Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

A Serious Man 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 20. nóvember 2009

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 89% Critics
The Movies database einkunn 88
/100

Svört kómedía sem gerist árið 1967 og fjallar um Larry Gopnik, prófessor í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Hann sér nú fram á líf sitt hrynja til grunna, þegar konan hans býr sig undir að fara frá honum vegna þess að ómyndin bróðir hans neitar að flytja úr húsinu þeirra.

Aðalleikarar

Coen klikka aldrei
Coen bræður hafa sýnt það og sannað að þeir eru algjörlega með þeim betri í hóp þeirra bestu kvikmyndaleikstjóra allra tíma og hafa þeir sýnt það með meistaraverkum eins og Fargo,No country for old men,Big lebowski,Burn after reading og nú A serious man.

Þessi kvikmynd er að mínu mati algjör snild og hún er svo skemmtilega leikinn sem kemur á óvart þegar nánast enginn þekktur leikari kemur við sögu í þessari mynd. A serious man virkar ALLS ekki á yngri kynslóðinna. Flestir táningar mundu æla uppí kok yfir þessari svo er fyrir víst(þyrfti að ala þetta lið betur upp). Myndinn er ekki aðeins skemmtilega leikinn heldur líka brilland vel gerð og söguþráðurinn hvílíkt flottur.

Myndinn kemur manni líka svo skemmtilega á óvart og í svo góðann fíling einhvað. Hinsvegar fannst mér byrjunin soldið skondin með gyðingana og gat ég voða lítið hlegið afþví en fólk má nú deila um það. Tónlistinn er líka mjög skemmtileg í þessari mynd og það ber helst að segja lagið Don't you want somebody to love sem spilar svo skemmtilega inní myndinna.

En myndinn verð ég nú að segja er fyrir helstu ALLRA stærsu áðdáenda Coen bræðra. Vel flestir mundu líklegast eiga í erfiðleikum með að skilja myndinna og hvað helst þá húmorinn því bræðurnir eiga það skemmtilega til með að koma með húmor fyrir fólk sem sumir skilja en alls ekki allir.

A serious man er brilland kvikmynd að mínu mati og mæli ég hiklaust með henni. Ég gef henni 9/10 í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lúmsk snilld, en alls ekki fyrir alla
Coen-bræður hafa alltaf verið svolitlir prakkarar. Húmorinn þeirra er álíka lúmskur og framvindan í sögunum þeirra. Um leið og þér finnst þú vera að horfa á eitthvað hefðbundið þá er mottunni kippt undan þér og þegar lokatextinn byrjar að rúlla er nánast ómögulegt að geta sagt: "ég vissi að þetta myndi gerast!" A Serious Man er svo sannarlega í takt við þessa hefð. Á yfirborðinu höfum við mjög einfalda svarta kómedíu en um leið og maður opnar aðeins augun sér maður að hún er drekkhlaðin (biblíu)tilvísunum og vísbendingum sem segja þér til um alla heildina. Hún er alls ekki fyrir alla, og ef maður er ekki tilbúinn til að hugsa aðeins eftirá eða jafnvel horfa á hana aftur þá mun endirinn skilja mann eftir vægast sagt pirraðan. Miklu meira svo heldur en lokasenan gerði í No Country for Old Men.

Ég ákvað að sjá þessa mynd tvisvar áður en ég myndi fjalla um hana. Eftir fyrsta áhorf hafði ég ekki minnstu hugmynd um hvað mér fannst um hana. Hún var fyndin og aðdáunarverð en þegar ljósin kviknuðu vissi ég ekki hvort ég ætti að kalla hana frábæra eða ekkert sérstaka. Endirinn er virkilega illgjarn, en að sjálfsögðu er það viljandi gert. Margir munu hrista hausinn og gefa skít í myndina um leið, eins og ég var næstum því tilbúinn til að gera, en eftir að hafa stúderað hana og melt hana betur í annað sinn get ég ekki annað en sagt að þetta sé frábær mynd, og klárlega skylduáhorf fyrir þá sem kunna að meta svona ræmur.

Flestar myndir Coen-bræðra taka áhættur, en A Serious Man er alveg meistaralega djörf að öllu leyti. Í fyrsta lagi eru engin þekkt nöfn hér að finna - sem er óvenjulegt þegar virtir kvikmyndargerðarmenn eru komnir svona langt inn á ferilinn sinn. Í öðru lagi er efnisinnihaldið bæði dökkt og lagskipt. Það er endalaust hægt að pæla í myndinni og fá fleiri en eina niðurstöðu (bæði einfalda og flókna) úr þessu öllu saman, en það er einmitt það sem gerir hana góða. Ég ásamt félögum mínum höfum ekki getað hætt að tala um hana og hefur slíkt sjaldan talist slæmt merki í minni bók. Annað en þegar ég sá listadrulluna Synecdoche, New York (sem margir segja að sé betri í annað sinn) þá *langaði* mig til að sitja yfir þessari mynd aftur. Hún var líka mjög áhugaverð til að byrja með og mér leið aldrei eins og það væri verið að rugla mann bara upp á gamanið. Fullt af myndum gera tilraunir til þess að "fokka" í manni án þess að koma með einhver sérstök skilaboð, en það krefst mikillar nákvæmni að móta fullnægjandi sögu sem bæði fangar athygli manns gengur upp í djúpu pælingum sínum án þess að virka ódýr. Endirinn á þessari mynd skildi mig eftir pínu áttavilltan fyrst en allt á undan því greip mig á einhvern hátt.

Myndin er svo spes, svo vel leikin (Michael Stuhlbarg er ÆÐISLEGUR), vel skrifuð, útpæld og alveg yndislega ýkt á sumum stöðum. Hún kemur líka stöðugt á óvart. Coen-bræður eru ekki þekktir fyrir karakterstúdíur en í góða stund keyrir myndin sig sem slík. Tónninn er voða blekkjandi og ekkert fer eins og maður býst við. Hún virðist líka vera í hlutlausum gír allan tímann en það er líka blekking. Hinar furðulegustu senur reyndust vera margfalt mikilvægari en ég gerði fyrst ráð fyrir (t.d. byrjunaratriðið og tannlæknasagan, svo eitthvað sé nefnt) þannig að passið að fylgjast vel með. Fyrir minn smekk voru kannski fullmargir hnútar óhnýttir í lokin, en það þýðir kannski bara að ég þurfi að horfa á myndina enn eitt skiptið, sem ég mun hiklaust gera.

Fágaði húmorinn virkaði líka á mig. Bræðurnir eru algjörlega með sína eigin tegund af kímnigáfu, sem eru svosem engar nýjar fréttir. Engu að síður þá elska ég hvernig þeir leyfa senum að vera fyndnar á þunglyndan og oft yfirdrifinn hátt án þess að leggja áherslu á tiltekna brandara, og fyrir vikið verða myndirnar oft ótrúlega fyndnar. Fólk annað hvort "fattar" húmor þeirra og fílar hann alla leið, eða ekki og þá ríkir mikil þögn frá byrjun til enda.

A Serious Man er úrvalsmynd þótt ég neyðist til þess að mæla með henni með smá viðvörun. Þetta er mynd sem ég þurfti að hugsa mikið um eftir áhorf og satt að segja hef ekki hætt að hugsa um hana síðan. Að mínu mati er þetta besta gamandramað frá bræðrunum síðan Barton Fink, og þessir rugluðu snillingar sýna enn einu sinni af hverju þeir eru einhverjir athyglisverðustu menn sem starfa í bransanum.

9/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

23.08.2016

100 bestu myndir 21. aldarinnar

Ný könnun ríkisútvarpssins breska BBC, leiðir í ljós að besta mynd aldarinnar sem við lifum nú á, þeirrar 21., er Mulholland Drive frá árinu 2002 eftir David Lynch. Þó einungis séu liðin 16% af öldinni, þá streyma...

11.09.2009

Annar "The Dude" á leiðinni?

Variety kvikmyndablaðið segir frá því í dag að Jeff Bridges eigi í viðræðum við Paramount kvikmyndaverið um að leika aðalhlutverkið í endurgerð Joel og Ethan Coen á True Grit. Bridges myndi þar leika sama hlutverk og færði John Wayne...

26.03.2012

Íslenskt bíóhlaðvarp vekur athygli

Kvikmyndaáhugamaðurinn Ari Gunnar Þorsteinsson er umsjónarmaður þáttanna The Movie Homework Podcast, en ásamt Mariam Wolfe taka þau til umfjöllunar tvær kvikmyndir í hverjum þætti. Þau leggja eina kvikmynd fyrir hvort anna...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn