Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

No Country for Old Men 2007

Frumsýnd: 8. febrúar 2008

There Are No Clean Getaways

122 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 92
/100
Fern Óskarsverðlaun. Besta mynd ársins, besta handrit, besta leikstjórn og Javier Bardem fékk Óskarinn fyrir leik. Bardem fékk einnig Golden Globe, og Coen bræður fyrir handrit.

Veiðimaður að nafni Llewely Moss finnur tvær milljónir dollara í reiðufé, dóp og fullt af líkum nálægt ánni Rio Grande. Eftir það lendir hann í vandræðum. Hann freistast til að taka peningana og er í kjölfarið hundeltur af Anton Chigurh, leigumorðingja sem var ráðinn til að ná í peningana. Chigurh er vægast sagt morðóður og lætur hendingu ráða... Lesa meira

Veiðimaður að nafni Llewely Moss finnur tvær milljónir dollara í reiðufé, dóp og fullt af líkum nálægt ánni Rio Grande. Eftir það lendir hann í vandræðum. Hann freistast til að taka peningana og er í kjölfarið hundeltur af Anton Chigurh, leigumorðingja sem var ráðinn til að ná í peningana. Chigurh er vægast sagt morðóður og lætur hendingu ráða því hvort hann drepi ókunnugt fólk sem á vegi hans verður. Um sama leyti reynir lögreglustjórinn Ed Tom Bell að henda reiður á atburðarrásina og vernda Moss en hann hefur ekki mikinn tíma því málaliðinn Carson Wells hefur verið ráðinn til að ná í peningana á undan Chigurh.... minna

Aðalleikarar


Ég var að sjá þessa í annað sinn. Ég geri ráð fyrir að allir séu búnir að sjá hana núna, ef ekki þá er mál að hætta að lesa og fara að horfa. Plottið er í sjálfu sér ekki flókið og ekki frumlegt. Allt snýst þetta um peningatösku og leit að morðingja. Kannski ekki ólíkt Fargo en No Country er allt öðruvísi mynd. Javier Bardem er rosalegur sem kaldrifjaður morðingi með eitursvalt morðvopn. Josh Brolin er líka mjög góður, það verður gaman að sjá hann leika George W. Bush í mynd Oliver Stone, W. Tommy Lee Jones er eins og hann hefur oft verið áður, rólegur og hugsandi, samt alltaf frábær leikari. Eins og í öllum Coen myndum er fullt af litlum skrítnum persónum og andrúmsloftið er mjög sérstakt. Það er næstum engin tónlist sem smellpassar fyrir þessa mynd. Klárlega ein besta mynd Coen bræðra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Með betri myndum....
No Contry for old men er klárlega ein af bestu myndum sem ég hef séð. Samtölin snilld, leikararnir stóðu sig frábærlega og svo sagan frábær. Javier Bardem frábær sem kaldrifjaður morðingi sem ber ekki mikla virðingu fyrir mannslífinu. Ekki skrítið að myndin hafi fengið óskarsverðlaun besta mynd frá Coen bræðrunum eða bara eins og ég sagði áðan ein af bestu myndum sem ég hef séð... 10/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ekkert Land fyrir Gamla Menn
Þessi mynd hefur verið að fá glimrandi dóma auk óskarsverðlaun fyrir besta mynd en ég get því miður ekki tekið 100% undir það. No Country for Old Men hefur að vísu sér margt til ágætis, hún er t.d. vel skrifuð, ekki frábærlega vel skrifuð en vel skrifuð. Myndatakan er yndisleg og leikurinn er splendid. Josh Brolin er leikari sem ég fíla mjög vel og veldur hann ekki vonbrigðum hér og kemur einnig Woody Harrelson skemmtilega á óvart. Tommy Lee Jones leikur alveg ásættanlega en hann var samt eiginlega upp á sitt besta á tíunda áratugnum. Javier Bardem er sá leikari í þessari mynd sem stendur upp úr, hann bara er svo fyndinn og svo skemmtilegur og leikur morðingjann svo vel, án alls vafa það besta við myndina. No Country for Old Men inniheldur enga tónlist og er oft mjög þögul og þar sem maður veit að það býr ekkert undir þá verður hún tómleg í stað þess að það gefi henni einhverja dýpt. Hún lítur út fyrir að vera að reyna að segja manni eitthvað en það er erfitt að átta sig á því hvað það er. Þetta er ekkert sérstaklega góð mynd en þó vel unnin og ég gef henni því tvær og hálfa stjörnu í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
ein besta mynd en sem komið er

No Country For Old Men er alveg ótrulega góð. Coen bræður sanna en og aftur hversu góðir leikstjórar þeir eru. Leikararnir eyðileggja ekki fyrir. Tommy Lee Jones leikur fógeta(sheriff) í Texas og leikur það með stakri prýði og Jack Brolin er mjög fínn í myndinni en Javier Bardem er maðurinn sem sýnir alveg geggjaðan leik í myndinni maður hefur ekki séð svona mikinn psycho gaur bara síðan Hannibal Lecter sko. En ég mæli eindregið með þessari mynd.
Ég skelli 4 og hálfum á þessa;D

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spennutryllir fyrir hugsandi fólk
No Country for Old Men er hreint út sagt stórkostleg kvikmynd sem að verður aðeins betri og betri með hverju áhorfi. Ég hef þegar séð myndina tvisvar og hefur álitið e.t.v. hækkað síðan ég sá hana fyrst. Það er allt svo fullkomið við myndina; Spennan, uppbyggingin, samtölin, leikararnir, framvindan, lágstemmdi húmorinn o.fl. o.fl.

Leikurinn er náttúrlega límið sem heldur þessu öllu saman. Handritið er að vísu algjör snilld og leikstjórnin gallalaus en í höndum einhverra annarra á skjánum hefði ræman getað hrunið í sundur. Við fylgjumst með þremur gæðaleikurum út alla myndina og er hver og einn fullkominn. Josh Brolin hefur komið langa leið síðan The Goonies en hefur aldrei beinlínis staðið sig neitt illa, þrátt fyrir að lítið hefur farið fyrir honum. Tommy Lee Jones heldur uppi bæði húmor og dálitlum sjarma sem löggan sem finnur fyrir því að hann sé ekki lengur af sömu kynslóð og allir aðrir í myndinni. Javier Bardem fær klárlega heiðurinn á því að vera senuþjófurinn samt sem áður. Ég hef aldrei séð þennan mann leika svo mikið sem "sæmilega." Nei, hann hefur alltaf verið góður eða frábær, en hér er hann brilliant! Persóna hans er svo ógleymanleg og litlu tilþrifin sem hann sýnir gera hann að mínu mati óhugnanlegri í nærveru heldur en Hannibal Lecter. "Coin toss-senan" fræga gefur mér rosalega gæsahúð.

Ég á erfitt með að finna dauðan punkt við myndina og ég get sagt að þetta sé með öllum líkindum besta mynd Coen-bræðra síðan Miller's Crossing. Tæknivinnsla myndarinnar er líka til fyrirmyndar, og allt frá hljóðvinnslu til kvikmyndatöku er stórfenglegt. Myndin skilur heilmikið eftir sig og þegar uppi er staðið finn ég ekki betri mynd frá árinu 2007. Ég hvet kvikmyndaáhugamenn til að horfa á myndina með opnu hugarfari.

9/10 - Há nía. Aðeins millimeter frá toppeinkunninni.

PS. Ekki dissa endinn! (eins og alltof margir hafa gert...) Pælið aðeins í honum og þá kannski sjáið þið hvað hann hentar myndinni vel.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn