mest fyrir, þó hann segist gera allt einsog hann vilji og að hann þurfi ekki hjálp frá neinum askotans aðdáendum. Jar Jar Binks, sá sem fékk mestu skammirnar er lítið. Hún er mun dekkri og það þarf enginn að segja mér að þeim finnist Close Encounters geimverurnar ‘Kaminoarnir’ vera krúttlegir.
Attack of the Clones byrjar tíu árum eftir að The Phantom Menace endar. Anakin Skywalker (Hayden Christensen) hefur eytt áratugnum undir leiðbeinandi hönd læriföður síns, Obi-Wan Kenobi (Ewan McGregor). Anakin bíður spenntur eftir því að fá að taka próf sem gerir hann að ekta Jedi riddara en Obi-Wan vill að hann bíði rólegur. Amidala (Natalie Portman, fyrrum drottning Naboo núna öldungadeildarþingmaður hjá lýðveldinu, hefur lent á hinni þéttbyggðu plánetu Coruscant til að halda ræðu á þingi um hve mikið hún er á móti sköpun lýðveldis hers og annað þvíumlíkt. Strax og hún lenti var reynt að ráða hana af dögum en það tókst ekki sem skildi. Jedi herrann Macu Windu (Samuel L. Jackson) úthlutar Obi-Wan og Anakin það verkefni að gæta hennar. Verkefnið leiðir þá í sitt hvora áttina, Obi-Wan reynir að finna launmorðingjann og endar á hinni földu sjávar plánetu Kamino þar sem íbúarnir hafa unnið hörðum höndum að búa til klóna her fyrir lýðveldið. Þar finnur hann mannveiðarann Jango Fett (Temeura Morrison) og klónið hans, Boba Fett (Daniel Logan).
Á meðan Obi-Wan rannsakar Jango og klóna herinn fer Anakin með Amidölu til heimaplánetu hennar Naboo. Þar verða þau ástfanginn. Anakin hefur miklar áhyggjur af mömmu sinni og Amidala grípur tækifærið til að hitta tilvonandi tengdamömmu hennar og vill skreppa til Tatooine. Þar kynnist Anakin fósturföður sínum og bróður Cliegg Lars (Jack Thompson) og Owen Lars (Joel Edgerton) og hann fréttir að móðir hans hefur verið tekinn af burt og er líklega dáinn. Á meðan er Obi-Wan önnumkafinn við að leysa gátuna um herinn og endar í föngum hins dularfulla Count Dooku (Christopher Lee). Anakin, Amidala og C-3PO fara til Obi-Wan og ætla að bjarga honum en enda sjálf sem fangar Dookus. Það leiðir til endaatriðsins sem er um 40 mínútur og inniheldur nánast allt sem Star Wars getur innihaldið, skrímsli, klónaher, vélmennaher, tugir Jedi meistara og ástæðuna fyrir því að Yoda (Frank Oz) er talinn vera mestu af öllum Jedium.
Um alla myndina eru hlutir sem eiga að minna mann enn meira á gömlu trílógíunna, býlið sem Owen, Beru og Luke bjuggu í á Tattoine í A New Hope er endurskapað. ‘The Death Star’ er nefnd og þrívíddarmynd af henni er sýnd. Sum geimskipin eru farin að líkjast þeim sem koma skulu. Amidala er í líkari fötum og með svipaða greiðslu og Leia var með og í endaatriðinu þegar klóna herinn er sýndur er ‘Imperial March’ eða Darth Vader lagið spilað.
Aðalhluverk kvikmyndarinnar er að sína breytinguna á Anakin, hvernig hann fór að því að breytast í Darth Vader. Myndin sinnir því hlutverki vel. Það eru mörg atriði sem benda til þess hvað mun gerast og hvað hefur þegar gerst. Til dæmis þegar Anakin lýsir því hvernig hann mundi vilja að ‘lýðveldið’ væri, einn maður ræður öllu og lætur alla aðra vera sammála, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Svo eru auðvitað augljósu atriðin sem leiddu til þess, að hann hafi ekki getað bjargað móður sinni frá dauða og handleggsmissirinn. Það er líka sýnt mikið hvað hann lýtur upp til Palpatines og svo virðist sem Palpatine sé nú þegar búin að ákveða örlög Anakins.
Leikarahópurinn fær aðeins meira að gera en í Phantom Menace. Natalie Portman fær að gera annað en að standa um í asnalegum fötum. Ewan McGregor gerir meira af Alec Guinnes eftirhermunum sínum en er ekki bara labbandi með Liam Neeson útum allt. Hayden Christensen er enginn Olivier en hann nær að koma sínu á framfæri. Ian McDiarmid (Darth Sidious/Palpatine), útlitið hans fer hrörnandi og hann er farinn að líkjast meira gamla keisaranum í Return of the Jedi. Christopher Lee leikur skósvein hans, Count Dooku. Samuel L. Jackson (Macu Windu) fær að vera meira á skjánum núna og er meira að segja í nokkrum bardagaatriðum. Ahmed Best er minna á skjánum sem CGI veran Jar Jar Binks og vélmenna tvíeykiðR2D2 (Kenny Baker) og C3PO (Anthony Daniels) eru saman komnir til að halda svolitlum húmor í gangi.
Tónlistin eftir John Williams er mjög góð að vanda. En ég tók eftir því að hann fékk oftar ‘lánað’ frá öðrum verkum en hann hefur áður gert. Það er til dæmis eitt lag spilað oft í myndinni sem Sam Raimi aðdáendur þekkja úr kvikmyndinni Darkman en John Williams þemað er mjög líkt því sem Danny Elfman gerði fyrir hana. Sjón- og tæknibrellurnar í Attack of the Clones eru einsog engar aðrar. Þær eru betri en í The Phantom Menace, sem var með ótrúlega flottar brellur. Öll smáatriði eru gerð svo vel að það er erfitt að bíða eftir DVD útgáfunni, þar er næstum víst að ég muni láta nokkuð oft á pásu, bara til að sjá smáatriðin í bakgrunninum á Coruscant byggingunum.
- www.sbs.is
Black Knight
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Alltaf þegar ég sest niður og ætla mér að skrifa um mynd reyni ég að finna eitthvað gott til að segja um hana. Það er oftast eitthvað sem hægt er að tína til, eitthver frumleiki, góður leikur, sagan, hugmyndin, ja bara eitthvað! En nú þegar ég er að reyna að skrifa um Black Knight get ég bara ekki fundið neitt. Það er ekkert gott að segja um þessa ‘grínmynd’, ég á reyndar svolítið erfitt með að kalla hana grínmynd því ég hef hlegið meira af hádramatískum kvikmyndum heldur en þessu rusli!
Sagan segir frá Jamal Walker (Martin Lawrence). Jamal vinnur á skemmtigarði sem hefur miðalda þemu, einn daginn er hann að þrífa kastaladíkið og sér eitthvað glóandi í vatninu. Hann beygir sig og reynir að ná því en er sogaður niður í vatnið. Þegar hann kemur upp úr vatninu aftur er hann staddur í Englandi á fjórtánduöld(hver hefur ekki lent í þessu?), þar sem hinn illi kóngur Leo (Kevin Conway) ræður ríkjum með hjálp frá Percival (Vincent Regan). Eftir að hafa bjargað lífi sauðdrukkins riddara, Knolte (Tom Wilkinson) fer Jamal í höllina sem er þar nálægt. Hann þykist vera sendiboði frá Frakklandi að nafni ‘Jamal Skywalker’ og auðvitað leiðir það til margra skemmtilegra atvika t.d. þegar hann er beðinn um að dansa fyrir konunginn(svartir frakkar eru víst svo góðir dansarar) og hann kennir hljómsveitinni að spila popplög. En hann er svo beðinn að hjálpa uppreisnarseggjunum af Victoria (Marsha Thomason), til að koma Leo af stóli og fá hina réttu drottningu aftur.
Sagan ‘Connecticut Yankee in King Arthur's Court’ eftir Mark Twain, sem þessi mynd er byggð á. Hefur verið gerð of oft að kvikmynd, það er svo stutt síðan ég sá eina slíka kvikmynd, A Knigh Camelot en þá var Whoppy Goldberg í aðahlutverki, það var líka A Kid in King Arthur's Court og The Spaceman and King Arthur, nokkrar sem báru sama nafn og bókin og svo eina útgáfan sem er góð A Connecticut Rabbit in King Arthur's Court þar sem Bugs Bunny lék á alls oddi.
Martin Lawrence fékk 16,5 milljónir dala sem er (samkvæmt www.bi.is) 1.435.500.000 krónur! Fyrir allan þennan pening hefði hann alla veganna getað reynt að leika. Ég er ekki að biðja um neinn Laurence Olivier en hann er bara lélegur, öll framkoma hans í myndinni er hrein skömm og fíflaleg. Mér brá svolítið þegar ég sá Marsha Thomason en seinast þegar ég sá hana í kvikmynd var það í Long Time Dead (2002) sem var hryllilega léleg kvikmynd, ekki virðist heppnin fylgja greyinu. Það var reyndar bara leiðinlegt að sjá Tom Wilkinson í myndinni, hann hefur leikið í myndum á borð við In the Bedroom (2001) og The Full Monty (1997), afhverju þurfti hann að gera sér þetta?
Black Knight er léleg kvikmyndagerð uppmáluð. Gil Junger hefur aðeins leikstýrt sjónvarpsþáttum fyrir utan þessari mynd og ég vona að hann haldi sig við þættina. Michael R. Miller klippti myndina og hefur augljóslega gert það í miklu flýti því að atriðin eru sett saman mjög illa, sum atriði byrja áður en það sem kom áður nær að enda. En það allra versta við myndina er tónlistin sem er gerð af Randy Edelman, ég mundi segja að þetta sé lélegasta útfærsla sem ég hef nokkurn tíman heyrt í kvikmynd!
Að mínu mati ættu allir þeir sem komu að gerð þessara myndar að hugsa sinn gang vel og vandlega. Martin ætti að taka sér hvíld frá leiknum og snúa sér að einhverju öðru, nei bíddu hann getur það ekki, hann fær 20 milljónir dala fyrir næst tvær myndir sem hann leikur í svo í byrjun árs 2003 er hann 40 milljón dölum ríkari(mínus skattur)! Hver segir að maður þurfi að geta leikið til að verða ríkur sem leikari?
- www.sbs.is
2001: A Space Odyssey
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Í dag er epíska vísindaskáldsagan 2001: A Space Odyssey sem er leikstýrð af Stanley Kubrick og byggð á sögu sem Kubrick og Arthur C. Clarke skrifuðu uppúr smásögunni hans Clarkes ‘The Sentinel’, talin ein besta kvikmynd sem gerð hefur verið. Hún er oft sögð vera ‘default’ svarið þegar gagnrýnendur eru spurðir “Hver er uppáhalds Sci-Fi kvikmyndin þín?” og sumir vilja vera svo djarfir að segja að hún sé besta kvikmyndin sem gerð hefur verið. Að mínu mati er hún það ekki, hún er ekki heldur besta Kubrick myndin mín, Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb (1964) á þann heiður. En 2001 er samt ótrúleg kvikmynd ef ekki lífsreynsla í sjálfum sér. Hún er jafn merkileg kvikmynd núna og hún var fyrir þrjátíu árum og er betri en flestar myndir sem hafa komið út síðan. Þó að ekki standist alveg tímatalið hjá félögunum.
Í dag er hún dáð að næstum öllum gagnrýnendum(100% samþykki um gæði er aðeins til í huga sölumanna). En þegar hún kom út árið 1968 fékk hún ekki góðar viðtökur. Sagt er að á frumsýningunni hafi margir gengið út í miðri mynd, þar á meðal Rock Hudson sem er sagður hafa stormað út æpandi “Will someone tell me what the hell this is about?”. Gagnrýnendur voru ekki hrifnari en Hudson, þeir kölluðu myndina alltof hæga og langa. Kubrick reyndi að gera þeim til geðst og klippti úr henni um 17 mínúturu af efni en það var ekki nóg. Myndin fór ekki að fá verðskuldaða athygli fyrr en nokkrum árum seinna þegar nýir gagnrýnendur fóru að koma og gáfu henni nýtt tækifæri.
2001: A Space Odyssey er skipt í fjóra kafla, sem sýna þróun mannsins frá frumstæðum öpum til nútíma manneskju og loks í einhverskonar geimbarns, með hjálp frá svörtum steinsúlum sem koma frá framandi tegund geimvera. Nöfn þriggja þeirra eru sýnd í myndinni(The Dawn of Man; Jupiter Mission, 18 Months Later og Jupiter and Beyond the Infinite) en einn kaflinn sem kemur á milli Dawn of Man og Jupiter Mission sem heitir ‘The Lunar Journey in the Year 2000’ er ónefndur í kvikmyndinni sjálfri.
The Dawn of Man – 4.000.000 b.c.
The Dawn of Man gerist á fornsögulegum tíma, fyrir rétt fjórum milljónum árum. Við fylgjumst með hóp frumstæðra apa í um 15 mínútur. Daglegt líf þeirra virðist ganga útá það að borða gras og rætur, sofa og verja landið sitt fyrir öðrum apahópum með öskrum og hoppum. Einn daginn vaknar apahópurinn og sér stóra svarta steinsúlu sem á engan veginn heima þarna. Í bókinni 2001: A Space Odyssey sem Arthur C. Clarke skrifaði með Kubrick, er sagt frá því að geimverur hafi sent 100 svona steinvölur um alla jörð til að sjá hvernig aparnir þróuðust en í myndinni er engin ástæða gefin. Aparnir skoða súluna og þá aðallega einn sem virðist vera leiðtogi apanna. Í næsta atriði er súlan horfinn en leiðtoginn fer að skoða beinagrind af dýri sem liggur á jörðinni, hann tekur upp eitt bein og með ‘Thus Spoke Zarathustra’ spilandi í bakgrunninum, byrjar hann að brjóta hin beinin með beininu sem hann heldur á. Á þriðja degi kemur hinn apahópurinn aftur en núna eru aparnir okkar ekki bundnir við óp og hopp, leiðtoginn stígur fram og slátrar apa úr hinum hópnum með beininu. Með steinsúlunni dularfullu hafa geimverurnar fært apanna upp í fæðukeðjunni, þeir drepið önnur dýr sér til matar, sjálfsvarnar og eigin hentisemi.
The Lunar Journey in the Year 2000
Eftir að leiðtoga apinn drap apa úr hinum hópnum henti hann beininu upp í loftið, það snérist í loftinu og þá fer myndin fjórar milljónir ára fram í tímann og sýnir gervitungl í geimnum. Árið er 2000 og við fylgjumst með tveimur gervitunglum og einni hringlaga geimstöð, á meðan er lagið ‘Blue Danube Waltz’ eftir Johann Strauss spilað, gangur atriðisins er viljandi hægfara, sem leggur áherslu á hina miklu sýn og samstillta skipulagið í geimnum. Þessi kafli gengur útá Dr. Heywood R. Floyd (William Sylvester), hann er á leið til tunglsins. Þar fannst svört steinsúla undir yfirborði tunglsins. Hluturinn er að senda út merki að Júpíter en enginn veit af hverju.
Jupiter Mission, 18 Months Later
Lengsti kafli myndarinnar og að mörgu leiti skemmtilegasti gerist seint árið 2001 eða snemma árið 2002. Geimskipið ‘Discovery’ er á leiðinni til Júpíters til að finna út afhverju súlan á tunglinu er að senda út merki þangað. Í skipinu eru tveir menn, David Bowman (Keir Dullea) og Frank Poole (Gary Lockwood), þrír vísindamenn sem eru haldnir í svefni og sjötti áhafnarmeðlimurinn, HAL 9000 (Douglas Rain) sem er eilítið vitskert tölva. Þegar að David og Frank gera sér grein fyrir geðveiki HALs ákveða þeir að slökkva á honum en HAL gefst ekki upp án þess að berjast, hann nær að drepa alla áhöfnina nema Bowman sem nær á endanum að slökkva á honum.
Jupiter and Beyond the Infinite
Seinasti kaflinn Jupiter and Beyond the Infinite er bara um 20 mínútur en hann er áhugaverðasti kaflinn. Bowman stefnir enn á Jupiter í Discovery geimskipinu en núna er hann einn síns liðs. Hann finnur aðra steinsúlu en þessi er mun stærri en hinar og er á floti í geimnum. Bowman fer í minna skip og flýgur inní steinsúluna, þar er honum skotið inní aðra vídd og í nokkrar mínútur er endalaust magn af litum varpað á skjáinn. Þessar mínútur gerðu myndina mjög vinsæla hjá hippum sem komu aftur og aftur á myndina í bíóhúsum til þess eins að horfa á þessar mínútur, í vímu án efa. Allt í einu er Bowman komin í hvítt herbergi fyllt með húsgögnum, hann horfir í kringum sig, hann fer í gegnum nokkur stig í öldrun á nokkrum mínútum. Hann verður eldri og eldri þangað til að hann liggur í rúmi, virðist um hundrað ára gamall. Hann réttir upp höndina og bendir, þar er fjórða steinsúlan. Þetta atriði er það óhugnanlegasta í sem hefur verið í Kubrick mynd, enn óhugnanlegra en atriðið með tvíburunum í The Shining. Myndavélin dregst að svörtu steinsúlunni og “Thus Spake Zarathustra” er spilað sem sýnir að breyting er í nánd. Svarta lag súlunnar er núna orðið að geimnum, jörðin og tunglið sjást, litið er til vinstri og þar er Bowman, endurfæddur í formi ‘stjörnu barns’(star child) sem er á stærð við plánetu.
Það eru ekki margar myndir sem reyna að fylgja reglum geimsins. En 2001 reynir að mestu getu, þó að það séu reyndar ótrúlega mikið af villum. Eitt af því sem er öðruvísi hér en í öðrum kvikmyndum er hljóðið. “In space, no one can hear you scream” var auglýst á Alien plakötum og það er rétt, hljóð getur ekki ferðast milli tómarúmsins á milli stjarna og pláneta. Algert hljóð eða hljóðleysi hefði ekki virkað í myndum einsog Star Wars eða Star Trek en Kubrick vildi hafa þetta raunverulegt og í staðinn fyrir glamrið í geimflaugunum notar hann annaðhvort klassísk lög eða algert hljóð, sagt er að hann hafi spilað þau þegar hann var að klippa myndina til og fannst þau virka svo vel að hann hafi ákveðið að hafa þau í myndinni. Atriðin sem eru hljóðlaus eru mörg þau mögnuðustu í myndinni, jafnt sem þau óhugnalegustu. Klassísku lögin áttu samt mikinn þátt í vinsældum myndarinnar og sum þeirra festust alveg við myndina, til dæmis þegar fólk heyrir ‘Thus Spake Zarathustra’ eftir Richard Strauss dettur fólki strax 2001 í hug, flestir kalla lagið einfaldlega “2001 lagið”.
2001 er ólík mörgum myndum Kubrick’s því að það er í flestum myndum hans eru einhverjir leikarar sem voru frægir eða urðu það(Kirk Douglas í Spartacus, Malcolm McDowell í A Clockwork Orange, Jack Nicholson í The Shining, Tom Cruise og Nicole Kidman í Eyes Wide Shut). En Kubrick fannst að 2001 ætti ekki að vera sérstaklega um persónurnar eða leikarana í henni, hún er um upplifunina og hugmyndirnar sem hún varpar fram. Þess vegna valdi hann fremur óþekkta en samt hæfa leikara í staðinn fyrir þekktar stjörnur. Flestir leikararnir eru ágætir en enginn stendur uppúr, nema þá Douglas Rain sem talar fyrir HAL. Hann færir tölvunni nokkuð einstakan hæfileika, HAL er illmennið í myndinni en það er varla hægt annað en að vorkenna honum þegar verið er að slökkva á honum og hann byrjar að syngja “Daisy, Daisy, Give me your answer do, I'm half crazy, all for the love of you ....”
2001 var sýnd í nokkrum bíóhúsum árið 2001 en hún fékk ekki mikla athygli. Þetta er ekki mynd sem getur fengið mikinn hljómgrunn hjá meðal bíóhúsa-fara. Fólk vill frekar horfa á myndir með illa tölvuteiknuðum hundum eða Adam Sandler að fíflast heldur en að horfa á hægláta tveggja tíma mynd sem þarfnast hugsunar. En það er alltaf hægt að taka myndina á spólu eða DVD disk, hún er til á flestum videoleigum og ég skora á sem flesta að nýta sér það og eyða 100 krónum í hana. Þið munuð ekki sjá eftir því.
- www.sbs.is
Goldfinger
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
James Bond: Do you expect me to talk?; Auric Goldfinger: No Mr. Bond, I expect you to die!
Ætli það sé ekki hægt að segja að þetta sé mest notaða tilvitnunin úr James Bond myndunum, fyrir utan hið margnotaða ‘Bond, James Bond’ og 'Martini, shaken not stirred'? Ég mundi veðja á það. Þetta er línan sem gerði Auric Goldfinger að minnisstæðasta ‘aðal’illmenninu, mörg hafa fylgt eftir en enginn hefur náð eins miklum ‘költ’ standard og hann. Ekki einu sinni Blofeld sem lék hlutverk vondakarlsins í fjórum Bond myndum, fleirum ef þú tekur með þeim sem hann sást ekki í. En vandræðin með Blofeld var það að í þessum fjórum myndum sem andlit hans sást í var hann leikinn af fjórum ólíkum leikurum (Donald Pleasence, Charles Gray, Telly Savalas, Max von Sydow). Pleasence útlitið er þó kannski þekktast hjá nútíma bíó gestum útaf Austin Powers myndunum en ég held samt að Auric Goldfinger verði alltaf í fyrsta sæti yfir illmennin þó hann sé ekki verstur að þeim, eina sem hann vildi var að verða óhemjuríkur á kostnað nokkra þúsund mannslífa! Margir þeirra höfðu mun alvarlegri málefni á heilanum.
Í Goldfinger þarf James Bond að fylgjast með Auric Goldfinger, hann er talinn vera lögmætur gullstanga dreifiaðili en Breska leyniþjónustan telur hann hafa eitthvað að fela. Eftir að Bond skemmir Póker leik hjá Goldfinger með hjálp frá einni aðstoðarkonu hans, finnur Bond hana dauða upp í rúmi hjá honum, nakta og þakta gull málningu. Eftir það verður málið mun mikilvægara og Bond þarf að finna út hvað það er. Hann kemst að því að Goldfinger er að plana það sem hann kallar ‘Operation Grand Slam’ en í því ætlar hann að brjótast inn í Fort Knox og gera gullið eilítið geislavirkt.
Goldfinger er þriðja, og besta, James Bond kvikmyndin. Hún á þann heiður að hafa nær allt það besta, eða næst besta úr kvikmyndunum. Hún hefur besta Bondin; Sean Connery, einn af þeim fáum Bond leikurum(ef við tökum ekki nýju leikarana með) sem hefur getað haft góðan frama fyrir utan Bond. Hún hefur besta titilagið, Goldfinger eftir John Barry sungið af Shirley Bassey, besta bílinn, Aston Martin fullur af ýmsum tækjum, bestu Bond-stelpuna, Pussy Galore (Honor Blackman), sem er án efa harðasta og sjálfbærust af öllum þeim sem komu á eftir. Goldfinger hefur næstbesta vonda aðstoðarmanninn, hinum þögla kóreska Oddjob sem kastar hattinum sínum beitta. Jaws úr The Spy Who Loved Me er bestur enn er samt mjög líkur Oddjob á marga vegu. Báðir eru mun sterkari en Bond og gætu hann aldrei unnið þá í heiðarlegum bardaga, en Bond þarf ekki að fylgja neinum reglum nema auðvitað þeim sem söguþráðurinn fer eftir.
Þær reglur komu fyrst fram í Goldfinger og eru þær oft kallaðar “Broccoli-Saltzman formúlan”. Opnunaratriðið, eitthvað stórt og mikið áhættu atriði sem leiðir Bond næstum til dauða. Svo kemur nafnaskráin með viðeigandi lagi og hálfberum konum í bakgrunninum. Eftir það er Bond sendur til M sem segir honum frá illmenninu, oft er einhver annar þarna líka. Bond fer út úr skrifstofunni, daðrar við Moneypenny, fær ný flott tæki hjá Q sem kvartar yfir því hvað Bond fer illa með uppfinningarnar hans. Næst hittir Bond illmennið, morðóða aðstoðarmann hans og kvenmans aðstoðarmann/viðorðsmann/hjákonu hans. Bond kynnist ráðabruggi vondakarlsins og er tekinn fastur af honum. Í staðinn fyrir að drepa Bond strax segir hann Bond alla sólarsöguna um hvað hann ætlar sér. Bond dregur svo konuna á tálar og fær hjálp frá henni til að sleppa. Þetta endar svo allt með loka uppgjöri Bonds og vondakarlsins sem er oftast í mjög dýrri sviðsmynd. Eftir það endar Bond með konunni eitthver staðar útí sveit/sjó/eyðieyju.
Spider-Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég hef alltaf haft mjög gaman af Spider-Man eða Köngulóarmanninum, eins og hann heitir á íslenskri tungu. Fyrstu kynni mín af honum voru í gegnum Stöð 2 en á laugardagsmorgnum voru gömlu teiknuðu þættirnir sýndir þar, þessir með ‘Spider-man, Spider-man, does what ever a spider can..’ laginu. Eftir það voru það allar myndasögurnar og svo aftur á Stöð 2, nýrri þættir sem sýndir voru á föstudögum. Ég held að ég eigi næstum alla þættina, bæði gömlu og nýrri seríurnar, á spólu og ég hef enn gaman að þeim. Ég man samt alltaf eftir því þegar ég tók Spider-Man kvikmynd á spólu, hún hét Spider-Man Strikes Back (1978), hún var byggð á sjónvarpsþáttunum og var vægast sagt léleg. Það sást í böndin sem héldu Spider-Man uppi og sagan sem var strekkt yfir 90 mínútna kvikmynd var minni en í venjulegum 25 mínútna þætti. En ég var samt mjög spenntur fyrir því að kannski mundi koma ný og betri Spider-Man mynd út!
Árið 1998 var ég að skoða síðuna IMDb.com, þar var listi yfir myndir sem ættu að koma út árið 1999, þar voru myndir einsog “Freddy vs Jason”, “Leisure Suit Larry”, “Planet of the Apes” og Spider-Man! Ég varð spenntur að sjá nafnið en mun meira spenntur þegar ég sá hver átti að gera hana, James Cameron! Ekki grunaði mig að ég mundi þurfa að bíða í 4 ár eftir myndinni og að James Cameron mundi hætta við og að Sam Raimi kæmi í staðinn. En biðin var þess virði.
Spider-Man serían(númer 2 kemur eftir tvö ár) mun fylgja hefðinni sem Superman (1978) og Batman (1989) sköpuðu. Fyrsta myndin eyðir miklum tíma í að kynna ofurhetjuna og hefur bara eitt illmenni sem tekur ekki of mikinn tíma. Mynd númer tvö kemur svo með meiri hasar og tvö illmenni.
Peter Parker (Tobey Maguire) er nördalegur gagnfræðiskólanemi sem lendir í því að verða bitinn af erfðabreyttri könguló, hún hefur allt það besta úr þremur öðrum köngulóm og er kölluð ‘super spider’. Eftir það fær hann allt það sem köngulóin hafði, hann getur gengið á veggjum, hann hefur skyggnigáfu, hann er ofursterkur, getur hoppað margfalda hæð sína og getur spunnið vef. Hann er, ‘The Human Spider’! Eða þangað til að Bruce Campbell skýrir hann ‘the Amazing Spider-Man’.
Vondi karlinn sem fær þann heiður að berjast við Spider-Man fyrst er The Green Goblin sem að er vísindamaðurinn Norman Osborn (Willem Dafoe) og faðir besta vinars Parkers, Harry Osborn (James Franco). Norman og fyrirtækið hans Oscorp, hefur verið að vinna að því að gera vopn fyrir herinn en þegar að hann virðist vera að missa samninginn ákveður hann að prófa varninginn á sjálfum sér. Hann endar sem ofursterkur og með tvíklofinn persónuleika.
Ég held að það sé alger óþarfi að fara meira útí söguþráðinn, flestir hafa þegar heyrt allt um Mary Jane Watson (Kirsten Dunst), Ben og May (Cliff Robertson og Rosemary Harris)
Ég er mjög ánægður með myndina, svo ánægður að ég hef séð hana tvisvar í bíó og mun án efa kaupa hana strax á DVD. Aðalleikararnir eru mjög góðir. Tobey Maguire (The Cider House Rules) er frábær sem Peter Parker. Hann er mjög góður leikari og sýnir hlutverkinu mikla virðingu, sem það á skilið. Willem Dafoe (Shadow of the Vampire) er líka mjög góður leikari, hann ofleikur auðvitað pínu en ekki eins mikið og Jack Nicholson í Batman, þó að Green Goblin er augljóslega svolítið stæling á Jókernum. Kirsten Dunst hefur ekki mikið að gera í myndinni, hlutverk hennar mun verða stærra í næstu mynd skillst mér samt, aðalhlutverk hennar er að verða bjargað af Spider-Man. En hún skilar samt sínu vel. Aukaleikararnir eru flestir fínir, þá sérstaklega J.K. Simmons sem J. Jonah Jameson og auðvitað er Bruce Campbell alltaf góður.
Sam Raimi, sem er þekktastur fyrir Evil Dead trílógíuna, leikstýrir vel, hann notar samt venjulega stílinn sinn eins mikið og hann gerði í t.d. Darkman. En mörg af ‘brögðunum’ hans eru þarna samt. Þemað eftir Danny Elfman er ekki eins minnisstætt og hann gerði fyrir Batman, eða eins og John Williams gerði fyrir Superman og Indiana Jones, en það er samt mjög gott. Tæknibrellurnar hafa verið gagnrýndar fyrir að vera óraunverulegar en mér finnst þær samt mjög flottar og skyggja ekki yfir persónurnar.
Með myndir einsog X-Men 2, The Hulk, Ghost Rider, The Fantastic Four, Daredevil og Spider-Man 2 í framleiðslu er augljóst að Marvel hefur tekið yfir kvikmyndaheim ofurhetjanna, DC comics hafði yfirhöndina fyrst um sinn með Batman og Superman en Stan Lee og félagar hafa hana núna. Spurning er hvort að þær myndir sem eru að koma verði jafn góðar og þessi, hver veit? Ég get allaveganna ekki beðið eftir Spider-Man 2 (2002) með Dr. Octopus og Lizard!
- www.sbs.is
Scooby-Doo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fyrir aftan mig, í sal í kvikmyndahúsi sem ég ætla ekki að nefna, sat hópur fólks, fimm eða sex manns, og þau virtust geta hlegið endalaust af kvikmyndinni Scooby-Doo. Hvað sem gerðist á skjánum, í hvert skipti sem Scooby sagði eitthvað með R í byrjun (Ramburgers!), þau hlógu, í hvert skipti sem Daphne talaði um hve sjálfstæð hún var orðinn, þau hlógu, í hvert skipti sem Vilma setti upp fýlusvip, þau hlógu, í hvert skipti sem Fred leit í spegill, þau hlógu, í hvert einasta skipti sem Shaggy geiflaði sig í framan eða ropaði, já þið megið sko trúa því að þau hlógu. Ég fór aðeins að spá og spökulera í þessu og fékk út tveir niðurstöður. Þau hljóta annaðhvort að hafa þann hæfileika að geta slökkt á allri skynsemi og tekið myndinni einsog sex ára barn mundi eða, sem ég tel vera líklegra, þau hafa verið blindfull eða á einhverjum mjög sterkum lyfjum.
En ég gat bara ekki hlegið af kvikmyndinni Scooby-Doo. Það er ekki það að ég er á móti kvikmyndum sem gerðar eru eftir teiknimyndum, ég er einn af þeim fáu sem fannst The Flintstones skemmtileg! En það er eitthvað við þennan hundspotta sem ég skil ekki. Ég hef lítið gaman af teiknimyndaþáttunum, fjórir uppdópaðir hippar og hundur að eltast við drauga er ekki alveg það sem ég hef gaman af. En ég get ekki sagt að ég hafi aldrei séð heilan þátt, Cartoon Network hefur séð til þess að ég hafi séð nokkra en þeir virðast hver öðrum líkari, formúlan fyrir þá er strangari en formúlan fyrir James Bond(sjá Goldfinger). Mystery Inc. hópurinn fer til að rannsaka dularfulla yfirnátturulega hluti sem leiðir til mikla hlaupa og skella en í endanum finna þau aðaldrauginn, taka af honum grímuna og undir er oftast gamall maður sem kallar “and I would have gotten a way with it if it hadn’t been for you pesky kids” og loks útskýrir Velma fyrir öllum hvernig þetta var allt gert á vísindalegan hátt. Kvikmyndin fer næstum því eftir þessu nema að þeir urðu að sýna hver þessar 52 milljónir dala fóru svo þeir gera skrímsli í tölvu og hafa þau eru ekta!
En söguþráðurinn er annars eftir reglum. Fyrrum meðlimir í Mystery Inc.; Fred (Freddie Prinze Jr.), Shaggy (Matthew Lillard), Daphne (Sarah Michelle Gellar), Velma (Linda Cardellini), og Scooby (CGI vera með rödd eftir Scott Innes), eru fenginn til að fara í draugalegan skemmtigarð sem er í eigu herra Mondavarious (Rowan Atkinson) og er á miðri eyju. Þar er allt að á haus, skrímsli koma á kvöldin og stela líkömum fólks, sálirnar(eða eitthvað svoleiðis) fara í stóra skál. Það er svolítið skrítið með þessar sálir, andlitin(þó hryllilega illa gerð) fylgja með þeim og líka röddin!
Kvikmyndin Scooby-Doo á við mörg vandamál að stríða. Aðallega tölvugerðu verurnar og hundarnir tveir, í Jurassic Park virtust risaeðlurnar vera raunverulegar, tíu árum síðar virðast tölvusérfræðingarnir eiga erfitt með að gera hund sem virðist raunverulegur. Kannski var það ætlun leikstjórans Raja Gosnell að hafa þetta allt voða óraunverulegt, svona til að hræða ekki litlu börnin. Hver veit. Flestir leikararnir eru ekkert alltof góðir heldur, Sarah Michelle Gellar og Rowan Atkinson eru bara einsog þau eru alltaf. Eitthver gagnrýnandinn nefndi það að þetta færi fullkomið hlutverk fyrir Freddie Prinze Jr., hann leikur alltaf mjög flata persónu, núna leikur hann flata teiknimyndapersónu. Matthew Lillard, sem ég mundi segja að væri hæfileikar ríkastur af ‘Mystery Inc.’ genginu er fínn, hann er alveg einsog Shaggy var í teiknimyndunum, röddin og allt. Scooby fær þann heiður að vera lélegasta tölvugerða persónan í kvikmynd með 50+ milljón dollara fjármagn.
Scooby-Doo er kannski ekki hræðilega léleg kvikmynd en hún er það næstum. Hún bíður uppá brandara sem eru ekki fyndnir, söguþráð sem ‘meikar ekki sense’ og persónur sem ekki er hægt að hafa áhuga á. En það stoppar hana ekki, hún kostaði 52 milljónir en hefur þegar grætt um 120, framhald er á leiðinni!
- www.sbs.is
Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sagt er að það á fyrsta degi sem forseti Bandaríkjanna hafi Ronald Reagan spurt hvar stríðs herbergið (war room) væri. Þegar honum var sagt að það væri ekkert svoleiðis herbergi sagði hann strax, jú, ég sá það í “Dr. Strangelove”! Sjúkdómurinn sem veldur því að fólk geti ekki stjórnað höndunum á sér(oftast eftir heilablóðfall eða annarskonar heilaskaða) er kallaður “Dr. Strangelove Syndrome” (Dr. Strangelove heilkenni). Atriðið þegar hinn hressi kúreki T.J. King Kong hoppar út úr flugvél með kjarnorkusprengju milli fótanna öskrandi “hee hoo” er einsog sturtu atriðið í Psycho, það hafa flestir séð það eða einhverskonar útgáfu af því, þó að þau hafi aldrei heyrt um kvikmyndina “Dr. Strangelove”. En hún er eitt meistaraverk kvikmyndasögunnar og að mínu mati besta myndin sem Stanley Kubrick gerði!
“Dr. Strangelove”, sem heitir reyndar fullu nafni “Dr. Strangelove: or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb” segir frá hershöfðingjanum Jack D. Ripper (Sterling Hayden) sem ákvað einn daginn að kommarnir í Sovétríkjunum hafi lifað nógu lengi. Án samþykkis frá yfirvöldum skipar hann öllum sínum herflaugum að sprengja upp Sovétríkin með kjarnorkusprengjum. Hann einn veit lykilinn sem getur látið flaugarnar snúa við og það er í höndum Lionel Mandrake (Peter Sellers) að fá kóðann en það eina sem hann fær er langar ræður um að kommarnir séu að menga hina dýrmætu líkamlegu vökva og óbeinan reyk frá stóra vindlinum hans.
Á meðan er forsetinn Muffley (Peter Sellers) og aðstoðarmenn hans, þar á meðal General 'Buck' Turgidson (George C. Scott), Dr. Strangelove (Peter Sellers) og svo sendiherra Sovétríkjanna Sadesky (Peter Bull), á fullu í stríðs herberginu. Muffley reynir að útskýra fyrir forseta Sovétríkjanna, Dimitri, að tugir kjarnorkusprengja séu á leiðinni til hans. Þeir taka þessu reyndar nokkuð vel en viðurkenna það að þeir hafi smíðað dómsdags vopn sem fer á stað sjálfkrafa og er ekki hægt að slökkva á.
Kubrick hafði gert nokkur drög að handritinu fyrir “Dr. Strangelove”. Hann hafði byggt þau á bókinni “Red Alert” eftir Peter George, sem var spennu tryllir. Kubrick hafði ætlað sér að gera svipaða kvikmynd en þegar hann fór að hugsa málið þá voru nokkuð mörg atriði fyndin og að myndin yrði kannski sterkari ef hún væri satíra en ekki bara venjuleg spennumynd. Hann fékk Terry Southern til að vinna handritið með og saman gerðu þeir handritið fyndnara, til dæmis með að bæta við einni persónu og breyta nokkrum nöfnum; Turgidson, Kissoff, Guano, DeSadesky, and Merkin Muffley.
Peter Sellers fer með leiksigur í myndinni, hann var tilnefndur til óskars en tapaði fyrir Rex Harrison (My Fair Lady). Sellers leikur þrjú stór hlutverk, stöðvarstjórann Lionel Mandrake, forsetann Merkin Muffley og titilhlutverkið Dr. Strangelove. Strangelove(hét áður Merkwurdigliebe en breytti því) er fyrrum nasista vísindamaður, vopnaður hjólastól, þýskum hreim, einum svörtum hanska og vinstri hendi sem hefur sinn eigin vilja, hún reynir að hylla Hitler við hvert tækifæri og taka Strangelove í kverktaki. Sellers hafði reyndar átt að leika fjögur hlutverk, Mandrake, Muffley, Strangelove og T.J., flugmanninn hressa sem skellti sér með kjarnorkusprengjunni. En Sellers náði aldrei að fullkomna Texas hreiminn sem persónan hafði svo hann var ekki nógu ánægður, þannig að þegar hann fótbraut sig var strax annar leikari fundinn, kúrekinn Slim Pickens varð fyrir valinu. Kubrick sagði honum ekki hverskyns myndin var heldur lét hann Pickens leika hlutverkið alvarlega einsog hann væri að leika í drama mynd, útkoman varð mjög skemmtileg.
Það eru margir aðrir góðir leikarar; George C. Scott er frábær sem Turgidson, hálf barnalegi hershöfðinginn sem sér allstaðar komma samsæri allstaðar, fer í fýlu þegar hann er skammaður, finnst að tíu til tuttugu milljónir bandarískra fórnarlamba (í mesta lagi!) sé viðunandi og óskar þess heitast að bandaríkin ættu líka dómsdags vopn einsog rússarnir! James Earl Jones, í sínu fyrsta hlutverki, Sterling Hayden, Keenan Wynn, Peter Bull og fleiri.
From Russia with Love
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
GoldenEye er ólík fyrri Bond myndum á margan hátt. James Bond hefur verið fluttur frá kaldastríðsárunum yfir í hinn nýja heim. Það er komin ný manneskja sem M, kona (Judi Dench) og Moneypenny (Samantha Bond) talar um hvort hegðun Bonds sé kynferðisáreitni, þó að hún segi það í hálf gerðu gríni liggur mikið undir því. Internetið, rafpóstur og GSM símar er eitthvað sem hefur aldrei áður komið til tals í Bond myndum, nema þá í sambandi við eitthvað ótrúlegt tæki sem Q hefur fundið upp.
James Bond er í þetta skiptið leikin af Pierce Brosnan. Brosnan er frábær sem Bond, hann sameinar næstum allt það besta úr Sean Connery(sjarmann), Roger Moore(grínið) og Timothy Dalton(hörkuna), þó að hann verði aldrei eins góður og Conner þá veit hann það alla veganna og skapar sinn eigin Bond í staðinn fyrir að herma bara eftir. Í flestum hlutverkum eru komnir nýir leikarar, Samantha Bond leikur Moneypenny. Samantha er nokkuð góð sem Moneypenny, mikið betri en Caroline Bliss var í Living Daylights og Licence to Kill. Judi Dench er hin nýa M, hún er mjög góð sem M. Í staðinn fyrir Felix(sem missti fæturna í Licence to Kill) er komin annar CIA fulltrúi, Jack Wade leikin af Joe Don Baker, hann er skemmtilegur en ég skil ekki alveg af hverju Joe Don Baker var valinn til að leika hann þars em hann lék vondakarlinn í Living Daylights! Það eru fáir sem að fá að leika bæði illmennið og góða karlinn í James Bond heiminum.
GoldenEye segir frá því þegar nokkrir rússar, meðal annars fyrrverandi breskur njósnari Alec Trevelyan eða 006 (Sean Bean), ná höndum yfir leynivopni kommúnistanna, Gullaugað. Það virkar þannig að gervihnattatungl sem er tengt risastórum gerfihnattadisk sendir geisla hvar sem er á jörðina og skemmir öll raftæki í 100 m radíús. James Bond fær meðal annara hjálp frá tölvuforritaranum Natalya Simonova (Izabella Scorupco) og fyrrum njósnara KGB Valentin Dmitrovich Zukovsky (Robbie Coltrane) sem ég verð að viðurkenna að er ein af uppáhalds persónunum mínum úr James Bond myndunum. Bond keyrir líka á flottasta bílnum síðan hann keyrði á í Goldfinger, reyndar sami bílinn Aston Martin DB5. Bond fær reyndar líka glænýjan BMW Z3 Roadster frá Q en hann fær ekkert tækifræi til að nota hann. Myndin er eins og Bond myndir gerast bestar, hún er full af hasar atriðum, tækni- og sjónbrellum, flottustu bílum sem hafa verið í Bond mynd og fleira.
sbs : 01/03/2002
Dr. No
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ef ekki er tekið með sjónvarpsþættinum Casino Royale (1950), þá er Dr. No fyrsta skiptið sem James Bond kom á filmu. Ian Fleming vildi fá David Niven en framleiðendurnir, Harry Saltzman og Albert Broccoli vildu hafa Bond fyrir alla, ekki bara aðdáendur bókarinnar. Hann átti að vera fyndnari og smeðjulegri og ekki eins kaldrifjaður, þó að hann er miklu kaldrifjaðri hér heldur en hann varð í næstu myndum og er ekkert líkur Bondinum sem Roger Moore lék 11 árum seinna. Þeir vildu helst fá Cary Grant til að leika hann en hann vildi bara skrifa undir samning fyrir eina mynd, þeir vildu þá fá Roger Moore en hann var undir samningi fyrir The Saint, loks varð fyrirsætan skoska Sean Connery fyrir valinu og þrátt fyrir að George Lazenby, David Niven, Roger Moore, Timothy Dalton og Pierce Brosnan hafa leikið hlutverkið þá stendur hann oftast upp úr sem hinn eini sanni Bond.
Bond fer til Jamaiku eftir að annar njósnari hvarf þar. Hann hittir þar CIA fulltrúan Felix Leiter(sem kemur fram í nokkrum fleiri Bond myndum) og Quarrel (John Kitzmiller) bátseiganda sem hjálpaði njósnaranum sem hvarf að komast á litla eyju sem er í eigu dularfulls vísindamanns, Dr. No. Bond fer á eyjuna og hittir þar Honey Rider og þau lenda svo í klóm Dr. No, sem vinnur hjá SPECTRE(Special Executive for Counterintelligence Revenge and Extortion) og stefnir á heimsyfiráð.
Í myndinni eru flestar persónurnar kynntar, M (Bernard Lee), fröken Moneypenny (Lois Maxwell), Felix Leiter (Jack Lord) en maður saknar reyndar Desmond Llewelyn sem Q en í Dr. No er er hann bara kallaður eftir nafninu sínu, Major Boothroyd og er leikin af Peter Burton. Hann kemur bara fram í einu atriði til þess að láta Bond fá nýa byssu, Walther PPK sem að Bond gengur ennþá með. Myndin er raunverulegri en flestar Bond myndirnar, Bond hefur engin tæki frá Q til að hjálpa sér, hann verður að sýna eigin gáfur(í einu atriðinu þarf hann að vera í kafi og hann notar hola grein til að anda). Bond er líka barinn í einu atriðinu og það sjást skrámurnar á honum. Fyrsta Bond stelpan og án efa frægasta, Honey Rider (Ursula Andress) setur standardinn sem hefur verið seinustu 40 ár hjá Bond stelpunum. Dr. No er löngu orðin klassísk mynd í kvikmyndasögunni, fyrsta myndin af vinsælustu kvikmyndaseríu sem gerð hefur verið. Það eru 40 ár síðan hún kom út og hún er enn frábær.
Bandits
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Barry Levinson hefur gert margar kvikmyndir. Margar þeirra hafa verið frábærar, Good Morning, Vietnam (1987), Rain Man (1988), Wag the Dog (1997) og margar hafa verið mjög lélegar, Toys (1992), Jimmy Hollywood (1994). Það er aldrei hægt að vita hvað maður á von á. Nýjasta myndin hans, Bandits, fellur í hvorugan flokkinn sem ég nefndi hér fyrir ofan, hún er hvorki alslæm né mjög góð. Levinson er hér vopnaður þekktum nöfnum í aðalhlutverkunum, Bruce Willis, Billy Bob Thornton og Cate Blanchett, það er í raun þau sem halda myndinni hans uppi. Söguþráðurinn er frekar þunnur og reynir oft á greind áhorfandans.
Bandits segir sögu tveggja bófa sem hafa báðir lélegar hárkollur, Joe (Bruce Willis) og Terry (Billy Bob Thornton), þeir eru víst farsælustu bankaræningjar í sögu Bandaríkjanna! Joe og Terry kynntust í fangelsi þegar Terry hélt sig vera að fá botnlangakast, eða svo segir Joe. Einn daginn er verið að vinna eitthvað í fangelsinu og stór sement bíll er fyrir utan. Joe notar auðvitað tækifærið og sest undir stýrið á meðan að Terry heldur athygli allra með að tala um hljóðin í hausnum á sér. Þeir ná svo að keyra burt í rólegheitunum. En þeim vantar peninga og það er bara ein leið til þess, ræna banka. Joe á þann draum að opna skemmtistað í Mexíkó og til þess þarf mikinn pening svo þeir fara að skipuleggja banka rán. Terry fær þá hugmynd að fara til bankastjóranna á kvöldin, gista hjá þeim og fara svo með þá(og fjölskyldu þeirra) snemma næsta morgun til að tæma alla peninga úr bankanum. Allt gengur vel þar til að Kate (Cate Blanchett) keyrir óvart á Terry. Kate er leið húsmóðir og finnst það hin fínasta hugmynd að vera gísl hjá “the sleepover banditst” einsog Joe og Terry hafa verið kallaðir í fréttunum. Hún fer að hjálpa þeim í ránunum og endar svo í að eiga í sambandi við fyrst Joe og svo Terry.
Einsog ég sagði áðan halda leikararnir myndinni uppi. Bruce Willis er pottþéttur einsog alltaf. Cate Blachett er mjög góð en Billy Bob er aðalparturinn. Persónan hans er alveg mögnuð. Terry er taugasjúklingur með mjólkurónæmi, suð í eyranu og hefur óstjórnalega fælni við fornhúsgögn(þetta seinasta á reyndar við Billy Bob líka, hann fær taugaáfall þegar hann fer inní hús sem inniheldur fornhúsgögn). Hann á líka heiðurinn af þeim fáu atriðum sem virka vel í myndinni. Ég hló mjög í einu atriðinu, þá var hann og Joe heima hjá fyrsta bankastjóranum. Þeir, bankastjórinn og fjölskylda hans sitja saman yfir kvöldverð, allir að bíða með spennu eftir að kvöldið líði og morguninn kemur. Kona bankastjórans getur ekki haldið tilfinningunum aftur og grætur og grætur á meðan er Terry að reyna að finna út hvað hún setti eiginlega í sósuna, sem er mjög góð(tómatur, börkur af sítrónu og fleira). Þegar hann fattar það loksins gefur hann henni það ráð að setja pínu sykur útí, svona til að taka aðeins súra bragðið.
Þetta er svo sem fín hugmynd að sögu en Levinson getur ekki alveg ákveðið hvernig kvikmynd sagan á að verða. Hann reynir að koma gríni, dramatík, satíra og svo spennu. Hann reynir líka um og of að gera myndina ‘öðruvísi’. Það eru ótal endurhvörf fram og aftur í tímann. Við eigum að hafa vitað endirinn í byrjuninni en svo er reynt að flippa aðeins til og breyta öllu sem við höfum heyrt og séð. Endirinn reynist vera mjög útreiknanlegur þó að Barry hafi hent öllu á skjáinn sem hefði getað sagt okkur annað. Áhorfandinn er kannski aðeins skemmt en gleymir því fljótt því Bandits skilur lítið sem ekkert eftir sér.
sbs : 20/06/2002
Star Wars: Return of the Jedi
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Return of the Jedi, lokakaflinn í epísku trílógíunni um fall keisaraveldisins og endurkomu lýðveldis í geimnum. George Lucas heldur því einnig fram að kvikmyndirnar verða einungis 6 svo að þetta er líka seinasti hlutinn af Star Wars kvikmyndinda safninu.
Fyrri hluti myndarinnar gerist aðallega hjá Jabba the Hutt. Jabba hafði verið skotið inn í “Special Edition” útgáfunni af A New Hope en fyrir utan það stutta atriði er þetta í fyrsta skipti sem hann er sýndur í eigin persónu. Jabba er án ef ein minnistæðasta persónan í Star Wars kvikmyndunum, með hjalandi rödd, útlit einsog risastór snigill og risastór gul-brún augu.
Hún byrjar einhverjum mánuðum eftir The Empire Strikes Back. Luke (Mark Hamill), Leia (Carrie Fisher), Lando (Billy Dee Williams), Chewbacca (Peter Mayhew), og vélmennin tvö C-3PO (Anthony Daniels) og R2-D2 (Kenny Baker) eru í björgunarleiðangri á heimaplánetu Lukes, Tatooine. Markmiðið er að bjarga Han Solo frá hrömmum Jabba the Hutt.
Mörg bestu atriðin í myndinni gerast líka í hellinum hans Jabba. Hið stórkostlega dans og söng atriði með hljómsveitinni ‘Max Rebo’. Þá sérstaklega í SE útgáfunni, þegar atriðið hefur verið lengt og söngkonan Sy Snootles fær hjálp frá söngvaranum Joh Yowza. En það er annað atriði sem gerist í hellinum sem er reyndar mjög skemtilegt atriði en það er líka eina atriðið sem ég þarf að kvarta yfir. Jabba hefur sent Luke Skywalker niður í dýflissuna sína, þar bíður eftir honum risastórt rancor skrímsli. Þeir berjast en Luke fellur veruna. Þá kemur Malakili, maðurinn sem sá um rancor skrímslið, grátandi. Atriðið gæti ekki verið minnistæðara en það sem ég hef að kvarta yfir, og margir hafa án efa tekið eftir því að meira segja í SE útgáfunni er atriðið frekar illa gert. Þykkar svartar línur eru í kringum skrímslið og það er augljós litamunur þegar Luke og það sjást í sama ramma.
Meirihlutinn af seinni helming myndarinnar gerist á skógarvöxnu tunglinu, Endor, þar er rafallinn sem hlífir hinni nýju ófullgerðu dauðastjörnu(Death Star). Á Endor búa Ewokarnir, þeir eru litlir bangsar sem hjálpa uppreisnarseggjunum að eyða rafallnum. Han Solo, Leia, C-RPO og R2-D2 fóru þangað en Luke ákvað að gefa sig á hendur keisarans því hann taldi veru sína stofna sendiförinni í hættu.
Myndin hefur verið gagnrýnd af mörgum fyrir að vera of björt og ‘krúttleg’, þá sérstaklega miðað við Empire Strikes Back sem var mjög dökk. Return of the Jedi er líka mjög björt og ewok bangsarnir eru akurat sniðnir sem vel heppnuð söluvara fyrir börn en á móti allri birtunni er mikið myrkur sem er í atriðunum með keisaranum Palpatine og Darth Vader. Luke fór til þeirra því að Yoda hafði sagt honum að hann yrði að mæta þeim. Þeir reyna að fá Luke til að ganga í lið með sér en það endar einsog flestir vita með afhjúpun hins sanna andlits Darth Vaders, með því varð Vader fyrsta persónan í kvikmyndasögunni sem er leikinn af þremur leikurum í sömu kvikmynd, líkaminn leikinn af David Prowse, röddin af James Earl Jones og svo andlitið sem er Sebastian Shaw.
Leikurinn er betri hjá mörgum í Return of the Jedi heldur en í A New Hope og Empire Strikes Back. Sérstaklega hjá Mark Hamill, hann hefur þroskast mikið sem leikari og er ekki alveg eins yfirdrifinn einsog hann gat verið í fyrri myndunum. Billy Dee Williams stendur svolítið upp úr, einnig er Ian McDiarmid mjög góður sem keisarinn Palpatine. Harrison Ford og Carrie Fisher standa fyrir sína og auðvitað er James Earl Jones alltaf góður sem röddin á Vader.
Að mínu mati er Return of the Jedi frábær kvikmynd, þó hún sé síst af upprunalega þríleiknum. Hún hefur sína galla en meira af hinu góða, frábærar tækni- og sjónbrellur, flott bardaga atriði og auðvitað magnaða tónlist eftir John Williams.
sbs : 29/05/2002
Star Wars: A New Hope
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
A long time ago in a galaxy far far away....
STAR WARS
Episode IV
A NEW HOPE
Með þessum orðum byrjaði ein vinsælasta, dáðasta og áhrifamesta kvikmyndasería allra tíma. Reyndar kostaði það sitt að hafa byrjunina svona dramatíska, George Lucas borgaði sekt og hann sagði sig úr leikstjóra samtökunum “Directors Guild” frekar en að hlýða skipunum þeirra um að byrja kvikmynda á hefðbundinni og þar af leiðandi ófrumlegri opnunar nafnalista. Þessi ákvörðun hans hefur án efa verið ein besta ákvörðun sem hann hefur tekið. Þessi opnun gefur allri myndinni blæ af fornri sögu sem er ekki endilega búin. Kafli 4 af hvað mörgum? Möguleikarnir virðast endalausir. Það eitt að hafa þetta ekki fyrsta kaflann sýnir í raun hvílíkur snillingur George Lucar er í raun og veru. Með þessari saklausu setningu var hann að tryggja sér borgandi áhorfendur í bæði þeim kvikmyndum sem gerðust á eftir þessari og líka þeim sem gerðust á undan. Fólk vill auðvitað sjá byrjunina, jafnt sem endann.
En Star Wars ruddi ekki bara brautina fyrir frumlegum opnunar titlu, hún markaði byrjun ‘big-budget tæknibrellu blockbustera’. Fólk fór að gera meiri kröfur til tæknibrellna, besta dæmið um það er “King Kong” endurgerðin, hún kom út 1976 og þremur mánuðum áður en Star Wars kom í kvikmyndahús vann stóri apinn heiðursverðlaun fyrir tækni- og sjónbrellur í Óskarnum. Ef að brellurnar í upprunalegu Star Wars(ekki Special Edition) og King Kong frá 1976 er augljós munur. Brellurnar í King Kong eru frekar hallærislegar og eiga enga samleið með nútíma kvikmyndum. Brellurnar í Star Wars komu á byltingu sem er enn á fullu í dag, vegna Star Wars og fyrirtækisins Industrial Lights and Magic sem fylgdi í kjölfar hennar, getum við séð T-1000 vélmennið í öllum formum, risaeðlur í allri sinni dýrð og auðvitað uppáhaldið okkar allra, nýar verur í nýjum Star Wars myndum einsog Jar Jar Binks!
En tæknin sem var sköpuð í gerð Star Wars var samt ekki eins góð og hún varð. Lucas hafði tiltölulega lítið ráðstöfunarfé og hafði því ekki nægan pening til að gera myndina einsog hann hafði ætlað. En 20 árum seinna, 1997, var ákveðið að endurútgefa myndirnar vegna 20 ára afmæli fyrstu myndarinnar. Filman var öll hreinsuð og sum atriði voru lengd, sýnt var meira frá borgunum, tæknibrellur yfirfarnar, skepnum bætt inn og svo einu heilu atriði bætt inn. Það atriði er reyndar það eina sem hægt er að setja útá. Þegar Han hittir Jabba the Hutt. Atriðið sjálft er mjög skemtilegt og góð viðbót en það er eitthvað við Jabba, hann er svo augljóslega tölvugerður og er hálf ótrúlegt að sjá Jabba the Hutt í Special Edition útgáfunni af Star Wars árið 1997 og svo Watto og Jar Jar Binks aðeins tveimur árum seinna í “The Phantom Menace”. En ‘endurgerðin’ á Star Wars hepnnaðist samt ótrúlega vel, nýju atriðin blandast auðveldlega með öllu öðru og útkoman verður því næst að vera fullkomin.
Eitt af því alla besta við Star Wars er tónlistin. John Williams hefur gert mörg frábær score, Superman, Jaws, Raiders of the Lost Ark, Close Encounters of the Third Kind, E.T. en ekkert er jafn vel heppnað og Star Wars. Tónlistin er tilkomumikil og glæsileg og dregur áhorfandann algjörlega inn í kvikmyndina. Hún er líka stór hluti af Star Wars menningunni, það eru fáir sem geta horft á Star Wars mynd án þess að vera raulandi “DÚ, Dúú, Dú dú dú DÚ Dúú etc.”
A New Hope gegnir því aðalhlutverki að kynna persónurnar til sögu. Hetjurnar; Luke Skywalker (Mark Hamill), Han Solo (Harrison Ford), Princess Leia (Carrie Fisher), Obi-Wan Kenobi (Alec Guinness), Chewbacca (Peter Mayhew), C-3P0 (Anthony Daniels), og R2-D2 (Kenny Baker). Hvert fimm ára barn kannast við þessi nöfn, allavegana allir fimm ára gamlir strákar sem búa í vesturlöndunum. En illmenninn eru ekki síður þekkt og þekktari ef eitthvað er. ‘Vampírubaninnn’ Peter Cushing sem Governor Tarkin og auðvitað þekkja allir hinn mikla “Dark Lord of the Sith” Darth Vader, þá sérstaklega röddina sem James Earl Jones gefur honum.
George Lucas fékk lánað frá mörgum kvikmyndum, þáttum og bókum þegar hann gerði söguna. Hann hefur viðurkennt sjálfur að Japanska kvikmyndin ‘The Hidden Fortress’ frá árinu 1958 hafi verið hans aðalinnblástur. En hann fær líka lánað frá gömlu ævintýrunum með Flash Gordon og Buck Rogers, gömlum kúreka myndum og fleiru. En George náði að blanda þessu öllu svo vel saman að Star Wars er ekki að stela og kópera heldur er hún að sýna virðingu fyrir öllu því sem hún varð til úr.
En Star Wars er nákvæmlega það sem Flash Gordon og það allt var, hún er pottþétt ‘comic book’ ævintýra sýning. Almenn rök hafa ekkert að gera við svoleiðis myndir. Við mundum ekki vilja að vondukarlarnir mundu hitta alltaf, nei, við viljum að tugir stormtrooperar geti skotið og skotið en aldrei hitt neinn en einn af þeim góðu getur skotið einu skoti og tekið alla stormtrooperana út.
sbs : 14/05/2002
Star Wars: The Empire Strikes Back
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Star Wars: A New Hope var gerð fyrir tiltölulega lítið fjármagn. Þar af leiðandi gat George Lucas ekki gert allt í henni einsog hann hafði ætlað að gera. Enda sést mesti munurinn á henni í Special Edition safninu. En þegar The Empire Strikes Back var gerð var A New Hope orðin vinsælasta kvikmynd sögunar og Lucas hafði meiri pening til að vinna með og það sést. Tækni- og sjónbrellurnar eru mun betri og reyndar er flest betra í The Empire Strikes Back heldur en í A New Hope.
Í A New Hope voru persónurnar kynntar til sögunar með látum, hún var björt og glaðvær(þó ekki næstum því einsog sjötta myndin, Return of the Jedi). En í þessari eru allar persónurnar vel þekktar og ‘actionið’ byrjar strax. The Empire Strikes Back er líka miklu dekkri og skuggalegri.
Myndin byrjar einhverjum árum eftir A New Hope(fjórum til fimm árum hef ég heyrt). “The Death Star” hefur verið eyðilögð en góðvinur okkar Vader var ekki inní henni þegar hún sprakk svo hann lifði auðvitað af, Grand Moff Tarkin var ekki svo heppinn. Nú stjórnar Vader herafli Veldisins og stefnir á að eyða uppreisnarsinnana.
Rebelarnir hafa leynilegar bækistöðvar á hinni ísilöguð plánetu Hoth en hún varð ekki leynileg lengi því að Veldið hafði sent út þúsundum ‘probe droida’ og bækistöðvarnar fundust. Það leiddi af stað eina flottustu orrustu Star Wars myndanna. Þar sem tugir AT-AT walker tæki skjóta á Rebelana. Ég hef alltaf haft sérstaklega gaman af þessum ‘AT-AT’ tækjum. Þau eru einsog stórir fílar með langa leggi, gæti þessi tæki verið óhagkvæmari?
Allavegana, eftir orrustuna flýja hetjurnar sitt í hvora áttina. Han Solo, Leia, Chewbacca og C-3PO ná að fela sig frá Veldinu með að vera eins nálagt því og þau gátu og stefna svo í hina stórkostlegu skýjaborg, Cloud City. Óafvitandi að þeim var veitt eftirför af ‘bounty hunterinum’, Boba Fett. Borginni er stjórnað Lando Calrissian, gömlum vini Han Solos og fyrrum eiganda Millenium Falconinum. En Luke og R2-D2 stefna á plánetuna Dagobah. Þar vill vill hitta meistarann Yoda til að læra að verða Jedi.
Eitt það besta við The Empire Strikes Back eru persónurnar. Þá sérstaklega allar þessar nýju. Lando Calrissian er vel heppnaður. Hann vill hjálpa til en vill líka bjarga sínum eigin eignum, er það ekki bara einsog flestir eru? Boba Fett er auðvitað mjög flottur. En, það er Yoda sem stendur upp úr. Yoda er ekki bara venjuleg Frank Oz prúðudúkka. Það sést best í atriðinu þegar Yoda hefur sent Luke í myrkvaðan skógar hluta til að mæta örlögum sínum, Luke er fullur af hugrekki og kveður, þó hann taki með sér vopn sem Yoda segir að séu óþörf. En eftir að hann er farinn þá fer myndavélin á Yoda, þar sýnir Yoda sterk tilfinningaleg svipbrigði, umhyggja, dapurleika og líka stolt. Þetta atriði hefur Lucas ekki enn náð að toppa þó að hann hafi undir höndum sér mun fullkomnari tæki heldur en hann var með þarna.
Gömlu persónurnar eru sumar betri en þær voru í A New Hope. Mark Hamill hefur fullorðnast mikið og er orðinn betri leikari, sama má segja um Carrie Fisher. Harrison Ford er auðvitað alltaf góður og þá séstaklega sem hinn karlmannlegi Han Solo. En ég get ekki annað en spáð í því hvernig Christopher Walken hefði fyllt skóna hans, það hefði verið gaman að sjá. Ég hef aldrei alveg botnað Chewbacca. Er þetta virkilega tungumál sem hann er alltaf að öskra og skilur Han Solo það svona vel?
Að mínu mati er The Empire Strikes Back besta Star Wars myndin hingað til. Hún hefur allt það sem góð Star Wars mynd getur haft. Glæsileg sviðsmynd, skemtilegar persónur, frábærar tæknibrellur og auðvitað magnaða tónlist eftir John Williams.
sbs : 19/05/2002
Interview with the Vampire: The Vampire Chronicles
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vampírur hafa alltaf verið vinsælar í kvikmyndum. Fyrr á tímum voru þær oftast um Dracula greifa og ævintýri hans en eftir sem kvikmyndirnar urðu fleiri breittust vampírurnar meira, myndirnar fóru að haga sér einsog þær vildu. Stundum þoldu þær hvítlauk, stundum krossa og svo framvegis. Í bókunum ‘The Vampire Chronicles’ sem Anne Rice byrjaði að skrifa árið 1976 með bókinni “A Interview With A Vampire” er mikið um umbreytingar á vampíru þjóðsögunum. Vampírurnar hafa vígtennurnar ennþá, blóðþorstann og sólarfælni en trúin skiptir ekki eins miklu máli og hún gerði og stika í hjarta virkar ekki.
Vampíru bækurnar hennar Anne urðu óhemjuvinsælar og það var bara tímaspursmál hvenær einhver af þeim(þær eru orðnar 6 núna) yrði kvikmynduð. Loksins árið 1994 var fyrsta sagan kvikmynduð.
A Interview With the Vampire er sögð frá sjónarhorni Louis (Brad Pitt). Hann hefur lifað í 200 ár og er að segja blaðamanni sögu sína. Hann byrjar að segja frá árinu 1791 í Louisiana, þar verður Louis fórnarlamb vampírunnar Lestat (Tom Cruice). Lestat bítur hann en leifir honum að velja, dauðann eða eilíft líf sem vera næturinnar. Louise velur það seinna, sú ákvörðun sá hann alltaf eftir.
Louis hefur ekki samviskuna strax í að drepa fólk til að seðja hungrinu svo hann lifir á smá dýrum á borð við rottur. En það er ekki nóg svo á endanum grefur hann sig í hálsinn á 12 ára gamalli stelpu, Claudiu (Kirsten Dunst). Lestat gefur henni svo bölvunina, eilíft líf til þess að hún geti orðið sem dóttir þeirra og í eitthvern tíma eru þau ein stór hamingjusöm fjölskylda en Claudia gefst upp á Lestat svo að hún og Louise flýja frá honum.
Flestir leikararnir eru mjög góðir. Brad Pitt er mjög góður sem Louis sem er hálfgerður væskill, Antonio Banderas kemur aðeins fyrir sem vampíran Armand, Christian Slater er blaðamaðurinn og Kirsten Dunst (Spider-Man) er frábær. En sá sem á mestan heiður skilið er Tom Cruise. Vampíran Lestat er illmennið í myndinni en hefur samt sínar góðu hliðar og því skilar Tom Cruise vel á skjáinn.
Myndin er mjög góð. Handritið eftir Anne Rice er mjög gott, þó að margir segja að það sé langdregið á köflum, en ég er ekki sammála því. Hún hefur gotneskan stíl yfir sér, með góðri leikstjórn eftir Neil Jordan (The Crying Game) og frábæru tónlistarþemu eftir Elliot Goldenthal. Myndin hefur líka mjög einstakt útlit þökk sé kvikmyndatökumanninum Phillipe Rousselot og framleiðslu hönnuðinum Dante Ferretti.
En það sem mér finnst allra best við kvikmyndina er endirinn, ég get auðvitað ekki sagt neitt um hann en lagið “Sympathy for the Devil” kemur þar við sögu.
sbs : 12/05/2002
Superman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fyrsta og að margra áliti besta ‘big-budget’ ofurhetju kvikmyndin sem kom út er Superman. Með ráðstöfunarfé uppá 55 milljónir dala, reyndar tók Marlon Brando 4 milljónir fyrir hlutverk sitt sem Jor-El, faðir Supermans. Myndin kom út árið 1978 og setti fram þann mælikvarða sem næstum allar ofurhetju kvikmyndir sem fylgdu kjölfarið hafa verið dæmdar eftir.
Myndin byrjar á að kynna fyrir okkur Metropolis, ca 10 ára strákur les upp úr Superman myndasögu blaði, svo kemur nafnalistinn. Marlon Brando kemur á undan öllum enda var það víst stór partur af samningnum hans. Með því að koma fram í Superman ruddi hann braut tugum virtra leikara, það var alltílagi að koma fram í ‘comic book’ myndum, Gene Hackman, Jack Nicholsen, Warren Beatty, Al Pacino, Dustin Hoffman og fleiri léku það eftir. Gene Hackman er næstur enda frægari en titilhlutverkið sjálft, hann ákvað að leika í myndinni eftir að Brando skrifaði undir samninginn, svo loks kemur ‘SUPERMAN’ á eftir því kemur Christopher Reeve sem leikur Superman.
Loks byrjar myndin. Jor-El er að rétta yfir þremur glæpamönnum, þeir eru dæmdir sekir og settir í einhverskonar plötu frá geimnum(sjá nánar í Superman II). Eftir réttarhöldin reynir Jor-El að fá aðra háttsetta einstaklinga á plánetunni Krypton til að trúa því sem hann hefur komist að. Krypton mun eyðileggjast eftir örfáa daga en enginn vill trúa honum, hann segir að það séu mistök en að hvorki hann né kona hans muni yfirgefa plánetuna. En hann ákveður samt að senda son sinn, Kal-El til plánetu í öðru stjörnu kerfi sem er langt-langt í burtu, til Jarðarinnar. Hann er settur í lítið geimskip og strax og það er komið í geiminn springur Krypton.
Ferðin til jarðar tók nokkur ár, allan tímann talar hlustar Kal-El á upptökur af Jor-El þar sem hann kennir honum alla þá visku sem hann hefur á að bjóða. Þegar ferð hans er á enda brotlendir hann á jörðinni, þar er hann tekinn af Kent hjónunum(Glenn Ford og Phyllis Thaxter). Þau ala hann upp einsog hann væri þeirra eigin sonur. Við kynnumst aðeins uppvaxtarárum Jor-El, sem heitir núna Clark Kent. En þegar fósturpabbi hans deyr fer hann til norðurheimskautsins til að finna sjálfan sig. Þar finnur hann virki einsemdarinnar eða ‘fortress of solitude’ sem er gert úr kristulum og ís. Þar er hann 13 ár til að læra um sögu Krypton og Jarðar. Hann kemur svo út úr virkinu 13 árum síðar fljúgandi í Superman gallanum fræga. Hann fer til stór borgarinnar Metropolis og gerist fréttamaður í The Daily Planet. Þar sem hann fellur fyrir Lois Lane, því miður hefur hún lítinn áhuga á Clark en hún verður yfir sig ástfanginn af Supermann.
Vondi karlinn er Lex Luthor, leikinn frábærlega af Gene Hackman, Lex planar að eyða Kaliforníu og gera sig að ríkasta manni í heimi. Lex er ekki beint ógnvekjandi illmenni. Sérstaklega ekki þegar aðstoðarmaður hans Otis (Ned Beatty) er nálægt. Lex er á egótrippi alla myndina og er meira ‘comic relief’ heldur en hinn illi vondi karl.
Christopher Reeve er mjög góður sem Superman/Clark Kent. Það er reyndar lítill munur á þessum tveim persónum, Clark Kent talar í aðeins hærri tónhæð, hann hefur akurat ekkert sjálfstraust og gengur klaufalega um á meðan að Superman talar með sterkri röddu og geislar af sjáfstrausti og stendur beinn í baki, -bæði lóðrétt og lárrétt. Clark gengur líka með ofurstór svört gleraugu sem hylja stóran hluta af andltinu hans en það er samt ótrúlegt að skylja hvernig enginn fattar að þetta sé sama manneskjan.
Það er svolítið erfitt að hugsa út í hina leikarana, ég er mikill aðdáandi sjónvarpsþáttanna Lois & Clark: The New Adventures of Superman og nær allir leikararnir þar eru miklu betri en leikararnir í þessari mynd. Lane Smith og Justin Whalin eru miklu skemtilegri heldur en Jackie Cooper og Marc McClure sem Perry White og Jimmy Olsen en það augljósasta er samt Lois Lane. Eftir að hafa séð Teri Hatcher leika Lois er erfitt að horfa á Margott Kidder leika hana.
Tækni- og sjónbrellurnar sem unnu heiðursverðlaun í Óskarnum, eru flottar miðað við mynd frá 1978 þó að þær séu frekar hallærislegar á köflum. En það er líka eitt það sem gerir myndina svona góða. Tæknibrellurnar eru góðar en samt ekki svo góðar að þær skyggi á allt annað.
Eitt það allra flottasta við myndina er tónlistin, John Williams sem hefur gert mörg bestu kvikmyndaþem í kvikmyndasögunni, Jaws, Star Wars, Raiders of the Lost Ark, Close Encounters of the Third Kind, E.T., og Superman. Superman þemaið er einstaklega vel heppnað og dregur áhorfandann vel inní söguna.
Superman er frábær mynd, hún hefur sína galla en hefur líka pottþétta sögu eftir engan annan en Mario Puzo, betur þekktur fyrir aðra sögu sem hann gerði um mafíu fjölskyldu sem nefnist ‘The Godfather’. Hún er vel leikstýrð af Richard Donner (Lethal Weapon, The Omen). Allt það góða nær að láta mann gleyma göllunum og svo verður maður líka að muna eitt. Þetta er ævintýramynd og hefur ekkert pláss fyrir ‘raunveruleikann’.
sbs : 07/05/2002
Indiana Jones and the Temple of Doom
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Indiana Jones hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér, ég hef séð allar þrjár oft og mörgu sinnum, reyndar svo oft að spólurnar sem þær voru teknar uppá þegar þær voru á Stöð 2 fyrir mörgum árum eru slitnar í gegn, þessvegna fagnaði ég þegar ég frétti að RÚV ætlaði að sýna þessar yndislegu kvikmyndir aftur.
Indiana Jones and the Temple of Doom er önnur Indiana Jones myndin sem gerð var en í tímaröð er hún sú fyrsta. Hún byrjar í Shanghai árið 1935, ári áður en atburðirnir í Raiders of the Lost Ark gerast í skemmtistaðnum “Obi-Wan”(George Lucas alltaf í góðum gír). Þar er Indiana Jones að reyna að skipta við kínverska gangsterinn Leo Che, Indy vill fá ösku af keisaranum Nurhachi í skiptum fyrir stóran demant. Það endar allt í ósköpun en auðvitað nær Indy að flýja með söngkonu skemtistaðarins, Willie með hjálp litla aðstoðarmannsins sín Short Round. Þau ná að fara í flugvél og stefna á Siam en enda í littlu þorpi, Mayapore.
Í þorpinu hitta þau seiðmann þorpsins og segir hann þeim að þau hafi verið valinn til þess að fara í Pankot höllina, því að mikil íllska hefur tekið öll börnin þeirra og stolið helgum steini sem hefur verndað þorpið þeirra og farið með í höllina. Þríeykið er ekki alveg á því að fara en þegar að hálf dauður drengur sem hefur sloppið frá höllinni nær að komast til þorpsins aftur og fellur í fangið á Indy með snifsi af helgu pergamenti ákveður Indy að þau fari.
Í höllinni eru þau boðin velkomin af Chatter Lal. Hann lætur þau hafa herbergi og býður þeim í frekar ógeðfeldan kvöldmat. Þau komast fljótt að því að það er ekki allt með feldu í höllinni og verða vitni að ýmsu, þar á meðal skordýrum í þúsunda tali, mannsfórnum og barnaþrælkun allt fyrir djöfla gyðjuna Kali Ma.
The Temple of Doom er að öllu leiti ólík Raiders of the Lost Ark. Hún er miklu dekkri og “hryllilegri”. Þegar hún kom út í kvikmyndahús í Bandaríkjunum fékk Steven Spielberg miklar skammir frá reiðum mæðrum sem höfðu farið með börnin sín í bíó og héldu að þau væru að fara að sjá Bambi 2 en fengu í staðinn að sjá hjarta rifið úr lifandi manni. Steven svaraði í fullum hálsi þessu “röfli”, hann sagði að myndin héti “Indiana Jones and the Temple of Doom” ekki “Indiana Jones and the Temple of Roses”.
Margir gagnrýnendur rifu myndina niður(reyndar næstum allir fyrir utan Roger Ebert og Pauline Kael), þeir sögðu að hún væri oflangt frá því sem Raiders of the Ark var, en ég er viss að ef Temple of Doom hefði verið líkari Raiders of the Lost Ark hefðu þeir bara kvartað undir því í staðinn.
En myndin er ekki besta Indiana Jones myndin en hún er samt algjört meistaraverk. Hún blandar saman miklum húmor og hasar sem líkja má við rússíbana ferð. Harrison Ford er pottþéttur sem Indiana Jones og flestir aukaleikararnir gera sitt verk vel. Steven Spielberg er frábær leikstjóri að vanda og sagan eftir George Lucas er frábær. Óskarsverðlauna sjónbrellur og stórkostleg sviðsmynd, þá sérstaklega í undirgöngunum þar sem þúsundir bara þræla við að grafa. Svo skemmir nátturlulega ekki þemulagið eftir John Williams sem er eitt flottasta þemulag kvikmyndasögunnar. - www.sbs.is
Rollerball
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Death Race 2000 og The Running Man fjalla báðar um ofbeldisfulla sjónvarpsþætti sem eru vinsælir, í Death Race var kappakstur, þar fengu keppendurnir stig fyrir að ‘eyða’ mótherjum sínum og enn meir stig fyrir að keyra yfir fólk (börn og gamalt fólk gáfu flest stig ef ég man rétt), í The Running Man voru keppendurnir eltir upp af fólki í sérkennilegum búningum sem reyndu að drepa þá sem kepptu. Núna er Rollerball komin, endurgerð af kvikmynd með sama titil sem var eftir Norman Jewison og skartaði James Caan í aðalhlutverki. Í leiknum Rollerball keppa tvö lið, hvert í fáránlegum búningum. Allir virðast vera á hjólaskautum en allavegana 2 í hvoru liði á mótorhjólum, svo fara allir í hringi á braut á meðan þau reyna að koma að koma járnkúlu á stóran gull disk, ef þau henda kúlunni nógu fast þá koma flugeldar og þau fá stig. Allt er þetta gert á mjög ofbeldisfullan hátt, þessi leikur var gerður miklu skemtilegri þegar hann var kallaður Quiddich í Harry Potter bókunum og myndinni.
Rollerball leiknum er stjórnað að Petrovich (Jean Reno). Reno er gerður mjög rússneksu með því að láta hann vera með yfirvaraskegg og sérkennilegan hreim. Rollerball leikurinn er líka bara spilaður í mjög mið Asískum löndum. Þessum löndum sem engin getur talað ensku, þá sérstaklega erfið orð eins og “Jon-a-than”. Petrovich fylgist með leiknum með framtíðar viðskiptavinum, hann horfir líka á skjá sem sýnir vinsældir þáttarins(Instant Global Rating.), í hvert skipti sem eitthvað ofbeldisfullt gerist hækkuðu vinsældir þáttarins, það þýðir að árið 2005 mun fólk geta fundið á sér þegar einhvað ofbeldis fullt hefur komið á skjáinn og kveikir strax á.
Petrovich vill fá þættina á Bandarískt sjónvarp en til þess þarf hann meiri vinsældir og til að fá meiri vinsældir verður hann að fá meira blóð og ofbeldi.
Ójá, það var líka kynnir leikin af Paul Heyman, Paul er alvöru kynnir í WWF eða “wrestling” einsog það er kallað. Það hefur reynst honum vel því hann lætur alveg eins og WWF kynnar, alltaf jafn hissa þegar einhvað gerist.
Það er margt slæmt við þessa mynd, eitt það augljósasta er leikaravalið. Chris Klein leikur ‘hetjuna’. Þetta hlutverk var ætlað Arnold Schwarzenegger týpu, Chris Klein minnir mig meira á Ajax úr teiknimyndunum um Duckman heldur en Arnold Schwarzenegger.
Handritið og söguþráðurinn er eitt það þynnsta sem ég hef séð lengi, það mætti halda að engin hafi í raun lesið það áður en myndin var gerð. Persónurnar, hafa jú allar sitthvor nöfnin en það er það eina sem skilur þær að. Kvikmyndatakan var enn verri, ég hélt á tímabili að það væri eitthvað að sýningartækinu í Smárabíó, þá sérstaklega í löngu atriði sem var tekið upp með “night vision”, allt grænt og óskírt. Svo var nátturulega fyllt upp í myndina með endalausum rokk lögum.
Ég veit ekki hvað skeði við framleiðslu þessara myndar, leikstjórinn John McTiernan hefur áður gert myndir eins og Predator, The Hunt for Red October og Die Hard(1og 3), ekki voru þetta slæmar myndir.
Svo það allra versta við myndina var að hún er næstum 2 klukkutímar! Horfiði frekar á Euro Sport og Mtv til skiptist í staðinn fyrir að eyða peningnum ykkar í þetta, ef ég má kalla það, rusl.
sbs.is
Jay and Silent Bob Strike Back
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég hef aldrei verið sérstaklega hrifinn af 'New Jersey' myndunum hans Kevin Smiths, Clerks og Chasing Amy voru reyndar nokkuð góðar en Mallrats og Dogma ekkert til að hrópa húrra fyrir. En þessar myndir hans eru þekktar fyrir að hafa mikið af sömu leikurunum, þó að þeir séu ekki að leika sömu persónurnar. En einu, að mér skilst, persónurnar sem hafa verið í öllum þessum myndum eru Jay og Silent Bob, ég hef aldrei alveg skilið vinsældir þeirra. Þeir eru tveir eiturlyfjasalar sem hanga fyrir utan búðir, Silent Bob gerir næstum alltaf eins og nafnið segir og heldur kjafti en Jay símalar. Jay og Bob hafa alltaf verið aukapersónur í fyrri myndum Kevins og hafa verið ágætar sem það en núna eru þeir aðalpersónurnar, þeir eru á skjánum 90% af myndinni og ég verð að segja að þeir eru engan veginn nógu áhugaverðir til þess að vera í 90% af 100 mín. langri kvikmynd.
Í “Jay and Silent Bob Strike Back” komist þeir að því að þá er verið að gera kvikmynd, byggða á myndasögu sem fjallar um persónurnar Bluntman og Chronic sem eru byggðar á þeim. Þeir ákveða að fara og fá þá peninga sem þeir eiga skilið að fá, þeir fengu víst eitthverja prósentu af hagnaði teiknimyndasögunnar. En þegar þeir kynnast einhverjum hlut sem kallast “internetið” þá sjá þeir að margir hafa verið að skrifa margt ljótt um þá á kvikmyndavefsíðu, reyndar ekki þá heldur teiknimyndapersónurnar sem heita Jay og Silent Bob en þeir nota samt nöfnin þeirra...
Þeir stefna á Hollywood því að eina leiðin til að fólkið hætti að tala um þá á kvikmyndasíðunni er að láta Miramax(Miramax framleiðir myndina) hætta við kvikmyndina. Á leiðinni þangað lenda þeir í ýmsum ævintýrum, þeir hitta dýraverndarsinna og útaf þeim stela þeir apa(apinn virtist vera gáfaðari en Jay). Eftir að þeir stela apanum fer lögreglan, eða allavegana einhvers konar dýra lögreglufulltrúi að elta þá.
Það eru nokkur fyndin atriði í myndinni. Í tvem minnistæðustu atriðunum eru tveir Hollywood leikstjórar, í einu er Gus Van Sant að leikstýra, Good Will Hunting 2: Hunting Season en hann hafði reyndar ekki tíma til þess að leikstýra því hann var að telja peninga, ég gat ímindað mér að þetta hafi verið svona þegar hann “leikstýrði” Psycho, “I am busy, just copy the Hitchcock’s version”. Í hinu var verið að taka upp Sceam 4. Þar var Shannen Doherty að leika fórnarlambið, hún nær að rota vondakarlinn og þegar hún tekur grímuna af honum sér hún að þetta er api. Hún öskrar “cut” og þá segir enginn annar en Wes Craven, “It is usually my part to say that”, hún nöldrar eitthvað útaf apanum og hann svarar “Our research show that viewers love monkeys”, þá vaða Jay og Silent Bon inn, taka apann og segja “We love this monkey”, þá segir Wes “See”. Þetta var fyndnasta atriðið í allri kvikmyndinni!
Í mörgum atriðinunum varð ég svoldið leiður, ég hugsaði mig lengi um hvort það væri sanngjarnt að tveir af aðalleikurunum í þrem af vinsælustu myndum allra tíma, Star Wars þurfi virkilega að taka svona hlutverk að sér. Carrie Fisher leikur nunnu sem fer ekki eftir sömu reglum og George Carlin hafði verið að segja Jay og Bob frá, það atriði var reyndar bara skemtilegt cameo en hvað er hægt að gera með Mark Hamill, ef hann er ekki að leika vondakarlinn í lélegum hasarmyndum þá er hann í einhverjum lélegum hlutverkum í grín myndum. Í þessari mynd leikur hann vonda karlinn í kvikmyndinni sem að er verið að gera, hann berst meira að segja við Jay og Bob, í atriði sem var of íkt til að vera fyndið.
Reyndar er meiri hlutinn af myndinni svoleiðis, Kevin Smith hefur reynt að gera myndina svo íkta að hún yrði fyndin en náði því bara ekki alveg. Kanski mun næsta Jay og Silent Bob mynd heppnast betur, ég vona það allavegana...
From Russia with Love
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eftir vinsældir Dr. No var strax farið að huga að framhaldi, útkoman varð From Russia with Love, ein besta James Bond myndin. Hún hefur allt sem góð hasar/spennu mynd þarf. Góðan söguþráð, hröð hasar atriði, minnistæða þorpara og Sean Connery í toppformi.
Í þetta sinn eru illmennin ekki að leita eftir heimsyfiráðum eins og í Bond myndunum sem fylgdu eftir henni, allavegana ekki strax. Þau eru að reyna að fá rússneskt aftáknunartæki, ekki alveg jafn metnaðargjarnt og heimsyfirráð. Illmennin eru 3, Rosa Klebb (Lotte Lenya), fyrrum KGB njósnari með skemtilega skó og 5, skákmeistarinn Kronsteen (Vladek Sheybal). Þau vinna hjá SPECTRE fyrir 1, Blofeld, við sjáum ekki í andlitið á Blofeld, ekki fyrren í You Only Live Twice, þó að hann sé yfir illmennið í Dr. No og Thunderball.
Þegar James Bond hefur náð aftáknunartækinu frá dulmáls ritaranum Tatiana Romanova (Daniela Bianchi) láta Klebb og Kronsteen einn af bófum SPECTRE, Red Grant (Robert Shaw) ná því af Bond. Söguþráðurinn gengur svo út á það.
Sean Connery er hér í annað sinn sem Bond og hefur strax náð að fullkomna hlutverkið. Hann leikur hlutverkið fullur af sjálföryggi og sýnir það vel afhverju hann er vinsælasti Bondinn. Myndin er líka full af áhugaverðum aukaleikurum, Miss Universe 1960, Daniela Bianchi, það er reyndar búið að talsetja yfir röddina hennar einsog var gert með röddina í Ursula Andress í Dr. No. Lotte Lenya er frábær sem vonda konan og Pedre Armendariz í sínu seinasta hlutverki sem Kerim Bay tyrkneska bandamaður Bonds.
From Russia With Love er frábær á flestum hliðum, hún er vel leikstýrð og hefur góðan og gildan söguþráð. Hasar atriðin eru mörg mjög minnistæð, þá sérstaklega eitt, þar berst Bond við Red Grant milli tveggja vagna í lest á ferð. Hún skipar sér góðan sess með Goldfinger og On Her Majestys Secret Service sem ein af þeim allra bestu Bond myndunum. - www.sbs.is
Misery
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Stephen King kann að gera góðar sögur og hefur gert það yfir 100 sinnum. En það er ekki nógu gott að hafa góða sögu það þarf að hafa hæfileika ríkan kvikmyndagerðarmann til að taka söguna og breita henni í kvikmynd. Því miður heppnast það að taka frábæra Stephen King sögu og gera að frábærri kvikmynd sjaldan. Útaf þessu er svo ánægjulegt að sjá myndir eins og The Shawshank Redemption, The Green Mile og Misery. Þetta eru myndirnar sem hafa heppnast best.
Misery fjallar um Paul Sheldon, rithöfund sem vill fá meiri viðurkenningu fyrir verk sín. Hann hefur bara skrifað rómantískar sögur um konu sem heitir Misery, hann hefur fengið nóg af henni og í ný útkomnu bókinni hans deyr hún. Hann hefur ekki gert ráð fyrir hvaða afleiðingar það hefði í för með sér. Nýjasta bókin hans, sem hann klárar í byrjun kvikmyndarinnar, heitir 'Untitled' hún er ekki um Misery, það voru líka mistök. Þegar hann hefur klárað bókina fær hann sér eina sígarettu, hann hætti að reyka en fær sér alltaf eina þegar hann hefur klárað bók og glass af kampavíninu Dome Pear-igg-non. Eftir að hann hefur reykt og drukkið fer hann í bílinn sinn og stefnir heim. Hann veit ekki að það er stormum á leiðinni og þegar hann er komin aðeins á leið lendir hann í honum og keyrir bílinn útaf veginum, klessir á tré og missir meðvitund.
Hann vaknar upp hjá Annie Wilkes. Hún heldur mikið uppá hann, hún á allar bækurnar og hefur lesið þær allar oft og mörgu sinnum. Hún hefur sérstakt dálæti á Misery bókunum og býður spennt eftir að lesa nýustu bókina sem hún ætlar að kaupa strax og hún kemur í búðir. Annie heldur líka mikið uppá Liberace og tónlist eftir hann er spiluð út myndina. En Annie er ekki bara mikill aðdáandi. Hún er hjúkka, sem kemur sér vél fyrir Paul því að allir vegir eru lokaðir og það er engin leið að koma honum á sjúkrahús, eða svo segir hún.Í hverri mínutu sem Annie er á skjánum komust við af einhverju um hana. Hún er ekki alveg heil í hausnum og Paul kemst að því, með miklum kvölum.
Myndin er frábærlega leikinn, James Caan (The Godfather) leikur Paul Sheldon mjög vel en það sem sker algerlega uppúr er Kathy Bates (Primary Colors). Kathy sýnir geðveiki Annie af algerri snilld, hún nær að vera góð og róleg í einni senu en getur breyst í algert skrímsli í næstu. Hún fékk óskarinn fyrir þetta hlutverk og vann þar Anjelica Huston, Julia Roberts, Joanne Woodward og Meryl Streep. Hún átti það líka skilið.
Rob Reiner leikstýrir myndinni mjög vel. Hann hafði áður gert margar frábærar myndir meðal annara This is Spinal Tap, The Princess Bride, When Harry Met Sally og Stand By Me sem var líka vel heppnuð Stephen King kvikmynd. Handritið eftir William Goldman (Butch Cassidy and the Sundance Kid) er alveg magnað með mörgum af minnistæðustu línum úr sögukvikmyndanna, flestar auðvitað sagðar af Annie.
Það má nefna að lagið sem er spilað í enda nafnalistanum er I'll Be Seeing You með Liberace en hann söng það alltaf í endanum á þáttunum sínum og skemmtunum. - www.sbs.is
Good Advice
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frekar útreiknanleg kvikmynd um verðbréfamiðlarann Ryan Turner (Charlie Sheen) sem missir vinnuna eftir að hann tapaði nokkrum milljónum. Hann flytur inn til kærustunnar sinnar en þegar hún hefur fengið nóg af honum og flytur burt ákveður hann að taka við dálk sem hún hafði í littlu blaði. Þar svaraði hún bréfum fólks og var víst mjög léleg en þegar hann fer að svara fyrir hana þá verður dálkurinn mjög vinsæll og blaðið rokselst
Charlie er nátturulega fæddur til að leika karlrembu, monthana sem engin þolir, nema vinur hans lýtarlæknirinn Jon Lovitz, Jon er alltaf skemtilegur hvað sem hann gerir. Rosanna Arquette leikur eiginkonu lýtalæknisins og er nýbúin að fá nýan rass frá honum. Rosanna virðist alltaf leika sömu persónuna sama má segja um Denise Richards sem leikur kærustu Ryans.
Rómantíski hluti mydarinnar er um samband Ryans við Page (Angie Harmon) sem þolir hann ekki fyrst en, auðvitað, venst honum og þau verða svo ástfanginn af hvort öðru. Grín hluti myndarinnar er aðalega í höndum Estelle Harris(kerlingin sem lék mömmu Georges í Seinfeld). Hún leikur ritara Page. Hún er rík en vinur bara til gamans. Persónan var reyndar öll bein afritun af Karen úr Will & Grace
Myndin er mjög týpísk, það er endalaus rómantísk tónlist spiluð í bakgrunninum og handritið er endurunnið úr fjölmörgum öðrum grín/rómantískum myndum. En það er alltíalgi að horfa á myndina. Hún er fljót að líða og er frekar saklaus.
- www.sbs.is
Live and Let Die
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eftir að hafa leikið í sex James Bond myndum nennti Sean Connery ekki að leika ofurnjósnarann lengur. Þá þurftu Cubby Broccoli og Harry Saltzman að finna nýan og Bond, sem var ekki létt að gera. Sá sem kom fyrst til greina var Timothy Dalton, hann hafnaði hlutverkinu, hann sagðist vera of ungur ennþá, aðeins 26 ára gamall. Nokkrir aðrir voru reyndir en loks var ákveðið að bjóða Roger Moore starfið, hann hafði komið til greina á undan Sean Connery en gat ekki leikið í Dr. No því að hann var bundinn við The Saint sjónvarpsþættina. Roger Moore tók starfinu.
Fyrsta myndin sem Roger Moore fékk var Live and Let Die, það var ekki beint besta myndin til að byrja í. En Roger Moore stendur sig ekkert of vel í fyrsta skiptið. Hann virðist vera að reyna of mikið að herma eftir Sean, hvernig gat hann annað í rauninni. En á meðan Roger er að líka eftir þeim James Bond sem að Sean Connery lék er handritið að reyna að vera sem lengst frá þeim Bond. Bondinn hans Roger Moore drekkur bourbon með vatni(engum ís), hann segir ekki Bond, James Bond og hann er frekar leiðinlegur við kvenfólkið, ekki að Sean hafi verið mikið betri en hann var þó heiðarlegur. En það er eitt gott við þennan Bond, hann var bara í einni kvikmynd.
En það eru fleiri vandamál við Live and Let Die, Bond hefur þurft að berjast við SPECTRE og stórmennskubrjálæðinga sem vilja heimsyfirráð, núna berst hann við Dr. Kananga (Yaphet Kotto), forsetisráðherra lítillar eyju, Dr. Kananga er líka þekktur sem Mr. Big en þá er hann með grímu og vill hafa einokun á heróín sölu. Ekki alveg James Bond vandamál. Kanaga fær hjálp frá aðstoðarmönnum sínum Whisper, sem hvíslar öllu, Baron Samedi, hann hló af öllu, hláturinn hans varð til þess að hann er án efa leiðinlegasti aðstoðarmaðurinn í öllum James Bond myndunum og svo Tee Hee, hann hafði nokkuð flottan krók. Kanaga fær líka hjálp frá spákonunni Solitaire sem er leikin af Jane Seymour.
James Bond fær líka hjálp frá nokkrum, CIA vini hans, Felix Leiter, hann er í þettta sinn leikin af David Hedison sem kom svo aftur, 16 árum síðar í Licence to Kill og lék þar Felix aftur, þar gerðist hann eini maðurinn sem hefur leikið þetta hlutverk tvisvar, ég veit samt ekki afhverju það er alltaf fengin nýr leikari fyrir hlutverkið. Quarrel Jr., sonur Quarrels úr Dr. No, hjálpar líka til.
Eitt af því sem gerir þessa Bond mynd sérkennilegasta er að hún er ekki tekin eins og venjuleg Bond mynd. Hún kom út árið 1973, þegar blaxploitation myndir eins og Shaft og Superfly voru vinsælar. Einhver hefur fundið það sniðugt ef að James Bond mundi falla inní vinsældirnar sem þessar myndir voru að fá. Tónlistin, söguþráðurinn og kvikmyndatakan, leikaravalið, þetta bendir allt til þess. Myndin er leikstýrð af Guy Hamilton, hann leikstýrði bestu James Bond myndinni, Goldfinger og Diamonds are Forever sem var líka mjög góð, ekki veit ég hvað gekk á honum þegar hann gerði Live and let Die.
Myndin hefur í rauninni aðeins 2 minnistæð atriðið, í fyrsta lagi eitt atiði þegar James Bond er fastur á lítilli eyju og þarf að hoppa yfir krókodíla til að komast til lands og lagið. Lagið Live and Let Die eftir Paul og Lindu McCartney spilað af Wings er eitt besta lagið sem var samið fyrir James Bond mynd enda var það tilnefnt til óskars en fékk það samt ekki.
sbs : 09/04/2002
The Usual Suspects
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hinir “venjulega grunuðu” menn eru fimm: Dean Keaton (Gabriel Byrne), fyrrverandi spillt lögga sem er þekktur fyrir stálharða framkomu og taugar úr járni; Todd Hockney (Kevin Pollak), sérfræðing í vélbúnaði og sjálfsbjörgun; Michael McManus (Stephen Baldwin), hálf geðveik skytta; Fred Fenster (Benicio Del Toro), félagi McManus sem talar mikið en engin skilur hann og svo Verbal Kint (Kevin Spacey), bæklaður svikahrappur.
Verbal Kint er einn af tveimur mönnum sem lifðu af þegar bátur var sprengdur upp við San Pedro höfn, hinn maðurinn er mjög brenndur og hræddur ungverskur hryðuverkamaður sem segir að Keyser Soze hafi framið verknaðinn. Verbal er tekin af rannsóknarlögreglumanninum Dave Kajun (Chazz Palminteri) og er látinn segja frá öllu sem kemur bátnum við. Kvikmyndin gengur svo út á það að hann er að segja Kajun frá hvað gerðist einsog hann man það. En Kint er ekki áreiðanlegur sögumaður og þegar maður er að horfa á myndina hugsar maður oft, hvað af því sem hann er að segja gerðist og hvað er bara hugarburður hans.
Leikstjórinn, Bryan Singer fær lánað frá mörgum meisturum þegar hann gerði The Usual Suspect, allt frá Hitchcock til Coen bræðra en gerir það vel. Hann nær að taka öll atriðin og gera þau fersk, þó að flest í myndinni hefur komið fram oft áður. Handritið eftir Christopher McQuarrie er magnað það heldur áhorfandanum föngum út myndina og refsar þeim sem fylgjast ekki nógu vel með því að það verður að horfa á myndina frá byrjun til enda til þess að skilja hvað er í gangi að hverju sinni.
Leikararnir eru flestir frábærir, margir leika hlutverk sem er algerlega ólík þeirra venjulegu hlutverkum. Kevin Pollak er vanur að leika “comic relief” góða karlinn en hér er hann vægðarlaus morðingi. Stephen Baldwin leikur hinn fullkomna vitfirring og lætur mann hugsa, hvernig endaði hann með að leika í The Flintstones 2? Benicio Del Toro kemur með flestan húmorinn, aðallega útaf hinum óskiljanlega hreimi. Kevin Spacey fer með besta leik kvikmyndarinnar, hann er algerlega sannfærandi sem hin bæklaða skræfa sem segir söguna en þegar maður hlustar á verður maður að muna að við heirum bara hans útgáfu...
- www.sbs.is
Thir13en Ghosts
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Thirteen Ghosts hefur allt sem þarf til að vera nokkuð góð hryllingsmynd. Það er mjög flott sviðsmynd, förðunin er mjög góð, það eru meira að segja nokkrir góðir leikarar í henni. En það sem dregur hana niður er of mikið, handritið er einstaklega illa unnið, sagan sjálf er ekkert alltof léleg en handritið er skelfilegt. Persónurnar eru svo leiðinlegar að maður vonar stundum að draugarnir nái sínu fram. En handritið er ekki það versta, leikstjórnin eftir Steve Beck er sú allra versta sem ég hef séð lengi. Það er bókstaflega erfitt að horfa á myndina.
Fyrst aðeins um söguna. Arthur Kriticos missti konuna sína í bruna fyrir einhverjum mánuðum. Síðan hefur hann og börnin hans tvö verið í miklum fjárhagserfiðleikum(samt hefur hann efni á barnfóstru fyrir 6 ára gamla son sinn, barnfóstran er án efa leiðinlegasta persónan í kvikmyndinni, hún er svo íkt að manni langar að henda einhverju í skjáinn í hvert skipti sem hún fer með one liner brandara), börnin hans tvö eru Bobby sem er bein eftirherma af Danny úr The Shining nema að hann er með svona rosalega sætan málgalla og Kathy sem gerir lítið annað en að brosa í myndavélina. Einn daginn komast þau af því að frændi þeirra, Cyrus hefur dáið og arfleitt þeim húsið hans. Cyrus var einhverskonar draugafangari, hann var að safna draugum með hjálp miðilsins Dennys, ég skildi reyndar ekki afhverju hann þurfti að hafa miðil því að hann átti fullt af gleraugum sem hann getur séð drauga með. Allavegana fara þau í húsið(sem er í raun ekki hús heldur risastórt tæki sem djöfullinn hannaði) og þau komast að því að Cyrust geymdi drauganna í húsinu og þeir eru allir að sleppa úr glerfangelsum þeirra!
Nær allt í myndinni er stolið úr öðrum hryllingsmyndum, The Shining, Evil Dead, A Nightmare on Elm Street og fleirum. En hljóðið og myndatakan er hrein og bein árás á skynfærin. Hún er svo hávær að Armageddon virðist vera í mono og filman er klippt til og frá svo að manni líður beinlínis illa og ef að myndavélin er ekki að snúast í hringi fram og til baka þá eru slow motion atriðin, þessi mynd gæti verið mjög gott sönnunargagn ef einhver vildi að slow motion yrði bannað í kvikmyndum.
En það ótrúlegasta við myndina er eiginlega hvernig fór hún að því að vera svona misheppnuð? Tony Shalhoub, F. Murray Abraham eru báðir mjög góðir leikarar og hún er framleidd af ekki síðri mönnum en Joel Silver og Robert Zemeckis en af einhverjum ástæðum var ákveðið að fá hinn óreynda leikstjóra Steve Beck sem er því miður algerlega hæfileika laus. Svo er líka spurn afhverju myndin var gerð? Þetta er endurgerð af kvikmyndinni 13 Ghosts frá árinu 1960 eftir hinn goðsagnakennda hryllingsmyndaleikstjóra William Castle. En ég efast um að ástæðan muni nokkurn tíman koma, þetta verður bara ein af ráðgátum lífsins. - www.sbs.is
You Only Live Twice
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fimmta James Bond myndin og án efa sú lakasta sem Sean Connery lék í, þó að það sé ekki honum að kenna. Söguþráðurinn er aðalvandamálið, hann er of ótrúlegur, meira segja miðað við James Bond sögu. Það er skrifað af engum öðrum en barnarithöfuninum Roald Dahl sem skrifaði meðal annara bóka Matilda, James and the Giant Peach, Willy Wonka & the Chocolate Factory og Chitty Chitty Bang Bang. Ekki veit ég afhverju hann var fenginn til þess að gera Bond mynd en barnabækur og Bond eiga lítið saman. En allavegana gengur söguþráðurinn út á það að Blofeld (Donald Pleasence) og SPECTRE hafa stolið bandarískum og rússneskum geimskipum með þeim tilgangi að stofna til styrjaldar milli þessara tveggja heimsvelda. Bond er fengin til þess að bjarga málunum og allar vísbendingar benda á Japan. Bond fer til Japans og finnur þar, með hjálp Japönsku leyniþjónustunnar, eldfjall sem er í raun leynileg aðstaða Blofelds og lið hans. Það gerist margt annað í millitíðinni, t.d. giftist Bond en það er ekki jafn meiningarfullt og brúðkaupið í On Her Majesty's Secret Service heldur er það bara útaf starfinu.
You Only Live Twice er fyrsta myndin sem sést framan í Blofeld, í From Russia With Love og Thunderball heirðist bara illsvitandi rödd en núna er hann leikin af Donald Pleasance sem er þekktastur fyrir að leika Dr. Loomis í flestum Halloween myndunum. Útlit Blofelds er án efa þekktasta útlit hans(hann leit aldrei eins út). Sköllóttur maður með stórt ör niður hægri hluta andlitsins og með stóran hvítan kött í fanginu. En þó að Donald sé mjög góður leikari þá á hann ekki við í hlutverki illmennis og er framistaða Blofelds í myndinni svoldil vonbrigði. Fyrir þá sem ekki vita þá er Dr. Evil byggður aðalega á Blofeld úr You Only Live Twice, útlitið, kötturinn og eldfjallið.
Nafnið 'You Only Live Twice' er svoldið skemtilegt. Bond deyr nefnilega í byrjun myndarinnar. Það er meira að segja jarðarför, Bond var í sjóhernum áður en hann gekk í bresku leyniþjónustuna og fær hann mikla heiðurs athöfn þar sem lík hans er látið falla í sjóinn meðan hermenn skjóta af byssum sínum. Það þarf ekki snilling að skilja að hann hafi ekki dáið í raun og veru heldur var þetta bara til þess að plata vondu karlanna.
Þrátt fyrir frekar slappan söguþráð þá er margt gott við myndina, Sean Connery er pottþéttur sem Bond. Þó að hann hafi í raun verið komin með algert ógeð á persónunni. Þetta átti meira að segja að vera seinasta Bond myndin en hætt var við það. Titillagið 'You Only Live Twice' með Nancy Sinatra er eitt minnistæðasta Bond lagið og er mjög gott. Það er mikið af hasar atriðum og tækjum, t.d. lítlil þyrla sem passar í fimm töskur ósamsett og er kölluð 'Nellie'.
- www.sbs.is
Shadow of the Vampire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Nosferatu, gerð af F.W. Murnau í Þýskalandi árið 1922, er talin af mörgum vera besta hryllingsmynd sem gerð hefur verið. Ein af aðalástæðunum fyrir því er hin dulmagnaða framistaða leikarans Max Schreck sem lék Count Orlock. Max var víst mjög sérstakur leikari sem lifði sig mikið inní hlutverkin sem hann lék. Hann hafði mikið af sérþörfum þegar hann lék í Nosferatu, t.d. vildi hann aldrei láta neinn sjá sig nema í sem Orlock og hann vildi bara leika á nóttinni. Auðvitað vita fáir í raun og veru hvernig hann lét en þetta er hluti af því sem hefur verið sagt.
Ástæðan fyrir hegðun hans er gefin í Shadow of the Vampire. Hann var ekki bara leikari sem lifði sig svona inn í hlutverk vampíru, hann var vampíra. F.W. Murnau hafði gert samning við vampíru sem hann fann í gömlum kastala, vampíran átti að leika titilhlutverkið í nýu myndinni hans og í staðinn fékk hann aðalleikkonuna þegar myndin var fullkláruð. Willem Dafoe leikur Max Schreck, það er eiginlega ekki hægt að lýsa framistöðu Dafoes, hann er svo góður í myndinni að það er erfitt að sjá munin á honum og hinum sanna. Hann, einsog Schreck, sást aldrei nema í hlutverkinu sínu. Útlit vampírunnar er án efa það minnilegasta sem hefur komið á hvíta tjaldið. Hvít húðin, leðurblöku eyrun, augun og langar og miklar neglur sem gætu gert Freddy Krueger öfundsjúkan.
John Malkovich leikur F.W. Murnau ekki síður en Dafoe sem Schreck. Hann leikur Murnau sem listamann sem var algerlega sama um mannlegar verur og sem svífst einskis til að fá sýn sína á tjaldið. Hann gengur um með svört/hvít gleraugu og kvartar yfir hve allir aðrir eru erfiðir við hann og hvað hann þarf að gera mikið fyrir list sína. Maður er látinn hugsa, hver er hið raunverulega skrímsli myndarinnar? Vampíran eða listamaðurinn sem semur við vampíruna og vill fórna lífið leikara sinna til þess að fá hina fullkomnu mynd.
Það er mikill húmor í myndinni, Schreck hefur verið að narta í einn kvikmyndatökumanninnn síðan byrjað var að taka upp myndina og þegar tökumaðurinn dettur loks niður þá kemur Murnau alveg brjálaður til Schrecks og segir við hann Why him, you monster? Why not the... script girl? og Schreck svarart Oh. The script girl. I'll eat her later.. En það er líka gert mikið útá vampíruna sjálfa. Eitt minnistæðasta atriðið er þannig að tveir kvikmyndagerðamennirnir sem eru að vinna að myndinni eru að skipta með sér vískí flösku. Schreck kemur fram og þeir spurja hann hvort hann hafi lesið Dracula eftir Bram Stoker og hann segir að hann hafi gert það en hún hafi gert hann leiðan því að Dracula hafði verið einn í 400 ár og þegar hann fékk loksins þjón þá hafði hann þurft að fæða þjóninn þó að hann sjálfur hafði ekki borðað í áraraðir. Það kemur svo leðurblaka fljúgandi og hann grípur hana og borðar, fær sér síðan sopa af vískíinu af stút og réttir síðan kvikmyndagerðarmönnunum aftur flöskuna.
En myndin er algert meistaraverk, kvikmyndatakan er ótrúlega flott, sérstaklega þegar Schreck er einn á skjánum og svörtu föt hans blandast við svartan bakgrunninn og það sést aðeins andltið og hendurnar. Það er í raun ótrúlegt að myndin hafi ekki unnið nein óskarsverðlaun en það sýnir eiginlegabest að það er ekki alltaf sú besta sem fær flest verðlaun.
Það má líka nefna að þó að það sé lítið vitað í raun og veru um Max þá hafi hann ekki verið vampíra en ég gæti trúað því að myndin byggi svoldið á því að Schreck hafi bara verið nafnið á lítt þekktum leikara til að skýra tilvitst Count Orlock.
Star Trek III: The Search for Spock
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Að mörgu leiti er þriðja Star Trek myndin, The Search for Spock, viðburðaminnsta mynd seríunnar. Í rauninni gerist bara það sem titillinn segir. Það er leitað af Spock og ég efast um að nokkur hafi haldið að hann fyndist ekki svo ég er ekki að skemma neitt þegar með að segja að hann hafi fundist. En aðalspurningin er, var leitin af honum skemtileg. Svarið er Já.
Myndin byrjar þar sem The Wrath of Khan endaði, Spock deyr og líkami hans er sendur útí geiminn, líkið lenti á hinni nýu plánetu sem skapaðist útaf Genesis tilraununum. Einhverjum dögum síðar kemur í ljós að áður en Spock dó flutti hann hug sinn inní Dr. McCoy og Spock reynir, í gegnum McCoy að segja Kirk að hann verði að fara og finna líkama sinn. En núna hefur verið ákveðið að hætta að nota Enterprise skipið svo að Kirk hefur ekkert skip, hann og flestir í Enterprise liðinu ákveða að stela Enterprise og finna Spock. Það kemur í ljós að hann hafði endurfæðst á Genesis plánetunni. En til að komast þangað og sækja hann þarf Kirk og félagar að berjast við klingona, aðalklingoninn er leikinn af engum öðrum en Christopher Lloyd sem er næstum óþekkjanlegur í gervi sínu.
The Search for Spock hefur flest það sem Star Trek hefur að bjóða, Enterprise, geimbardaga, tæknibrellur og geimverur. Hún er ekki eins góð og fyrri myndirnar en skilar samt sínu. Ágætlega leikstýrð af Leonard Nimoy(fyrsta kvikmyndin sem er leikstýrð af vulcani). Leikurinn er frekar standard, Meritt Butrick er betri en í The Wrath of Khan, í hlutverki sonar Kirks. Reyndar er Robin Curtis sem leikur hlutverkið sem Kirstie Alley frekar léleg. Christopher Lloyd er skemtilegur sem vondi karlinn. En þó að þetta sé ekki besta Star Trek myndin þá er allt í lagi að kíkja á hana og næstum skilda ef maður er að horfa á The Wrath of Khan á annað borð.
Það má nefna að The Search for Spock er uppáhalds Star Trek myndin hans Cosmo Kramers úr Seinfeld og í einum þættinum talar hann mikið um hana og leiðbeinir Elaine að fylgja katra-inu sínu en það er einhvað vulcan tengt.
Star Trek: The Wrath of Khan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Margt hefur breyst síðan að atburðirnir í Star Trek: The Motion Picture gerðust, Kirk hefur hætt störfum sem skipstjóri Enterprise geimskipsins og Spock hefur tekið við starfinu en Enterprise skipið er núna aðalega notað til að þjálfa nýliða, einn þeirra er Vulcanin Saavik sem er leikin af Kirstie Alley. Skipið að aðstoða við Genesis verkefni sem, ef ég skildi söguþráðinn rétt getur skapað líf. Annað skip er að fljúga um geiminn að leita af plánetu sem er algerlega auð til að prúfa Genesis. Skipið finnur plánetu sem er næstum því alveg auð, það er bara pínu lítið líf sem sést á ratsjáum. Þeir senda menn niður á plánetuna til að athuga hvað er þar og finna útlagann Khan. Khan var víst sendur á plánetuna af Kirk fyrir mörgum árum og hefur verið að skipuleggja hefnd síðan.
Það er flest betra við Wrath of Khan heldur en The Motion Picture. Eitt það augljósasta eru búningarnir, Enterprise liðið er ekki lengur í hinum forljótu pastel lituðu bolum, þau eru komin í frekar smekklega vínrauðar peysur. Það er líka gert meira á mannlegu hliðar persónanna, í The Motion Picture voru tæknibrellurnar það sem voru aðalatriðið. Það eru auðvitað mikið af tækni- og sjónbrellum sérstaklega í skotbardaga atriðunum í geimnum en það er eitt sem ég hef aldrei alveg skilið við Star Trek myndirnar og þættina, það er hægt að búa til geimskip sem geta farið á ofurhraða fram og aftur um himingeiminn en einu vopnin sem þau hafa geta bara rétt látið nokkra neista koma úr tölvunum í hinu skipinu og nokkrir detta. Ég mundi halda að vopnin yrðu aðeins fullkomnari.
Khan, leikin af Ricardo Montalban, er skemtilegt illmenni. Hann er ofurgáfaður og sterkur. Ricardo leikur Khan eins og hann væri James Bond illmenni, hann svífst einskis til að ná fram hefndum en grípur samt ekki gæsina þegar hún gefst. Spock er stærri hlutverk í þessari heldur en í The Motion Picture og er í mörgum minnistæðustu atriðunum. !SPILLIR BYRJAR! Þá sérstaklegasta í einu atriði í enda myndarinnar þar sem hann fórnar lífi sínu með því að fara inn í geislavirkt herbergi til að laga Enterprise skipið til þess að það geti komist frá mikilli sprengingu. Það fylgir auðvitað geim(jarðar)för þar sem líki Spocks er kastað útí geiminn. !SPILLIR ENDAR! The Wrath of Khan er hröð og skemtileg ævintýramynd. Hún er ein besta Star Trek myndin ef ekki sú besta. Hún inniheldur frábærar tæknibrellur og góðan söguþráð og er vel gerð í alla staði.
Star Trek: The Motion Picture
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þegar Star Trek byrjaði árið 1966 var það ekkert ótrúlega vinsælt, fyrsta þáttaröðin endist bara 3 seríur. En núna er Star Trek einhverstaðar í heiminum um hverja helgi, það er sagt að á einhverri stöð er alltaf verið að sýna Star Trek þátt, 10 kvikmyndir hafa verið gerðar og 5 spin-off þáttaraðir.
Star Wars: The Motion Picture gerist einhverjum árum eftir að Kirk, Spock, Bones og þau öll hættu að fljúga um geiminn í hinu merka USS Enterprise NCC-1701(ég þurfti að athuga á netinu eftir fullu nafni skipsins) skipi en núna hafa þau verið saman kölluð því einhvað risastórt ský er á leiðinni að jörðinni. Það kemur í ljós að skýið er risastórt geimskip í eigu V'ger. V'ger er einhverskonar framtíðar ofurtölva sem er að leita af skapara sínum. Á endanum kemur fram hvað V'ger í raun og veru er, hver skapaði hann og afhverju hann er á leið til jarðar.
Star Trek kvikmyndin er nokkuð góð, hún er byggð eins og allir þættirnir eru byggðir. Kirk, Spock og þau lendaá móti einhverju óþekktu, þau kanna það og bjarga svo málunum á mannlegum(hálfmannlegum varðandi suma) nótum. Hún er stútfull af mjög flottum tækni- og sjónbrellum. Sagt er að eftir að framleiðandi myndarinnar, Gene Roddenberry hafi séð fyrstu útgáfuna af tækni- og sjónbrellunum hafi hann rekið alla tæknideildina og fengið nýa í staðinn, útaf því frestaðist útgáfu dagur myndarinnar um rúmt ár. Það er oft reynt of mikið að sýna okkur allar rosalegu brellurnar, það eru nokkur löng atriði sem myndavélin vafrar um Enterprise skipið á meðan það er að fljúga um geiminn með Star Trek þemulagið á fullu.
Leikurinn er nokkuð góður hjá flestum, William Shatner hefur aldrei verið þekktur sem frábær leikari en hann leikur Kirk eins vel og nokkur annar gæti gert það. Leonard Nimoy er nátturulega klássískur sem Spock og flestir eru eins og þeir eiga að vera. Eitt það besta við myndina er samt tónlistin eftir Jerry Goldsmith í mörgum af löngu atriðunum er það tónlistin sem lætur mann horfa á þá af huga, sérstaklega þau löngu sem að gætu annars látið mann sofna. En þó að Star Trek sé ekki fullkomin mynd þá er vel hægt að horfa á hana, þó að maður sé ekki Star Trek aðdáandi.
Never Say Never Again
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Árið 1983 var sérstaklega gott ár fyrir James Bond aðdáendur, afhverju, jú það komu út tvær Bond myndir. Ein frá MGM, Octopussy með Roger Moore og ein frá Warner Bros, Never Say Never Again með Sean Connery. Ástæðan fyrir þessu er að áður en Ian Fleming seldi kvikmyndaréttin á Dr. No þá hafði hann unnið að kvikmyndahandriti með manni að nafni Kevin McClory. Handritið fjallaði um James Bond að berjast við ofurillmennið Blofeld og SPECTRE, Blofeld hafði stolið tveim kjarnorkuoddum og hótaði að sprengja þær ef hann fengi ekki það sem hann vildi. En áður en þeir náðu að klára það hættu þeir við það. Stuttu seinna skrifaði Fleming bókina, Thunderball, sem var byggð á handritinu. Þá fóru af stað miklar lögsóknir sem enduðu með því að Kevin leifði Albert Brocoli að gera Thunderball og að hann fengi 20% að hagnaði myndarinnar, það var líka í samningnum að hann mundi ekki gera mynd byggða á handritinu næstu 10 árin. En árin liðu og margar lögsóknir flugu á milli Alberts og Kevins, þangað til árið 1983 þegar Kevin hitti Jack Schwartzman í Warner Bros, Jack fjármagnaði lögfræðingagjöldin hans Kevins og á endanum fengu þeir réttin á að gera Bond mynd. Sean Connery fékk mikin áhuga á henni og loks samþykkti hann að leika James Bond aftur. Útkoman varð Never Say Never Again.
Í myndinni er Bond orðinn gamall(rétt 53 reyndar, Roger Moore var 56 þegar hann lék í Octopussy). Það er komin nýr M(Edward Fox), sem hefur lítið not fyrir 00 njósnarana. Hann er líka alveg óþolandi mikið breskur. Það er líka nýr Q (Alec McCowen) sem er svipað leiðinlegur og nýi M. Raunar er allt M16 liðin helber skömm fyrir hið raunverulega leikaralið í UA/MGM myndunum. Allavegana sendir M Bond á heilsuhæli þar sem hann á að koma sér í form aftur. Hann kemst að því að Blofeld og hægri hönd hans Largo, hafa stolið tveim kjarnorkuoddum, þeir hóta að sprengja þeir upp ef þeir fá ekki nokkuð stóra upphæð. Bond kynnist Domino (Kim Basinger) kærustu Largos og er þetta hlutverkið sem Kim Basinger varð fræg fyrir. Max von Sydow sem Blofeld er ekkert líkur fyrrum Blofelds, hann hefur skegg og mikið hár og er eiginlega bara gamall maður með kött. En það er mjög skemtilegt að sjá Rowan Atkinson sem Nigel Small-Fawcett, mann sem hjálpar Bond mikið. Never Say Never Again er ekki eins góð og Thunderball en Sean Connery er jafn góður og hann var, ef ekki betri. Kevin McClory hafði lengi lofað fleiri Bond myndum og hefur lengi verið í réttarsal útaf þeim. En fyrir stuttu gafst hann upp og gaf UA/MGM allan rétt á James Bond.
sbs.is
Atlantis: The Lost Empire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Disney kvikmyndin Atlantis: The Lost Empire er öðruvísi en flestar aðra Disney myndir, í fyrsta lagi eru persónurnar ekki eins 3D teiknaðar og venjulega, þær eru líkari teiknimyndapersónum, kanski eftir að Final Fantasy misheppnaðist svona illilega í bíóhúsum hefur Disney ákveðið að100% raunveruleikinn væri ekki það sem fólk leitaði eftir í teiknimyndum. Persónurnar eru hannaðar af Mike Mignola sem er þekktastur fyrir teiknimynda sögurnar Hellboy og hann hannaði líka persónurnar fyrir teiknimynda þáttunum Batman: The Animated Series og Batman Beyond. Í öðru lagi er ekki eitt einasta söng-og-dans atriði, í alvöru, ekki eitt! og svo í þriðja lagi, ekkert talandi dýr(nema maður sem er svoldið moldvörpulegur).
Myndin fjallar um Milo(Michael J. Fox), hann hefur lengi stúderað Atlantis og hefur komist að því að inngangurinn að Atlantis er ekki gegnum Írland heldur gegnum Ísland! Hann fær tilboð frá Preston B. Whitmore(John Mahoney), milljónamæringi sem var vinur afa Milos. Hann býður honum að taka þátt í leiðangri að Atlantis. Milo tekur því tilboði! Það eru margir sem taka þátt í leiðangrinum með honum, hermaðurinn fé gráðugi Rourke(James Garner), læknirinn skemtilegi Dr. Sweet, kokkurinn ruglaði Cookie(Jim Varney), sprengjusérfræðingurinn Venny(Don Novello), frú Packard(Florence Stanley) sem mynnir mig óhemjumikið á Doris úr The Critic(1994-1995) og grafaranum Moliere(Corey Burton).
Myndin er mjög vel leikstýrð af leikstjórum meistaraverksins Beauty and the Beast Gary Trousdale og Kirk Wise, hún er hröð og skemtileg og, eins og er venjan fyrir Disney, frábærlaga gerð í alla staði.
On Her Majesty's Secret Service
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þegar Albert R. Broccoli og félagar byrjuðu að gera On Her Majesty's Secret Service ákvað Sean Connery að hann hafði fengið nóg. Hann hafði leikið Bond í fimm myndum á jafn mörgum árum og ákvað að taka sér hlé. En hver átti að leika Bond? Roger Moore hafði verið komið til greina á undan Sean Connery en hann var bundin þáttunum The Saint. Maðurinn sem var fenginn var George Lazenby, ástralskt módel. George er ágætur sem Bond en hann reynir að stæla Sean Connery of mikið svo hann nær eiginlega ekki að gera sín eigin einkenni. Framleiðendurnir höfðu líka áhyggjur af því hvort fólk mundi vilja sjá Bond mynd án Sean Connerys, það var meira að segja ákveðið að hafa ekki venjulega opnunar atriðið með laginu sem gert var fyrir myndina, í staðinn er Bond stefið spilað og brot úr fyrri myndunum sýnd. En We got all the time in the world er samt spilað oft í kvikmyndinni sjálfri. Það var líka tekið upp atriði sem sýndi Bond fara í aðgerð sem mundi skýra útlitsbreytinguna en það var klippt burt(sem betur fer). En þrátt fyrir meðal Bond nær On Her Majesty's Secret Service að vera ein besta, ef ekki sú besta myndin í James Bond seríunni.
Það er mikið gert útá ástina í myndinni, þetta er eina myndin sem Bond verður ástfanginn, konan sú er Tracy(Diana Rigg), dóttir glæpaforingjans Draco (Gabriele Ferzetti). Draco vill endilega að Bond giftist henni og býður honum meira að segja milljón pund í skiptum fyrir það. Bond hafnar tilboðinu en þrátt fyrir það ganga þau í það heilaga seinna í myndinni. Það er mikið gert útá samband þeirra og það er eitt af því sem fólk var ekki hrifið af, það var ekki það sem það bjóst við af hasar seríunni.
Aðalsöguþráður myndarinnar er um Blofeld (Telly Savalas). Hann hefur búið til hættulegan vírus í rannsóknarstofunni sinni efst uppá fjalli í Sviss, í skiptum fyrir að breiða vírusnum ekki í bretlandi vill hann að allir fyrri glæpir hans verða gleymdir. Bond heimsækir rannsóknarstofuna og þrátt fyrir að hafa hitt Bond í You Only Live Twice þá kannast Blofeld ekkert við hann, kanski er það útaf því að George Lazenby er ekkert líkur Sean Connery? En það kemst upp um Bond á endanum og þá byrjar aðal spennan í myndinni.
Í myndinni eru mörg bestu action atriði Bond myndanna, Bond klifrar niður hluta fjalls á vírnum sem heldur uppi skíðaliftum, Bond og Blofeld renna niður fjallið á langsleða meðan þeir skiptast á skotum, snjóflóð, þyrlur og fleira. Atriðin eru líka frábærlega leikstýrð af Peter Hunt, hann ákvað að taka þau upp einsog action atriði eiga að vera tekin upp, á tvöföldum hraða.
Þrátt fyrir gæði myndarinnar kolféll hún(á Bond mælikvarða) í kvikmyndahúsum. George sast í helgan stein og Connery kom aftur, þó bara í eitt skipti.
Moonraker
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Moonraker var gerð árið 1979, þegar Star Wars var rétt komin úr bíó og það átti að fara að frumsýna Star Trek: The Motion Picture, Albert R. Broccoli ákvað að fresta að gera Bond myndina For Your Eyes Only og vera með í Sci-Fi æðinu. Útkoman varð Moonraker. Moonraker varð vinsælasta Bond myndin og græddi um 202 milljónir dala, met sem varð ekki brotið fyrr en Goldeneye kom út 16 árum síðar.
Moonraker kom á eftir The Spy Who Loved Me og er lík henni á margan hátt. Jaws (Richard Kiel) stendur nátturulega uppúr, vinsælasti vondikarlinn sem hefur verið í Bond mynd. Það var víst nokkuð margir sem skrifuðu undir undirskriftarlista til að fá hann aftur. Jaws er eins og hann var í The Spy Who Loved Me stór og sterkur með járntennurnar sínar en hann eignast reyndar kærustu núna og talar nokkur orð. Aðalvondikarlinn er líka mjög svipaður Stromberg, núna heitir hann Hugo Drax og er leikin af Michael Lonsdale, Drax minnir mann mikið á Adolf Hitler, hann vill fara í geiminn með fullt af fólki, fólki án allra galla. Eiða öllu mannkyninu fara svo aftur á jörðina og skapa nýja heimsbyggð. Stromberg vildi gera svipað nema hafa allt undir sjávarmáli.
James Bond, leikin af Roger Moore í fjórða skipti, fær hjálp frá NASA vísindamanni núna Dr. Holly Goodhead (Lois Chiles). Bond fær að gera marga skemtilega hluti, í byrjuninni er honum hent útúr flugvel, án þess að hafa fallhlíf svo fær hann að fljúga geimflaug. Myndin er yfirfull af frábærum tækni- og sjóbrellum, þá sérstaklega í endaatriðunum sem gerast útí geimnum og í geimstöðinni hans Drax(sem er mjög svipuð geimstöðinni í 2001: A Space Odyssey). Það koma líka fram í myndinni nokkur atriði úr vinsælum vísindaskáldsögum, t.d. er hljóðið sem kemur úr hnappaborðinu til að komast inn í skrifstofu Drax lagið sem geimverurnar spiluðu í Close Encounters of the Third Kind og lagið úr 2001 kemur oftar en einu sinni fram. Mörg atriðana eru svoldið asnaleg segja margir en þetta er auðvitað bara James Bond ævintýri. Helvíti gott James Bond ævintýri.
The Spy Who Loved Me
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Af þeim sjö Bond myndum sem Roger Moore lék titil hlutverkið í, er þriðja myndin, The Spy Who Loved Me sú besta. Roger Moore er orðin vanur að leika Bond og gerir það næstum eins vel og Sean Connery gerði. En það sem gerir Roger góðan sem Bond er að hann veit að hann er ekki Sean, hann gerir Bond að sinni persónu, reynar er Roger sem Bond lengst frá þeim Bond sem Ian Fleming skapaði, en það var samt betra en það sem George Lazenby gerði í On Her Majesty's Secret Service þar sem hann reyndi aðalega að herma eftir Connery.
The Spy Who Loved Me fjallar um ofurvondakarlinn Stromberg (Curt Jurgens) , hann hefur stolið 2 kafbátum sem geyma kjarnorkusprengjur, einum frá Sovetríkjunum og einum frá Bretlandi. Hann ætlar sér að nota sprengjurnar til að byrja þriðju heimstyrjöldina. Með því að sprenja upp New York og Moskvu. Eftir styrjöldina ætlar hann að ráða yfir hinum nýja heimi, sem verður neðarsjávar. Aðstoðarmaður Strombergs er Jaws (Richard Kiel), án efa vinsælasti óvinurinn, hann hefur járn tennur og getur rifið í sundur bíla, drepið hákarla, klippt í sundur keðjur. Það er gaman að fylgjast með hvernig Bond nær að koma sér út úr bardögunum við Jaws þar sem að Bond hefur ekki roð við hann líkamlega séð.
Í þetta sinn fer Bond ekki einn síns liðs að berjast við óvinina, hann fær hjálp frá rússneska njósnaranum Triple X eða Major Anya Amasova (Barbara Bach). Q (Desmond Llewelyn) færir honum auðvitað tæki, t.d. nýjan bíl, hvítan Lotus sem getur orðið að kafbáti. Það eru mörg flott atriði í myndinni, eitt flottasta var rétt áður en titillagið var spilað í byrjuninni, Bond fer á skíðum framm af bjargi, hann svífur í loftinu, hendir frá sér skíðunum og opnar fallhlíf sem er risastór breskur fáni. Áhættuleikarinn Rick Sylvester fékk um þrjátíu þúsund dali fyrir að leika þetta atriðið og var það vel þess virði.
Það er mikill húmor í myndinni, skopstælð atriði úr myndum eins og Jaws og Lawrance of Arabia. Hún er mjög góð og vel gerð. Má nefna að eftir að myndin var sýnd í Bretlandi seldust upp allir hvítir Lotus bílar og sagt er að sumir hafi farið á þriggja ára biðlista eftir bíl
102 Dalmatians
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Í byrjun kvikmyndarinnar 102 Dalmatians sjáum við lækni og lögfræðing tala um geðheilsu Cruella De Vil, læknirinn segir að hún sé læknuð og stuttu seinna fær hún skilorð en ef hún brýtur skilorðið þá muna allir peningarnir hennar fara í hunda athvarf, þeir munu fara í hundanna, segir dómarinn. Cruella, sem vill núna láta kalla sig Ellu og hún bara elskar hunda útur lífinu. Allt virðist vera fínnt hjá henni Ellu en þegar að hún heyrir Big Ben hringja þá breytist hún aftur í hina venjulegu Cruellu(ég skildi það ekki alveg). Þá fer sagan að verða nokkuð mikið svipuð 101 Dalmatians. Skilorðsfulltrúinn hennar, Chloe(Alice Evans), sem er mikill hundamanneskja á fullt af dalmatiu hundum einn þeirra hefur enga bletti og er hálf þunglyndur yfir því. Hún verður ástfanginn af Kevin(Ioan Gruffudd) sem á hundaathvarfið sem að Cruella tengist. Cruella vill nátturulega fá sér ný dalmatiu föt en núna þarf hún 102 hvolpa og restin af myndinni fjallar um það.
Það eru margar persónur í myndinni. Páfagaukurinn Waddlesworth(Eric Idle), hann getur talað og stafað, hann heldur líka að hann sé hundur. Jean-Pierre Le Pelt (Gérard Depardieu), fatahönnuður sem ætlar að hjálpa Cruellu og fleiri og fleiri.
Búningarnir eru mjög flottir eins og venjan er, sjónbrellurnar voru alveg að virka en það vantaði eitthvað. Persónurnar eru bein afrit af persónunum úr fyrstu myndinni, en eru ýktar alveg ótrúlega. Börn hafa án efa gaman af myndinni en flestir ættu bara horfa aftur á gömlu teiknimyndinni.
Jason X
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það eru 22 ár síðan Friday the 13th kom út, hún varð mjög vinsæl, þó ekki eins og framhaldið en í því kom Jason Voorhees fram og varð mjög vinsæll. Lengi var ætlunin að skella Jason og Freddy Krueger(úr A Nightmare on Elm Street) saman í eina mynd en þegar það gekk ekki upp var ákveðið að Jason fengi allavegana að koma einu sinni aftur og úr varð JASON X.
! SPOILER BYRJAR !
Myndin byrjar á því að einhverjir vísindamenn eru að skoða Jason. Þeir hafa náð honum eitthvernvegin og hafa reynt að drepa hann á allavegu(honum var gefið eitur, hann var brenndur, settur í rafmagnstólinn, sprengdur upp og meira að segja hengdur!). En ekkert virkaði svo að núna á að djúpfrysta hann á meðan að vísindamenn finni leið hvernig hægt sé að drepa hann. En bandaríski herinn hefur ákveðið að einhver sem getur ekki dáið eigi að vera rannsakaður í gegn. Það endar nátturulega þannig að Jason sleppur og drepur hermennina en aðalvísindamaðurinn nær að frysta hann en frystir sig óvart í leiðinni.
460 árum seinna finnur hópur geimfara þau(ætli engin hafi vitað af rannsóknarstofunni sem þau voru í?). Þeir fara með þau upp í geimferjuna sína og stefna á Jörð 2(jörð 1 er löngu dauð). Jason vaknar auðvitað upp og fer að drepa alla geimfarana, það endar með því að kvenvélmenni sprengir hann í tættlur. En Jason deyr ekki ráðalaus. Pínu lítil skordýr sem eru notuð til að lækna fólk, fara á hann og hann vaknar til lífs síns. Núna er helmginurinn af honum úr járni og hann hefur fengið nýa, flottari grímu. Ég ætla ekki að segja hvernig það endar allt saman.
! SPOILER ENDAR !
Jason X er dýrasta Friday the 13th myndin, kostaði rúmar 14 milljónir dala og það sést alveg. Það er mikið um tækni- og sjónbrellur en betur hafði verið að eyða peningnum í betri leikara. Hún er hræðilega illa leikin, hvort að leikararnir hafi lært að leika með því að horfa á eldri Friday myndir, það gæti allavegana vel verið. Kane Hooder er nátturulega eins góður og hann getur sem Jason en hlutverkið Jason, ólíkt Freddy Krueger eða Hannibal Lecter, er auðútskipt, það tæku fáir eftir því ef að einhver annar kæmi í staðinn fyrir Kane. Tónlistin er frekar slöpp og söguþráðurinn er blanda af Alien Ressurection og Critters 4. En þrátt fyrir það er þetta besta Friday the 13th myndin, kanski er það ekki mikið sagt en það er samt eitthvað.
Long Time Dead
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Long Time Dead fjallar um úturdópaðan vinahóp sem ákveður að fara í andaglas eitt kvöldið þegar það er úti að skemmta sér. Eftir að eitt af þeim deyr kemur í ljós að þegar þau fóru í það slepptu þau út Djinn sem er einverskonar eld djöfull(Djinn var líka vondi karlinn í Wishmaster). Djininn heldur svo áfram að drepa eitt og eitt af þeim út myndina.
Myndin er ótrúlega langdreginn og fyrisjáanleg. Flest atriðin hafa verið gerð oft og mörgu sinnum áður. Kvikmyndatakan er sérkennileg blanda af Fight Club, The Blair Witch Project og meira að segja hluta til Silence of the Lambs. Persónurnar eru margar, sem er ekki alltaf slæmur hlutur en þar sem að mikill hluti myndarinnar er tekin í næstum algjöru myrkri og að allar persónurnar tala með sama ýkta breska hreimingm, þá getur verið erfitt að sjá hver er hver. Það bætir það ekki að flestir leikararnir ofleika hlutverkin sín alveg rosalega. Það eru nokkur atriði sem manni bregður við í myndini en flest þeirra eru ýkt með hryllilegri bassa tónlist og oftar en ekki hljóðinu sem fylgdi Freddy Krueger í A Nightmare on Elm Street.
Allavegana léleg mynd sem ég get engan veginn mælt með.
Hannibal
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Superman og reyndar fleiri ofurhetjur, hefur þann skemtilega eiginleika að þegar hann lét á sig gleraugun og greiddi sér aðeins öðruvísi gat engin þekkt hann. Hann gat labbað um sem Clark Kent án þess að nokkur líkti honum við ofurmennið. Í Hannibal hefur Hannibal Lecter þennan sama eiginleika. Eftir að hann slapp úr klefanum sínum árið 1991 hefur hann komið sér fyrir í Ítalíu undir nafninu dr. Arthur Fell. Engin kannast við hann þar.
Hannibal fjallar aðalega um eitt fórnarlamb Lecters, Mason Verger, milljónamæringur sem hefur fengið náðun fyrir allt það 'ljóta' sem hann gerði. Lecter var sálfræðingurinn hans en kom heim til hans eitt kvöldið og spurði hann hvort að hann vildi ekki bara skera af sér andlitið og gefa hundunum það að éta. It seemed like a good idea at the time nefnir hann þegar hann er að lýsa þessu fyrir Clarice Starling. Mason er vondi karlinn í myndinni, svipað og Jame Gump í Silence of the Lambs nema hann er meira á skjánum, ég gæti trúað að hann væri meira á skjánum heldur en Lecter sjálfur. Mason er skaddaður eftir samskipti sín við Lecter, hann hefur voða lítið andlit eftir og er bundin hjólastól. Ridley Scott hefur gleymt því sem hann vissi þegar hann leikstýrði Alien, það er ekki að sjá skrímslið sem fær hjartað til að slá hraðar, það er eftirvæntingin að sjá það.
Clarice Starling er líka stór hluti af sögunni, hún er núna leikin af Julianne Moore, Jodie Foster fékk óskarinn fyrir framistöðu sína sem Clarice Starling í SotL svo að Julianne þurfti að fylla nokkuð stóra skó. En þó að hún nái að leika Clarice nokkuð vel er Clarice bara ekki skemtileg persóna lengur. Hún er orðin þurr og leiðinleg.
Lecter hefur líka breist, hann er núna frjáls og getur gert hvað sem hann vill. Af einhverjum ástæðum virðist hann ekki vera jafn áhugaverður þá. Hann er ekki lengur sálfræðilega ráðgátan sem hann var, núna gengur hann um, drepur fólk og segir Okey dokey.
En það sem kemur mest á óvart er hvernig Ridley Scott ákvað að leikstýra myndinni. Hún er háfleig og er mikið notað af 'flash backum' og enn meira af 'slow motion' atriðum. Eitt af því sem gerði SotL að frábærri kvikmynd var það að hún var svo einföld en samt margbrotin, það var einföld en frábær leikstjórn og sama má segja um tónlistina. Ridley ákvað að gera hana eins margbrotna og hægt er með miklum myndatökum og mikilli óperutónlist.
Það segja margir að maður eigi ekki að dæma Hannibal eftir Silence of the Lambs en ég held að maður megi það alveg því ég er ekkert of viss um að Hannibal hefði verið gerð ef að SotL hefði ekki orðið svona vinsæl. Allavegana hefði hún aldrei orðið eins vinsæl
Highlander II: The Quickening
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Highlaner 1 er ein af mínum uppáhalds kvikmyndum, hún er hröð, vel leikinn og með ótrúlega flottri tónlist. Highlander 2 er ekki hröð, vel leikinn og nánast enginn tónlist, hvað skeði þar. Já, hún er léleg, en ekki bara léleg heldur léleg á nýjan hátt. Hún er dekkri en allt sem dökkt er og bara mjög asnaleg. Handritið virðist hafa verið samið af einhverjum sem hafði ekki séð fyrri myndina því í henni var hann einn eftir í endanum. Núna er hann ekki einn eftir, það er full pláneta af fólki eins og hann. Skrítið!
Freddy Got Fingered
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það er til fullt af fólki í skemmtanabransanum sem hefur mikla hæfileika, Tom Green er ekki einn af þeim. Hann sýnir hér að hann er alveg jafn lelegur leikstjóri og hann er leikar og handritshöfundur. Freddy got Fingered er ekki einfaldlega léleg kvikmynd heldur er hún ein af þessum kvikmyndum sem enginn (af þeim sem hefur einhver smekk) skilur afhverju hún var gerð. Söguþráðurinn er þunnur og persónurnar enn verri. Frekar myndi ég horfa á The Stupids aftur heldur en þessa "kvikmynd" og ég nota orðið kvikmynd lauslega.
See Spot Run
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hallærislega léleg kvikmynd um hund sem er þjálfaður af FBI. Hundurinn bítur Mafíu foringja( Paul Sorvino) og þá lætur Mafíu foringinn drepa hundinn en hundurinn fer í felur. Meiri klósetthúmor en í South Park kvikmyndinni. Paul Sorvino sýnir góða takta sem mafíu foringinn og líka Michael Clarke Duncan sem hundaþjálfarinn en allt annað í myndinni er hörmung!
Cat's Eye
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Cat's Eye er mjög sérstök kvikmynd, hún er ekki leleg en samt ekki góð. Hún er skipt í þrjár sögur sem allir hafa það sameiginlegt að sami kötturinn lendir í þeim öllum. Fyrsta sagan er best af þeim og áhugaverðust. Hún fjallar um mann(James Wood) sem ákveður að hætta að reykja, hann fer á stofnun sem sérhæfir sig í að "láta" fólk hætta. Reglurnar eru einfaldar; Þú reykir ekki aftur, en ef hann reykir þá gerast hlutir, leiðinlegir hlutir, við fyrsta brot er konan hans sótt og látinn í klefa með rafmagnsgólfi(kötturinn kemur þar inn til að sýna þennan einstaka klefa), við annað brot er dóttir hans sótt. Svo er restin af þeirri sögu um hverning hann reynir að reykja í laumi! en það virkar ekki alveg. Næsta sagan er lelegust af þeim þrem. Þar er einhver maður að láta annan mann ganga í kringum hótel, á syllunni á þrettánduhæð. Þriðja sagan fjallar um stelpu(Drew Barrymore) sem fynnur kött(já sama og áðan) og vill eiga hann en mamma hennar vill það ekki. En kötturinn kemur um nóttina inn í herbergið hjá stelpunni. En það sem eingin veit er að einhverskonar álfur eða eitthvað býr í veggnum hjá stelpunni, afhverju, já þú giskaðir rétt, hann kemur á nóttinni til að stela loftinu sem hún andar að sér, en ákveður að borða páfagaukinn hennar í leiðinni. Kettinum er kennt um allt saman en á endan nær kötturinn að... Nei ég ætla ekki að skemma myndina fyrir öllum þeim sem hafa einhvern áhuga á að sjá hana. Annars er það ekki nema að maður fynnur ekkert annað.