Bale, Pitt og Gosling í nýrri stiklu

Fyrsta stiklan úr fjármáladramanu The Big Short er komin út. Christian Bale, Brad Pitt og Ryan Gosling leika aðalhlutverkin og er þetta í fyrsta sinn sem þessar stjörnur sjást saman á hvíta tjaldinu. brad pitt mynd

Steve Carell og Karen Gillan fara einnig með stór hlutverk í myndinni.

Í henni taka þeir Bale, Pitt, Carell og Gosling stöðu gegn stjórnvöldum og græða stórfé á sama tíma og allir í kringum þá tapa milljörðum króna á fjármálamörkuðunum.

The Big Short er byggð á samnefndri, sannsögulegri bók, eftir Michael Lewis sem var í 28 vikur á metsölulista New York Times.

Hún fjallar um hóp fólks sem sá hrun fjármálamarkaðanna fyrir árið 2008 og græddi á því stórfé.

Myndin er væntanleg í bíó vestanhafs í desember.