Inside Llewyn Davis
2013
Frumsýnd: 7. febrúar 2014
Tónlistin er allt
105 MÍNEnska
92% Critics 93
/100 Myndin sækir innblásturinn í sögu gítarleikarans Dave Van Ronks sem fæddist í Brooklyn árið 1936, fluttist til Greenwich Village á sjöunda áratugnum og varð um síðir þekktur og virtur sem „The Mayor of Mac- Dougal Street“. Dave, sem lést árið 2002, reyndist mikill áhrifavaldur í bandarískri þjóðlaga-, djass- og blústónlist og á meðal þekktra vina... Lesa meira
Myndin sækir innblásturinn í sögu gítarleikarans Dave Van Ronks sem fæddist í Brooklyn árið 1936, fluttist til Greenwich Village á sjöunda áratugnum og varð um síðir þekktur og virtur sem „The Mayor of Mac- Dougal Street“. Dave, sem lést árið 2002, reyndist mikill áhrifavaldur í bandarískri þjóðlaga-, djass- og blústónlist og á meðal þekktra vina hans og lærisveina voru þau Bob Dylan, Joni Mitchell, Pete Seeger, Leonard Cohen og Janis Ian. Inside Llewyn David gerist á einni viku í lífi hins heimilislausa Llewyn Davis (Oscar Isaac) sem á ekki mikið annað af veraldlegum eigum en fötin sem hann klæðist og gítarinn. Það er hávetur í New York og um leið og Llewyn reynir að finna sér verkefni á börum borgarinnar þarf hann að treysta á húsaskjól hjá vinum, ekki síst vinkonu sinni, Jean, sem Carey Mulligan leikur. Þess utan hefur Llewyn tekið að sér kött einn sem hann getur ekki hugsað sér að henda út á Guð og gaddinn þrátt fyrir sín eigin vandræði. Þegar Llewyn hittir svo hinn kostulega Roland Turner (John Goodman) fara hlutirnir að gerast ...... minna