Geimurinn heillar

Þrjár nýjar kvikmyndir bættust í íslensk bíóhús um nýliðna helgi, að ógleymdum fjölda mynda á RIFF, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Vinsælust þessara þriggja nýju mynda var geimmyndin Ad Astra með Brad Pitt í aðalhlutverki, en rúmlega tvö þúsund manns lögðu leið sína í bíó til að sjá kvikmyndina. Önnur vinsælasta kvikmynd landsins er svo Rambo: […]

Ad Astra rýkur upp aðsóknarlistana

Geimtryllirinn Ad Astra, með Brad Pitt í aðalhlutverki, fer af stað með hvelli innan og utan Bandaríkjanna, en kvikmyndin varð hlutskörpust í miðasölu helgarinnar á alþjóðamarkaði, með 26 milljónir dala í tekjur í 44 löndum. Samtals voru tekjur myndarinnar, alþjóðlega og í Bandaríkjunum, um helgina, 45,2 milljónir dala, en í Bandaríkjum námu tekjurnar 19,2 milljónum […]

Geimfeðgamynd með nýja stiklu og plakat

Framleiðslufyrirtækið 20th Century Fox hefur birt nýja stiklu og plakat fyrir geimmyndina Ad Astra, með Brad Pitt í aðalhlutverkinu. Kvikmyndin verður frumsýnd í september næstkomandi. Eins og fram kemur í kynningum á myndinni, þá er hér ekki á ferðinni dæmigerð geim-hamfaramynd, þar sem „einungis“ örlög alls heimsins eru í hættu, heldur er miklu meira en […]

Pitt í geimferðalag – bjargar sólkerfinu

Aðdáendur Brad Pitt hljóta að vera kátir þessa dagana, þar sem amk. tvær kvikmyndir með leikaranum í aðalhlutverki koma í bíó á árinu. Ein er Quentin Tarantino myndin Once Upon a Time in Hollywood, en hin er geimmyndin Ad Astra, en framleiðslufyrirtækið 20th Century Fox hefur nú sent frá sér fyrstu stikluna og plakatið fyrir […]

Ári eftir skilnað er lífið enn erfitt

Kvikmyndaleikkonan og leikstjórinn Angelina Jolie segist taka einn dag fyrir í einu, þegar hún er spurð um líðan sína ári eftir að hún skildi við eiginmann sinn Brad Pitt: „Ég er bara að reyna að komast í gegnum dagana.“ Jolie og Pitt, sem eiga saman sex börn, sóttu um skilnað árið 2016 eftir tveggja ára […]

Kona Pitt njósnari Nasista – Fyrsta stikla úr Allied

Enn á ný er kvikmyndaleikarinn Brad Pitt mættur inn á sögusvið Seinni heimsstyrjaldarinnar í nýjustu mynd Robert Zemeckis ( Forrest Gump, Cast Away ), Allied, en Pitt hefur áður leikið í Seinni heimsstyrjaldarmyndum eins og Fury og Inglorious Basterds. Í dag kom út fyrsta kitla fyrir myndina, sem frumsýnd verður hér á landi 25. nóvember nk. […]

Pitt vill Fincher í World War Z 2

Uppvakningatryllirinn World War Z frá árinu 2013, með Brad Pitt í aðalhlutverki, var hin ágætasta skemmtun, og þénaði meira en hálfan milljarð Bandaríkjadala í miðasölunni um heim allan, þrátt fyrir ýmis vandræði á tökutíma myndarinnar. Velgengni myndarinnar í miðasölunni þýddi að framhaldsmynd var óumflýjanleg, en þó að nú séu þrjú ár liðin frá frumsýningu bólar ekkert […]

Pitt og seinni heimsstyrjöldin saman á ný

Tökur eru hafnar í London á enn einni seinni heimsstyrjaldar-mynd Brad Pitt, Allied, sem leikstýrt er af Robert Zemeckis. Aðalkvenhlutverkið er í höndum Marion Cotillard. Frumsýningardagur hefur verið ákveðinn 23. nóvember á þessu ári. Seinni heimsstyrjöldin hefur verið Pitt hugleikin upp á síðkastið. Skemmst er að minnast skriðdrekamyndarinnar Fury eftir David Ayer, og þar á […]

Kynlífsfræðingur í spennutrylli

Aðalleikkonan í sjónvarpsþáttunum Kynlífsfræðingunum, Masters of Sex, sem sýndir eru á RÚV, Lizzy Caplan, hefur verið ráðin í hlutverk í nýjan rómantískan spennutrylli leikstjórans Robert Zemeckis, en Brad Pitt og Marion Cotillard eru í stærstu hlutverkunum. Pitt og Cotillard munu leika leigumorðingja sem verða ástfangnir þegar þau eru með það verkefni að drepa þýskan foringja í seinni […]

Framleiðendur verðlaunuðu The Big Short

Kvikmyndin The Big Short, sem fjallar um fjármálakreppuna árið 2007, hlaut verðlaun samtakanna Producers Guild of America við hátíðlega athöfn í Los Angeles í gærkvöldi. Christian Bale, Steve Carell, Ryan Gosling og Brad Pitt leika aðalhlutverkin í myndinni, sem hlaut hvorki Golden Globe- né Critics Choice-verðlaunin á dögunum. Í þetta sinn sigraði hún keppinauta sína, […]

Leikstjóri World War Z 2 hættur

Leikstjórinn Juan Antonio Bayona hefur dregið sig út úr framhaldi World War Z. Ástæðan er sú að hann þarf að ljúka við gerð myndarinnar A Monster Calls  með Felicity Jones og Liam Neeson í aðalhlutverkum. Kvikmyndaverið Paramount vill ljúka við gerð uppvakningatryllisins í sumar og því varð Bayona frá að hverfa. Brad Pitt leikur sem fyrr aðalhlutverkið. […]

Jolie leikstýrir mynd um Leakey

Angeline Jolie ætlar að leikstýra kvikmynd um Richard Leakey, sem er mikill dýraverndarsinni. Hann hefur átt í viðræðum við Jolie um að festa viðburðaríka ævi hans á filmu. Framleiðsla á myndinni gæti hafist í byrjun næsta árs. Hinn sjötugi Leakey segir að Brad Pitt, eiginmaður Jolie, gæti leikið hann ef hann verður sáttur við handritið. […]

Skrítið að taka upp kynlífsatriðin

Angelina Jolie segir að það hafi verið stórskrítið að taka upp kynlífsatriði með eiginmanni sínum Brad Pitt fyrir myndina By the Sea, en Jolie leikstýrir myndinni einnig.  „Það er það skrítnasta í heimi að liggja nakin í baðkari með iPad sem sýnir þér hvernig takan lítur út utan frá, á meðan eiginmaður þinn er við […]

Pitt framleiðir kóreska skrímslamynd

Fyrirtæki leikarans Brad Pitt, Plan B Entertainment, ætlar að framleiða suður-kóreska skrímslamynd sem nefnist Okja.  Þetta verður jafnframt fyrsta asíska kvikmyndin sem nýtur stuðnings Netflix, samkvæmt frétt Variety. Með aðalhlutverk fara Tilda Swinton, Jake Gyllenhaal, Paul Dano, Bill Nighy og Kelly MacDonald. Leikstjóri verður Bong Joon-ho, sem á að baki myndina Snowpiercer. Tökur hefjast í apríl […]

Bale, Pitt og Gosling í nýrri stiklu

Fyrsta stiklan úr fjármáladramanu The Big Short er komin út. Christian Bale, Brad Pitt og Ryan Gosling leika aðalhlutverkin og er þetta í fyrsta sinn sem þessar stjörnur sjást saman á hvíta tjaldinu. Steve Carell og Karen Gillan fara einnig með stór hlutverk í myndinni. Í henni taka þeir Bale, Pitt, Carell og Gosling stöðu […]

Netflix og Pitt saman í stríð

Netflix vídeóleigan bandaríska, sem hefur með góðum árangri framleitt sjónvarpsþætti síðustu misseri, eins og House of Cards, Daredevil og Orange is the New Black, ætlar að vinna með framleiðslufyrirtæki Brad Pitt, Plan B,  að nýrri bíómynd.   Netflix mun dreifa myndinni War Machine, sem er kaldhæðin gamanmynd, eins og henni er lýst í frétt The […]

World War Z 2 frumsýnd 2017

Í dag var tilkynnt um frumsýningardag fyrir framhald uppvakningatryllisins World War Z, sem verður 9. júní, 2017. Brad Pitt framleiddi og lék aðahlutverk í fyrri myndinni sem er frá árinu 2013, en hún er byggð á samnefndri skáldsögu Max Brooks. Áður en myndin var frumsýnd þá bjuggust margir við að myndin yrði eitt risastórt flopp, […]

Pitt, Bale og Gosling í 'The Big Short'

Stórleikararnir Brad Pitt, Christian Bale og Ryan Gosling munu leiða saman hesta sína í nýrri kvikmynd frá framleiðslufyrirtækinu Plan B, sem er m.a. í eigu Pitt. Leikstjóri Anchorman, Adam McKay, mun leikstýra myndinni. Myndin verður gerð eftir bókinni The Big Short: Inside the Doomsday Machine eftir metsöluhöfundinn Michael Lewis, en hann hefur gefið út margar bækur um fjármálalífið, […]

Pitt og Fallon tjá sig með breikdansi

Samband leikarans Brad Pitt og þáttastjórnandans Jimmy Fallon virðist vera mun þróaðara heldur en hjá okkur hinum. Samkvæmt nýju myndbandi sem birtist í þætti Fallon í gærkvöldi þá geta þeir tjáð sig með breikdansi. Pitt og Fallon sýna sína bestu takta í myndbandinu þó með mikilli hjálp frá atvinnu dönsurum sem eru staðgenglar þeirra megnið […]

Scorsese gerir stuttmynd með Pitt, DiCaprio og De Niro

Stórleikararnir Brad Pitt, Leonardo DiCaprio og Robert De Niro munu fara með aðalhlutverk í nýrri stuttmynd sem Martin Scorsese mun leikstýra. Um er að ræða mynd sem er styrkt af fyrirtækinu Melco-Crown Entertainment (MCE), en fyrirtækið rekur hótel og spilavíti í Hong Kong og Macau. Leikstjórinn og leikararnir eru hvergi óvanir þegar kemur að því að […]

Fágætar upptökur af frægum leikurum í áheyrnarprufum

Áður en frægðin bankaði á dyrnar hjá stærstu stjörnum Hollywood þá fóru dagarnir í það að eltast við hlutverk, lesa handrit, styrkja tengslanet og síðast en ekki síst í ótal áheyrnarprufur. Við höfum öll heyrt þessar sögur. Allir verða að byrja einhversstaðar og góð áheyrnarprufa getur verið ávísun á farsælan feril. Áheyrnarprufur hafa margsannað gildi […]

Hafið sameinar Pitt og Jolie á ný

Leikaraparið Brad Pitt og Angelina Jolie munu á nýjan leik leiða saman hesta sína á hvíta tjaldinu, í fyrsta skipti síðan þau léku saman  í Mr. and Mrs. Smith árið 2005, í myndinni By the Sea, eða Við hafið, sem Jolie mun einnig leikstýra og skrifa handrit að. Pitt mun framleiða í gegnum fyrirtæki sitt […]

Fyrsta stiklan úr Fury

Fyrsta stiklan úr stríðsmyndinni Fury, með Brad Pitt í aðalhlutverki, var opinberuð í dag. Myndinni lýsir leikstjórinn David Ayer í stuttu máli sem rosalegri skriðdrekamynd, en í helstu hlutverkum öðrum eru Logan Lerman, Michael Peña og Jon Bernthal. Fury gerist í lok Seinni heimsstyrjaldarinnar, nánar tiltekið í apríl árið 1945. Bandamenn eru að færa sig lengra […]

Stríð enda aldrei hljóðlega

Leikarinn Brad Pitt er dulur í hlutverki sínu sem liðþjálfinn Wardaddy á fyrsta plakatinu úr kvikmyndinni Fury, sem má sjá hér til vinstri. Myndin gerist í lok Seinni heimsstyrjaldarinnar, nánar tiltekið í apríl árið 1945. Bandamenn eru að færa sig lengra og lengra inn í Evrópu. Vígamóður liðþjálfi að nafni Wardaddy, sem Pitt leikur, er yfirmaður […]

Bakvið tjöldin við gerð Fury

Nýlega var sýnt stutt myndband þar sem skyggnst er bakvið tjöldin við gerð kvikmyndarinnar Fury, myndin gerist í seinni heimstyrjöldinni og skartar m.a. þeim Brad Pitt og Shia LaBeouf í aðalhlutverkum. Myndinni lýsir leikstjórinn David Ayer í stuttu máli sem rosalegri skriðdrekamynd, en í helstu hlutverkum öðrum eru Logan Lerman, Michael Peña og Jon Bernthal. […]

Pitt í rosalegri skriðdrekamynd

Nýjar myndir hafa verið birtar úr nýjustu mynd Brad Pitt, Fury, sem gerist í Seinni heimsstyrjöldinni og er leikstýrt af David Ayer. Myndinni lýsir Ayer í stuttu máli sem rosalegri skriðdrekamynd, en í helstu hlutverkum öðrum eru Shia LaBeouf, Logan Lerman, Michael Peña og Jon Bernthal. Um aðalleikarana segir Ayer í viðtali við People tímaritið: „Hann […]

Brad Pitt gerir kvikmynd um Anonymous

Framleiðslufyrirtæki Brad Pitt, Plan B Entertainment, hefur gert það gott að undanföru og kom það fyrirtæki m.a. að Óskarsverðlaunamyndinni 12 Years A Slave. Fyrirtækið mun næst ráðast í gerð sannsögulegrar myndar um hrottalega nauðgun sem átti sér stað í Ohio árið 2012. Málið er í stuttu máli á þann veg að sextán ára stúlka kærði […]

Brad Pitt snýr sér að gamanmyndum

Leikarinn og framleiðandinn Brad Pitt hefur áhuga á því að leika aftur í gamanmyndum og vill ólmur vinna með leikstjóranum Judd Apatow. Pitt hefur forðast að leika í gamanmyndum síðustu ár og einbeitt sér frekar að spennu- og dramamyndum. En það mun breytast í bráð, því hann hefur verið í viðræðum við Judd Apaotow, sem […]

2014 verður ár Biblíumynda í Hollywood

Allt lítur út fyrir að 2014 verði ár Biblíumyndanna í Hollywood. Í mars kemur í bíó stórmyndin Noah, sem var að hluta til tekin upp hér á landi. Hún kostaði 150 milljónir dala í framleiðslu og með aðalhlutverkið fer Russell Crowe. Önnur stórmynd, Exodus, er væntanleg í desember 2014 með  Christian Bale  í hlutverki Móses. Leikstjóri […]

World War Z 2 leikstjóri fundinn

Eftir glimmrandi gott gengi uppvakningatryllisins World War Z fyrr á þessu ári, þar sem myndin þénaði 540 milljónir Bandaríkjadala í miðasölunni á alheimsvísu, þá hafa framleiðslufyrirtækin Paramount og Skydance Pictures unnið hörðum höndum að því að finna leikstjóra til að leikstýra framhaldinu af myndinni. Sá aðili er nú fundinn, en leikstjóri hamfaramyndarinnar The Impossible, Juan […]