Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

30 Minutes or Less 2011

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 2. september 2011

A lot can happen in 30 minutes.

83 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 45% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Pizzusendillinn Nick er við það að deyja úr leiðindum í litlum og leiðinlegum smábæ. Það hitnar í kolunum þegar hann rekst á tvo menn sem eiga sér þann draum heitastan að verða stórtækir stórglæpamenn. Þeir ræna Nick og festa tímasprengju á hann - með loforði um að hann verði sprengdur í tætlur, nema hann ræni banka fyrir þá. Nick hefur aðeins... Lesa meira

Pizzusendillinn Nick er við það að deyja úr leiðindum í litlum og leiðinlegum smábæ. Það hitnar í kolunum þegar hann rekst á tvo menn sem eiga sér þann draum heitastan að verða stórtækir stórglæpamenn. Þeir ræna Nick og festa tímasprengju á hann - með loforði um að hann verði sprengdur í tætlur, nema hann ræni banka fyrir þá. Nick hefur aðeins nokkra klukkutíma til að framkvæma þetta ómögulega verkefni og fær til liðs við sig sinn fyrrverandi besta vin, Chet. Klukkan tifar og á meðan þurfa vinirnir lánlausu að kljást við lögregluna, leigumorðingja, eldgleypi og sitt eigið laskaða vinasamband.... minna

Aðalleikarar

Hröð og hlægileg. Gleymist samt fljótt
30 Mintues or Less neyðist til þess að bíta í það súra epli að flokkast sem ein af þessum gamanmyndum sem rétt svo missir af því að vera hörkufín skemmtun og verður í staðinn bara rétt svo "fín." Það vantaði ekki möguleikana. Hún hefur ágæta hugmynd, hressa leikara og leikstjóra sem fyrir stuttu leit út fyrir að vera á bullandi uppleið eftir hina frábæru Zombieland. Skringilega vill svo til að ein ástæðan af hverju þessi mynd missir rétt svo marks er sú að leikstjórnin klikkar pínulítið á kómískri tímasetningu, og þar að auki er handritið (ef við gerum semsagt ráð fyrir því að slíkt hafi verið til staðar) bara ekki nógu frumlegt, sniðugt eða fyndið til að efniviðurinn geti skilað af sér einhverju fersku og rosalega skemmtilegu.

Við höfum öll séð þessa mynd áður, eða öllu heldur mynd af svona sniði (atburðarás sem spannar yfir stuttan tíma og smalar nokkrum aulum í eltingarleik, þar sem peningar eru oftast það sem allir sækjast eftir). Hún lendir í klassíska "screwball comedy" flokkinum og virðir sem betur fer þá óskrifuðu reglu að best sé að halda sögunni á röskum hraða og lengdinni helst undir 90. Athyglin hjá manni deyr aldrei en mér líður samt eins og þessi hefði átt að vera miklu fyndnari og villtari en hún var. Ég hló samt við og við.

Jesse Eisenberg er orðinn að einhvers konar óvæntum meistara og það er gífurlega gaman að sjá hann svona léttan, orkuríkan og fyndinn aftur eftir kröfuharðan leiksigur í The Social Network. Venjulega er gæinn alltaf töluvert lágstemmdur en hér fær hann að hlaupa sig sveittan, fá kvíðaköst og taka fullan þátt í öllum hasarnum sem er í gangi. Hann var ekki einu sinni svona sprækur í Zombieland. Eisenberg er samt bara einn af fjórum leikurum sem hirðir mestallan skjátímann. Hinir eru Aziz Ansari (sem venjulega hefur farið svakalega í taugarnar á mér, en ekki eins mikið hérna), Danny McBride og Nick Swardson. Hver og einn sýnir áberandi áhuga í þátttöku sinni (og "harðhausataktarnir" hjá Michael Peña stóðu skemmtilega upp úr - hefði alveg mátt vera meira af þessum manni) en satt að segja keypti ég engan karakter í myndinni nema Eisenberg. Þetta væri svosem fyrirgefanlegt ef húmorinn hefði brillerað. Oftast er mér skítsama um smágalla í gamanmyndum ef brandararnir ná að halda flugi.

Þessi mynd gæti skellt spikfeitu glotti á þig í 80 mínútur, en líklegast bara ef þú gerir tiltölulega litlar væntingar til hennar. Settu þér bara þá reglu að ef þú hefur ekkert hlegið innan við fyrsta hálftíma myndarinnar, gefðu þá bara skít í restina. Annars ertu í fínu lagi.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vonbrigði en lét mig hlægja
Ruben Fleischer kom með sína fyrstu mynd árið 2009, Zombieland. Sú mynd er áreiðanlega sú fyndnasta sem kom út á því ári, en á meðan hún var mjög fyndin, þá hafði hún frábært flæði, eftirminnilegar persónur og var skemmtilega fersk. Því miður var mest megnis það sem einkenndi Zombieland ekki í 30 Minutes Or Less.

Ég held að mesti munurinn hafi verið að karakterarnir voru miklu eftirminnilegri í Zombieland. Mér hefur alltaf fundist Jesse Eisenberg vera skemmtilegur leikari í myndum eins og Zombieland, Adventureland, Rio og, mín uppáhalds, The Social Network. Jafnvel þótt hann hefur staðið sig mun betur, þá skilaði hann sínu og samband hans við karakterinn sem Aziz Ansari leikur er með því besta við myndina. Þeir tveir eru einu karakterarnir í myndinni sem fá góða þróun og bromance-ið á milli þeirra virkar mjög vel. Þar að auki eru þeir frekar fyndnir í myndinni (atriðið í bankanum er gott dæmi) Hefði ekki verið fyrir galla myndarinnar hefði ég getað sagt að þeir tveir væru nógu stór ástæða til að sjá þessa mynd.

Fleischer heldur ágætu flæði í myndinni (samt skemmtilegt hversu stuttar myndirnar hans eru, hvorugar myndirnar hans ná 90 mínútum með creditlistanum) og hann getur auðveldlega haldið góðri spennu í myndinni, bæði þökk sé honum og traustu leikaravali. En jafnvel þótt leikararnir séu góðir, merkir ekki að karakteranir séu það.

"Illmennnin" (leiknir af Danny McBride og Nick Swardson) eiga sínar góðar línur en maður getur engan veginn tekið þá alvarlega sem illmenni og það er aðeins of ýkt hvað þeir eru aumkunnarverðir, mjög sambærilegir við Will Ferrel og John C. Reilly úr Step Brothers. Svona týpur virka ekki ef þær eru svona ýktar. Húmorinn er líka smávegis mistækur. Myndin getur verið fyndin en á sama tíma reynir hún allt of mikið að reyna það og orðið aðeins of barnalegur.

Ég mæli samt með myndinni fyrir aðalsambandið og skemmtilega forsendu (premise). Hefðu þeir tveir ekki verið eins góðir og þeir voru veit ég ekki hvað mikið ég hefði getað sagt um myndina. 30 Minutes Or Less er þess vegna talsverð vonbrigði fyrir mig.

6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

17.02.2013

Zombieland leikstjóri gerir SpyHunter kvikmynd

Leikstjórinn Ruben Fleischer kom með látum fram á sjónarsviðið með myndunum Zombieland og 30 Minutes or Less, en nýjasta mynd hans, Gangster Squad, hefur ekki náð sama flugi. Gangster Squad var frumsýnd í janúar og er búin að ...

22.01.2013

Frumsýning: Gangster Squad

Sambíóin frumsýna hasarmyndina Gangster Squad á föstudaginn næsta, 25. janúar. Í tilkynningu frá Sambíóunum segir að hér sé á ferðinni grjóthörð hasarmynd í anda The Untouchables. "Myndin byggir á sannsögul...

11.10.2012

Einfalt en æðislegt Gangster Squad plakat

Skoðanir verða líklegast skiptar í garð nýjasta plakats mafíumyndarinnar Gangster Squad, en það er sáraeinfalt en samt eitthvað svo flott á sígildan máta - hönnun sem hefur sárlega vantað í plakatsgerð upp á síð...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn