Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Gangster Squad 2013

Frumsýnd: 25. janúar 2013

No Names. No Badges. No Mercy

113 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 31% Critics
The Movies database einkunn 40
/100

Myndin hefst árið 1949 í Los Angeles. Glæpamaðurinn Mickey Cohen hefur ásamt mönnum sínum komist til umfangsmikilla áhrifa í undirheimum borgarinnar og sölsað undir sig stóran hluta af ólöglegum viðskiptum tengdum eiturlyfjum, vændi, vopnasölu og veðmálastarfsemi. Áhrifa þessa miskunnarlausa glæpaforingja gætir víða og teygja völd hans anga sína m.a.... Lesa meira

Myndin hefst árið 1949 í Los Angeles. Glæpamaðurinn Mickey Cohen hefur ásamt mönnum sínum komist til umfangsmikilla áhrifa í undirheimum borgarinnar og sölsað undir sig stóran hluta af ólöglegum viðskiptum tengdum eiturlyfjum, vændi, vopnasölu og veðmálastarfsemi. Áhrifa þessa miskunnarlausa glæpaforingja gætir víða og teygja völd hans anga sína m.a. inn í raðir lögregluog embættismanna borgarinnar. Eftir að ljóst er orðið að lögin ein geta ekki stöðvað Mickey og sívaxandi umsvif hans ákveða yfirvöld að heimila með leynd stofnun lítillar sérsveitar sem er ætlað það hlutverk að berjast við Mickey og menn hans með þeirra eigin aðferð, ofbeldi. Í þeirri baráttu eru allar reglur og lagabókstafir látnir lönd og leið og um leið öll miskunn ...... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Gagnrýni: Gangster Squad
Kvikmyndinni Gangster Squad hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu síðan að stiklur úr kvikmyndinni komu fyrst út. Ástæðan er einfaldlega sú að Gangster Squad er uppfull af stórleikurum á borð við Sean Penn, Josh Brolin, Ryan Gosling, Nick Nolte, Emma Stone og Giovanni Ribisi. Með þetta úrvalslið leikara og leikstjórann Ruben Fleischer (Zombieland) við stjórnvölinn voru væntingarnar því ansi háar.

Kvikmyndin, sem lauslega er byggð á sönnum atburðum, segir frá baráttu leynilegs lögregluliðs sem kallar sig „The Gangster Squad“ við glæpaforingjann Mickey Cohen og gengi hans sem hösluðu sér völl í Los Angeles í kringum 5. áratuginn. Í forsvari fyrir þetta leynilega lögreglulið er Sgt. John O'Mara (Josh Brolin) en hann kom heim úr seinni heimsstyrjöldinni og sá að borgin sín, Los Angeles, var ekki sú sama og þegar hann yfirgaf hana fyrir stríðið. Hann leggur því á ráðin með yfirmanni löggæslunnar (Nick Nolte) um að stofna umrædda leynilögreglusveit. Fyrri partur myndarinnar segir því söguna af því hvernig hann finnur, með hjálp konu sinnar, réttu mennina til að skipa lögregluliðið og berjast gegn glæpunum, spillingunni og óöldinni sem ríkir í borg englanna. Seinni hluti myndarinnar sýnir svo baráttu þeirra við glæpagengi Cohen og félaga með tilheyrandi fórnum og dramatík.

Það sem stendur upp úr í þessari mynd er einfaldlega Sean Penn en sá maður virðist bara ekki fá leið á því að leika betur en aðrir mótleikarar sínir. Það er algjör unun að horfa á hann túlka kaldrifjaðan glæpaforingja sem svífst einskis í valdabaráttu sinni. Það sem hins vegar skorti í þessari mynd var betra handrit en oft á köflum fékk þetta samansafn úrvals leikara úr litlu að moða. Þá var oft á tíðum erfitt að tengja við karakterana og þeirra raunir og undirrituðum var svona nokkurn veginn alveg sama hvernig myndin myndi enda. Aftur á móti, myndinni til góða, var atburðarrásin nokkuð hröð sem gerði það að verkum að athygli áhorfandans hélst allan tímann. Á heildina litið má segja sem svo að myndin komist hvergi nálægt stórkostlegum „gangster“ myndum eins og Godfather eða Goodfellas en hún reynir þó sitt besta og var, þegar öllu er á botninn hvolft, ágætis afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.02.2018

Killing leikarar í endurgerð Hönnu

Streymisveita Amazon ætlar að framleiða sjónvarpsþáttaseríu eftir spennumyndinni Hanna, og nú er búið að finna aðalleikarana. Þeir eru engir aðrir en þau Joel Kinnaman og Mireille Enos, sem áður leiddu saman hesta...

04.11.2017

Venom - Tom Hardy slakur á fyrstu ljósmynd

Fyrsta ljósmyndin úr ofurhetjukvikmynd sem margir bíða spenntir eftir, Venom, hefur verið birt á nýstofnuðum Twitter reikningi myndarinnar undir yfirskriftinni Day 1 eða Dagur eitt. Tom Hardy, sem fer með titilhlutverkið, hl...

21.05.2017

Hardy verður ofurhetjan Venom

Framleiðslufyrirtækið Sony Pictures hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að Mad Max: Fury Road og Inception leikarinn Tom Hardy hafi verið ráðinn í hlutverk Eddie Brock í ofurhetjumyndina Venom. Leikstjóri verður Zombieland og G...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn