Gosling drepur gangstera

Óhætt er að segja að nýjasta ofurstjarna Hollywoods sé Ryan Gosling, með hvern hittarann á eftir öðrum. Crazy Stupid Love, Drive og The Ides of March eru bara nokkur dæmi. Flestir þeir sem fylgjast eitthvað með kvikmyndum (ég) vita að ein svakalegasta glæponamynd síðari ára er á leiðinni, en hún skartar einmitt honum Ryan Gosling, og virðist sem hann ætli að slá í gegn á skjánum enn á ný, ef marka má nýjasta trailerinn.

 

 

Gosling er þó ekki einn í myndinni (döh) en hún er troðfull af A-klassa leikurum. Josh Brolin, Nick Nolte (sem átti að fá Óskarinn fyrir Warrior, ég er ennþá pirraður), Emma stone, Michael Pena og Sean Penn skemmta sér öll konunglega með G-manninum. Allir virðast sýna þeirra bestu hlið og ætti útkoman að verða stórglæsileg. Finnst ykkur ekki vera kominn tími á alvöru gangster mynd? – Þó að Lawless hafi verið frábær.