Fágætar upptökur af frægum leikurum í áheyrnarprufum

robert-de-niroÁður en frægðin bankaði á dyrnar hjá stærstu stjörnum Hollywood þá fóru dagarnir í það að eltast við hlutverk, lesa handrit, styrkja tengslanet og síðast en ekki síst í ótal áheyrnarprufur. Við höfum öll heyrt þessar sögur. Allir verða að byrja einhversstaðar og góð áheyrnarprufa getur verið ávísun á farsælan feril.

Áheyrnarprufur hafa margsannað gildi sitt og hafa margar stjörnur verið uppgvötaðar þannig. Í myndbandinu hér að neðan má sjá fágætar upptökur af frægum leikurum á borð við Brad Pitt, Robert De Niro og Natalie Portman í áheyrnarprufunum sem komu þeim í hlutverk sem gerðu þau að stjörnum.