Gosling og Stone ræða samband sitt í Gangster Squad

Við vorum að fá í hús stutt myndband, blöndu af sýnishornum og viðtölum við leikara, svokallað featurette, úr myndinni Gangster Squad sem frumsýnd verður þann 25. janúar nk.

Sjáðu myndbandið hér að neðan:

Söguþráður myndarinnar er þessi: Myndin hefst árið 1949 í Los Angeles. Glæpamaðurinn Mickey Cohen hefur ásamt mönnum sínum komist til umfangsmikilla áhrifa í undirheimum borgarinnar og sölsað undir sig stóran hluta af ólöglegum viðskiptum tengdum eiturlyfjum, vændi, vopnasölu og veðmálastarfsemi. Áhrifa þessa miskunnarlausa glæpaforingja gætir víða og teygja völd hans anga sína m.a. inn í raðir lögregluog embættismanna borgarinnar. Eftir að ljóst er orðið að lögin ein geta ekki stöðvað Mickey og sívaxandi umsvif hans ákveða yfirvöld að heimila með leynd stofnun lítillar sérsveitar sem er ætlað það hlutverk að berjast við Mickey og menn hans með þeirra eigin aðferð, ofbeldi. Í þeirri baráttu eru allar reglur og lagabókstafir látnir lönd og leið og um leið öll miskunn …