Tvær 12. októbermyndir með ný plaköt

Tvær kvikmyndir sem koma í bíó hér á landi sama dag, eða þann 12. október nk. hafa fengið ný plaköt. Í fyrsta lagi er komið nýtt IMAX plakat fyrir ofurhetjumyndina Venom, með hinum Óskarstilnefnda Tom Hardy í titilhlutverkinu, en IMAX eru risabíó víða um heim.  Hinsvegar er hinn Óskarstilnefndi Ryan Gosling mættur á nýju plakati […]

Nýtt í bíó – Blade Runner 2049

Vísindatryllirinn Blade Runner 2049 verður frumsýnd á föstudaginn næsta, þann 6. október, í Smárabíói, Laugarásbíói, Sambíóunum Egilshöll og Kringlunni og Borgarbíói, Akureyri. Í Blade Runner 2049 er tekinn upp þráðurinn þrjátíu árum eftir að atburðum fyrstu myndarinnar lýkur. LAPD lögreglumaðurinn Officer K, svokallaður „blade runner“, kemst yfir leyndardómsfullar upplýsingar sem áttu fyrir löngu að vera […]

Gosling gengur á tunglinu

Leikstjórinn Óskarstilnefndi Damien Chazelle, og La La Land leikarinn hans, Ryan Gosling, munu vinna aftur saman innan skamms, í myndinni First Man, sem Universal Pictures mun framleiða. Chazelle leikstýrir myndinni eftir handriti Spotlight – Óskarsverðlaunahafans Josh Singer. Heimildir Variety kvikmyndavefjarins herma að tökur myndarinnar muni hefjast snemma á næsta ári. Myndin er byggð á ævisögu […]

Gosling flautar og syngur

Ryan Gosling flautar og hefur upp ljúfa söngrödd sína í fyrstu kitlu-stiklu fyrir myndina La La Land, sem er nýkomin út. Lagið sem hann flytur fyrir persónu Emma Stone í myndinni heitir City of Stars, og er eftir leikstjóra og handritshöfund myndarinnar, Damien Chazelle. Myndin er söngvamynd og kemur í kjölfar síðustu myndar leikstjórans, hinnar […]

Blade Runner 2 flýtt um þrjá mánuði

Warner Bros. og Alcon Entertainment hafa ákveðið að flýta útgáfu framhalds Blade Runner um þrjá mánuði. Hún verður því sýnd 6. október 2017 í stað 12. janúar 2018 eins og upphaflega stóð til. Denis Villeneuve mun leikstýra myndinni og með helstu hlutverk fara Ryan Gosling, Harrison Ford, Robin Wright og Dave Bautista. Myndin gerist nokkrum […]

11 ástæður fyrir því að Blade Runner er best

Fyrr í vikunni var tilkynnt að tökur á framhaldi vísindaskáldsögumyndarinnar Blade Runner hefjast í júlí. Harrison Ford verður aftur í aðalhlutverkinu sem rannsóknarlöggan Rick Deckard og á móti honum leikur hjartaknúsarinn Ryan Gosling. Leikstjóri verður Denis Villeneuve og tökumaður verður Roger Deakins sem starfaði með Villeneuve að Sicario og Prisoners. Tónskáldið Jóhann Jóhannsson, sem vann einnig með Villeneuve […]

Framleiðendur verðlaunuðu The Big Short

Kvikmyndin The Big Short, sem fjallar um fjármálakreppuna árið 2007, hlaut verðlaun samtakanna Producers Guild of America við hátíðlega athöfn í Los Angeles í gærkvöldi. Christian Bale, Steve Carell, Ryan Gosling og Brad Pitt leika aðalhlutverkin í myndinni, sem hlaut hvorki Golden Globe- né Critics Choice-verðlaunin á dögunum. Í þetta sinn sigraði hún keppinauta sína, […]

Stallone vill Gosling sem næsta Rambó

Sylvester Stallone vill að Ryan Gosling taki við hlutverki sínu sem Rambo í framtíðinni.  Hinn 69 ára Stallone var að kynna sína nýjustu mynd, Creed, þegar hann var spurður hvern hann myndi velja til að taka við af sér sem Rambo. Fyrst sagði hann að líklega myndi enginn taka við af honum en sagði svo: „Í […]

Ryan Gosling leikur í Blade Runner 2

Ryan Gosling hefur staðfest að hann muni leika í Blade Runner 2. Hann vildi þó lítið meira segja í viðtali við Collider, en þar var hann að kynna sína nýjustu mynd, The Big Short.  „Það er örflaga í mér og ef ég segi eitthvað meira mun ég springa í loft upp,“ sagði hann léttur. Leikstjóri Blade Runner […]

Crowe leikur þræl í eyðimörk

Óskarsverðlaunahafinn Russell Crowe mun leika aðalhlutverkið í In Sand and Blood, samkvæmt kvikmyndasíðunni The Wrap.  Handritið er byggt á hinni sannsögulegu bók Skeletons on the Zahara: A True Story of Survival. Hún fjallar um bandarískt skip sem strandar við strendur vesturhluta Sahara-eyðimerkurinnar árið 1815. Tólf manna áhöfnin var tekin höndum og lenti í hinum ýmsum […]

Bale, Pitt og Gosling í nýrri stiklu

Fyrsta stiklan úr fjármáladramanu The Big Short er komin út. Christian Bale, Brad Pitt og Ryan Gosling leika aðalhlutverkin og er þetta í fyrsta sinn sem þessar stjörnur sjást saman á hvíta tjaldinu. Steve Carell og Karen Gillan fara einnig með stór hlutverk í myndinni. Í henni taka þeir Bale, Pitt, Carell og Gosling stöðu […]

Heimildarmynd um Winding Refn væntanleg

Ný heimildarmynd um danska leikstjórann Nicholas Winding Refn er væntanleg. Myndin er gerð af konunni hans, Liv Corfixen, og nefnist My life directed by Nicholas Winding Refn. Myndin var öll tekin upp þegar Refn var að leikstýra myndinni Only God Forgives, með Ryan Gosling í aðalhlutverki. Only God Forgives var tekin upp í Bangkok og bjó […]

Pitt, Bale og Gosling í 'The Big Short'

Stórleikararnir Brad Pitt, Christian Bale og Ryan Gosling munu leiða saman hesta sína í nýrri kvikmynd frá framleiðslufyrirtækinu Plan B, sem er m.a. í eigu Pitt. Leikstjóri Anchorman, Adam McKay, mun leikstýra myndinni. Myndin verður gerð eftir bókinni The Big Short: Inside the Doomsday Machine eftir metsöluhöfundinn Michael Lewis, en hann hefur gefið út margar bækur um fjármálalífið, […]

"Tvíburasál" hrellir Gosling fjölskylduna

Bandaríski leikarinn Ryan Gosling hefur fengið tímabundið nálgunarbann á konu sem er sögð hafa setið um hann og fjölskyldu hans. Í skjölum sem E!News fréttaveitan vitnar í, þá segir Gosling að kona að nafni Grace Marie Del Villar hafi „áreitt, setið um og reynt að eiga persónuleg samskipti við“ leikarann, móður hans og systur. Konan, […]

Refn kemur Gosling til varnar

Lost River (áður How To Catch a Monster) hefur verið harkalega gagnrýnd eftir að hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes, en myndin er frumraun Ryan Gosling sem leikstjóri. Myndin fjallar um ein­stæða móður sem er rif­in inn í myrka und­ir­heima á meðan ung­lings­son­ur henn­ar upp­götv­ar veg sem leiðir hann að leyndri borg neðan­sjáv­ar. The Hollywood Reporter, Variety […]

Fyrsta sýnishornið úr frumraun Gosling

Fyrsta sýnishornið úr Lost River (áður How To Catch a Monster) var opinberað í dag, en myndin er frum­raun Ryan Gosl­ing sem leikstjóra. Lost River er sögð fjalla um ein­stæða móður sem er rif­in inn í myrka und­ir­heima á meðan ung­lings­son­ur henn­ar upp­götv­ar veg sem leiðir hann að leyndri borg neðan­sjáv­ar. Gosling var hér á landi […]

Frumsýning: Only God Forgives

Myndform frumsýnir spennumyndina Only God Forgives á morgun miðvikudaginn 31. júlí í Laugarásbíói, Háskólabíói og í Borgarbíói Akureyri. Í aðalhlutverkum eru þau Ryan Gosling og Kristin Scott Thomas. Sjáðu sýnishorn úr myndinni hér fyrir neðan: „Leikstjóri kvikmyndarinnar DRIVE (Nicolas Winding Refn), ásamt aðalleikara sömu myndar (Ryan Gosling), leiða saman hesta sína að nýju í kvikmyndinni […]

Púað á Only God Forgives í Cannes

Nýjasta kvikmynd danska leikstjórans Nicholas Winding Refn náði ekki að heilla áhorfendur þegar hún var sýnd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. Á meðan á sýningu myndarinnar, sem ber heitið Only God Forgives, stóð, púuðu fjölmargir viðstaddra utan úr sal. Ryan Gosling, Kristin Scott Thomas og Yayaying Rhatha Phongam fara með aðalhlutverkin. Gagnrýnendur vilja meina að […]

Gosling í frí frá kvikmyndaleik

Kvikmyndaleikarinn Ryan Gosling segir í nýju viðtali að hann hyggist hvíla sig á kvikmyndaleik. „Ég er búinn að gera of mikið af þessu,“ sagði hinn 32 ára gamli leikari í samtali við The Huffington Post. „Ég er búinn að missa fókusinn á það hvað ég er að gera. Ég held að ég hafi gott af […]

Gosling alltaf langað að ræna banka

Ryan Gosling segist alltaf hafa langað að ræna banka en  hefur aldrei látið verða af því vegna  þess að hann hefur lítinn áhuga á að fara í fangelsi.   Leikarinn fer með aðahlutverkið í The Place Beyond the Pines þar sem hann endurnýjar kynni sín við Derek Cianfrance sem leikstýrði honum í Blue Valentine. Þar […]

Doctor Who-leikari í mynd Ryan Gosling

Matt Smith sem leikur í bresku þáttunum Doctor Who hefur verið ráðinn í aðalkarlhlutverkið í kvikmynd Ryan Gosling, How To Catch A Monster, samkvæmt Variety. Þetta verður fyrsta Hollywood-mynd Smith, sem mun leika á móti Christina Hendricks og Eva Mendes í þessu fyrsta leikstjóraverkefni Gosling.  Hendricks lék á móti Gosling í Drive en er líklega […]

Rænir banka aflitaður með flúrað tár

Ryan Gosling og leikstjórinn Derek Cianfrance unnu síðast saman í myndinni Blue Valentine, en þá var persóna Gosling allt of þung, að fá skalla, föst í ástlausu sambandi að ala upp krakka sem hann átti ekki. Nú er von á nýrri mynd frá þeim félögum sem heitir The Place Beyond The Pines, og er hún […]

Gosling og Stone ræða samband sitt í Gangster Squad

Við vorum að fá í hús stutt myndband, blöndu af sýnishornum og viðtölum við leikara, svokallað featurette, úr myndinni Gangster Squad sem frumsýnd verður þann 25. janúar nk. Sjáðu myndbandið hér að neðan: Söguþráður myndarinnar er þessi: Myndin hefst árið 1949 í Los Angeles. Glæpamaðurinn Mickey Cohen hefur ásamt mönnum sínum komist til umfangsmikilla áhrifa í […]

Buffaður Gosling – nýjar myndir og plakat

Nýjar myndir eru komnar úr nýjasta verkefni þeirra leikarans Ryan Gosling og leikstjórans  Nicolas Winding Refn en þeir gerðu hina stórgóðu Drive saman. Nýjasta mynd þeirra heitir Only God Forgives. Þetta er glæpa drama sem gerist í Bangkok í Taílandi, og fjallar um Julian, sem Gosling leikur, sem rekur taílenskan hnefaleikaklúbb ( skýrir kannski ástandið á […]

Ryan Gosling laminn í klessu

Ryan Gosling er heldur betur krambúleraður á nýju kynningarplakati  Only God Forgives. Hann lítur út fyrir að hafa lent í heljarinnar barsmíðum. Myndin fjallar um Julian (Gosling) sem rekur Thai-box klúbb sem yfirskyn fyrir eiturlyfjasmygl fjölskyldu sinnar. Móðir hans Jenna (Kristin Scott Thomas) neyðir hann til að finna og drepa þann sem bar ábyrgð á […]

Gosling hættir við Logan

Ryan Gosling er hættur við að leika í myndinni Logan´s Run. Gosling ætlaði að leika undir stjórn Nicolas Winding Refn í þessari endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1976. Þeir unnu fyrst saman við Drive sem kom út fyrra og héldu svo samstarfinu áfram í Only God Forgives sem kemur út á næsta ári. Ástæður fyrir brotthvarfi […]

Gosling drepur gangstera

Óhætt er að segja að nýjasta ofurstjarna Hollywoods sé Ryan Gosling, með hvern hittarann á eftir öðrum. Crazy Stupid Love, Drive og The Ides of March eru bara nokkur dæmi. Flestir þeir sem fylgjast eitthvað með kvikmyndum (ég) vita að ein svakalegasta glæponamynd síðari ára er á leiðinni, en hún skartar einmitt honum Ryan Gosling, […]

Einfalt en æðislegt Gangster Squad plakat

Skoðanir verða líklegast skiptar í garð nýjasta plakats mafíumyndarinnar Gangster Squad, en það er sáraeinfalt en samt eitthvað svo flott á sígildan máta – hönnun sem hefur sárlega vantað í plakatsgerð upp á síðkastið. Svalt og afslappað, en samt svo hreint og vandað. Í raun virkar þetta meira eins og hönnun fyrir DVD-útgáfu myndarinnar frekar […]

Gangster Squad fær stiklu

Það er enginn smá leikhópur á ferðinni í glæpaepíkinni The Gangster Squad, en fyrsta stiklan fyrir myndina var að detta á netið. Berið kanónur á borð við Ryan Gosling, Sean Penn, Josh Brolin, Robert Patrick og Nick Nolte, að ógleymdri Emma Stone augum í henni hér fyrir neðan: Myndin er byggð á viðamikli grein sem birt var […]

Nicholas Winding Refn fær 10 Ráð

Danski leikstjórinn sem færði okkur Drive, Pusher-þríleikinn, og Bronson, var staðfestur í gær sem framleiðandi og leikstjóri myndarinnar The Hitman’s Guide To Housecleaning af forsvarsmönnum Truenorth, sem munu vinna með tökuliðinu hérlendis þegar að því kemur. Myndin er byggð á bókinni 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp eftir […]