Púað á Only God Forgives í Cannes

only_god_forgives_ver2_xlgNýjasta kvikmynd danska leikstjórans Nicholas Winding Refn náði ekki að heilla áhorfendur þegar hún var sýnd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. Á meðan á sýningu myndarinnar, sem ber heitið Only God Forgives, stóð, púuðu fjölmargir viðstaddra utan úr sal.

Ryan Gosling, Kristin Scott Thomas og Yayaying Rhatha Phongam fara með aðalhlutverkin. Gagnrýnendur vilja meina að leikstjórinn einblíni of mikið á stíl, á kostnað sögu og leiks.

Myndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en Refn hlaut mikið lof fyrir kvikmyndina Drive, þrátt fyrir að gagnrýnendur hefðu einnig talað um að hann einbeitti sér of mikið á stílbrögð í þeirri mynd.