Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Inside Llewyn Davis 2013

Frumsýnd: 7. febrúar 2014

Tónlistin er allt

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 93
/100

Myndin sækir innblásturinn í sögu gítarleikarans Dave Van Ronks sem fæddist í Brooklyn árið 1936, fluttist til Greenwich Village á sjöunda áratugnum og varð um síðir þekktur og virtur sem „The Mayor of Mac- Dougal Street“. Dave, sem lést árið 2002, reyndist mikill áhrifavaldur í bandarískri þjóðlaga-, djass- og blústónlist og á meðal þekktra vina... Lesa meira

Myndin sækir innblásturinn í sögu gítarleikarans Dave Van Ronks sem fæddist í Brooklyn árið 1936, fluttist til Greenwich Village á sjöunda áratugnum og varð um síðir þekktur og virtur sem „The Mayor of Mac- Dougal Street“. Dave, sem lést árið 2002, reyndist mikill áhrifavaldur í bandarískri þjóðlaga-, djass- og blústónlist og á meðal þekktra vina hans og lærisveina voru þau Bob Dylan, Joni Mitchell, Pete Seeger, Leonard Cohen og Janis Ian. Inside Llewyn David gerist á einni viku í lífi hins heimilislausa Llewyn Davis (Oscar Isaac) sem á ekki mikið annað af veraldlegum eigum en fötin sem hann klæðist og gítarinn. Það er hávetur í New York og um leið og Llewyn reynir að finna sér verkefni á börum borgarinnar þarf hann að treysta á húsaskjól hjá vinum, ekki síst vinkonu sinni, Jean, sem Carey Mulligan leikur. Þess utan hefur Llewyn tekið að sér kött einn sem hann getur ekki hugsað sér að henda út á Guð og gaddinn þrátt fyrir sín eigin vandræði. Þegar Llewyn hittir svo hinn kostulega Roland Turner (John Goodman) fara hlutirnir að gerast ...... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn