Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Minority Report
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er einn besti spennutryllir sem ég hef séð í áraraðir. Þessi mynd er um John Anderton sem vinnur hjá Pre-Crime Division sem er einhverskonar löggur sem sjá glæpinn áður en hann er framinn. Einn daginn er John ásakaður fyrir morð vegna sýnar sem þeir fengu hjá Pre-Crime. Þá byrjar eltingarleikurinn á milli John Anderton og sérþjálfaða sveit sem hann þjálfaði sjálfur. Atburðarrásin er snilldarleg í gegn, og mun leiða þig til sérstakann enda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sódóma Reykjavík
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ein af bestu íslensku myndum sem ég hef séð lengi, hún er fyndinn í alla staði og kemur með þónokkrar skemmtilegar uppákomur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Close Encounters of the Third Kind
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er eitt af meistaraverkum Spielbergs. Verkfræðingurinn Roy Neary verður fyrir nánum samskiptum við geimverur og byrjar að fá ofsjónir um eitthvað sem engin virðist geta útskýrt. Tónlistin er frábær og kvikmyndatakan er bara ein besta sem ég hef séð. Þessi mynd er í top tíu listanum mínum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Black Hawk Down
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er geðveik og vel gerð mynd eins og mestallar Ridley Scott myndir. Hans Zimmer gerir hér frábæra tónlist sem hefði átt skilið í það minnsta tilnefningu. Ég var mjög hrifin af kvikmyndatökuni og hljóðinu. Ein af þremur bestu myndum 2001.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Producers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Með þeim fyrstu eftir Mel Brooks, og er í leiðinni góð. Tveir menn ætla að setja upp leikrit. Til að græða meira á því ætla þeir að selja meira en 100% af hluta þess og gera því að algjöru floppi. Góð mynd með fyndnum atriðum. Springtime for Hitler er eitt af uppáhalds kvikmyndalögunum mínum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A.I. Artificial Intelligence
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er ein besta mynd ársins 2001. Spielberg klikkar ekki oft, og þetta er eitt skiptið sem klikkaði EKKI. Swinton hjónin eiga mjög veikan son og eru búin að missa alla von um að hann lifi af. Þau taka þau ákvörðun að fá sér nýja týpu af A.I Artificial Intelligence (gervilífform) sem er ungur drengur sem heitir David, hann getur talað, leikið sér og elskað. Einn daginn læknast sonur þeirra og hann vill ekki sætta sig við nýja fjölskyldumeðliminn. Móðir þeirra þarf að fara með David út úr bænum og skilja hann eftir. Hann fer þá í sinn leiðangur að finna leið til að fá Monicu (móður) hans til að elska sig. Þar hittir hann Gigolo Joe (Jude Law). Án efa ein besta mynd sem gerð hefur verið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hackers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd á ekki mikið gott skilið, það eru nokkur fyndin atriði og svo búið. Ekki myndi ég vilja sjá hana aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Goonies
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð mynd um hóp krakka sem finna fjarsjóskort upp í háa lofti föðurs eins þeirra. Krakkarnir taka þá ákvörðun að skreppa í pínu ævintýraferð réttara sagt fjarsjóðsleit. En þau eru ekki ein því að Fratelli fjölskyldan ein mafíósafjölskylda er á hælum þeirra. Steven Spielberg skrifar þetta meistaraverk og snillingurin Richard Donner (Leathal Weapon 1-4, Maverick) leikstýrir henni. Þetta er mynd fyrir alla aldurshópa, aldna sem unga og enginn má missa af henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Witness
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Witness er eitt af stórverkum Peter Weir (The Mosquito Cast, The Truman Show) sem fjallar um ungan amish-dreng sem verður vitni að hrottalegu morði. Lögreglumaðurinn John Book (Harrison Ford) er sendur til að verja drenginn. Hann felur sig í amish-býli þar sem hann þarf að lifa á þeirra hátt. Þessi hrífur alla sanna kvikmyndaáhugamenn upp úr skónum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Raiders of the Lost Ark
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er að mínu mati besta mynd sem gerð hefur verið. Þessi mynd er um fornleifarfræðingin Indiana Jones sem ráðin er af bandarísku leyniþjónustunni til að hafa hendur á hinni dularfullu sáttmálsörk. Ekki er hann einn að reyna að ná henni heldur eru þýskir nasistar líka að reyna að ná henni vegna krafta hennar og mátt til að eyða öllu sem henni verður fyrir.

Brjálæðsleg spenna og kímni frá upphafi til enda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Moonraker
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er ágætis skemmtun, en ekki með þeim bestu James Bond Myndum, söguþráðurinn er dálítið frumlegur miðað við aðrar Bond Myndir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Patriot
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Brilliant mynd um bóndamannin og fyrrirverandi hermannin Benjamin Martin sem þarf að berjast fyrir föðurland sitt. Hann á að stjórna varaliðum sem eru svipaðir menn og guirella fighters eru núna. Stórkostleg mynd í alla staði, og frábær frá upphafi til enda. Tónlistin er eftir John Williams og að mínu mati átti skilið óskarinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Indiana Jones and the Temple of Doom
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mynd númer 2 í sívinsælu Indiana Jones seríu. Eftir brotlendingu í Indlandi hittir hann þorpsbúa sem leiðir þá til þorpsins síns. Þar er allt bókstaflega í eyði. Þeir halda því fram að ill öfl frá Pankot höllinni sem er rétt hjá hafi staðið að þessu með því að stela Heilugum Stein bæjarins sem er einn af fimm Sankara steinum sem eru heilagir í hindúa trú. Hann fer í leiðangur til að endurheimta steinin úr illum öflum.

Þessi mynd er í einu orði lýst sem snilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: Return of the Jedi
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Besta Star Wars myndin!!!!

Ég verð að segja það að sjaldan hef ég séð jafn mikla snilld og Return of the Jedi. Luke Skywalker það horfast í augu við örlög hans og mæta föður sínum til að klára þjálfun sína til að vera Jedi. Tæknibrellurnar eru betri en þú sérð í myndum nú til dags enda er George Lucas þekktur fyrir tæknibrellubyltingum. Öll atriðin eru flott tekin, sérstaklega enda geimbardaginn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Karlakórinn Hekla
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Glæsileg mynd um karlakórinn Hekla frá Hveragerði sem fer í ferðalag eftir lát ein meðlims kórsins. Glæsileg kvikmynd sem er mjög skemmtileg og fyndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blade Runner
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Brilliant mynd um Blade Runner mannin Rick Deckard sem er sérhæfður í því að leita uppi og eyða replicants sem eru gervimenn. Harrison Ford sýnir snilldarleik í þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Longest Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta meistarastykki sem er ein besta stríðsmynd sem ég hef séð fjallar um innrás bandamanna inn í Normandí í Frakklandi og aðdraganda hennar. Kvikmyndin fékk tvo óskara, bestu tæknibrellur og besta myndataka. Myndin skaffar líka fullt af góðum leikurum t.d John Wayne og Sean Connery. Þessi mynd heldur þér við efnið með stórkostlegum stríðsatriðum alveg frá byrjun innrásar til enda. Sjaldan hef ég séð eins góða mynd og The Longest Day og hún mun alltaf vera í top 25 hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Running Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mjög vanmetin Schwarzenegger mynd, mér fannst hún fín og spennandi. Scwarzenegger leikur mann sem hefur verið ranglega sakaður fyrir fjöldamorð og er sendur í vinsælasta sjónvarpsþátt sem er raunveruleikasjónvarp (eins og Survivor) sem er þannig byggður upp að hann er sendur á svæði sem hann byrjar bara að hlaupa og svo koma menn og reyna að drepa hann.

Mjög skemmtileg mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Superman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er algjör snilld frá byrhun til enda. Kal-el lítið kornbarn er sent frá heimaplánetunni sinni Krypton til jarðar vegna yfirvofandi heimsendirs á plánetunni þeirra. Hann lendir í sveit í Bandaríkjunum þar sem gömul hjón taka hann að sér opnum örmum. Tuttugu árum seinna mætir hann örlögum sínum og verður Ofurmennið eða Superman. í myndinni er aðalskúrkurinn Lex Luthor sem er að leggja á lokahönd að stærsta glæpi sögunnar. Þessi mynd var algjör blockbuster árið 1978 og fékk óskarsverðlaun fyrir bestu tæknibrellur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Die Hard
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Klassísk action-mynd um lögreglumannin John McClane sem er á leið í vinnu konunar sinar í Los Angeles þegar hryðjuverkamenn taka yfir bygginguna og allir eru teknir gísl nema hann. Hann þarf að koma öllu í lag berja hryðjuverkamennina og bjarga deginum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mrs. Doubtfire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fín mynd um mannin Daniel Hillard (Robin Williams) sem fer í gegnum skilnað við eiginkonuna sína Miranda Hillard (Sally Field). Hann biður bróður sinn um að klæða hann upp sem sextuga konu til að hann gæti leikið fóstru barnanna sinna. Frábær fjölskyldumynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Highlander
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég sá þessa mynd í fyrsta skiptið var ég mjög hrifinn af sögunni um Connor McCleod. Christopher Lambert fer með hlutverk Connor McCleod sem með öllu hefði átt að deyja í bardaga í byrjun 16. aldar. En nóttina eftir að hann deyr vaknar hann upp frá dauðum. Hann var fyrir the quickening sem er einskonar bölvun sem leiðir til þess að hann þarf að lifa að eilífu. En aðeins eitt getur verið honum að bani, og það er að vera hálshöggvinn, sem leiðir til þess að hann þarf að lifa í mikilli hættu, t.d við erkióvin hans Viktor Kurgan sem er sjúkur og morðóður einstaklingur. Myndin er frábær og ekki má gleyma mjög góðri tónlist eftir Michael Kamen og Queen.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei