Blóð, sviti, tár og heppni

Kvikmyndin Babylon, sem kemur í bíó í dag, er saga um gríðarlegan metnað og ofboðslegt óhóf í Hollywood fyrir tæpri öld, þegar þöglu myndirnar voru á undanhaldi og talmyndirnar hófu innreið sína.

Heitt í kolunum.

Í þessari mynd fáum við að sjá hvernig stjörnurnar sem birtast okkur á hvíta tjaldinu eiga oftar en ekki að baki blóð, svita og tár – brostna drauma og ótrúlega heppni.

Babylon (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.1
Rotten tomatoes einkunn 57%

Myndin gerist í Hollywood á þeim tíma þegar talmyndir eru að taka við að kvikmyndum án tals. Við sögu koma bæði raunverulegar þekktar persónur og skáldaðar. ...

Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir búningahönnun, kvikmyndatónlist og framleiðsluhönnun.

Fíll í partý

Í byrjun myndarinnar erum við kynnt fyrir Manny Torres, Bandaríkjamanni af mexíkóskum uppruna sem kemur til borgar englanna í lok tímabils þöglu myndanna. Hann er að reyna að koma fíl í truflað Hollywood-partí – partí þar sem eiturlyf og kynlíf eru rauði þráðurinn.

Hann kemur auga á Nellie LaRoy sem er upprennandi stjarna og þau stinga saman nefjum. Við erum líka kynnt fyrir Jack Conrad, glæsilegum stjörnuleikara í þöglu myndunum sem er í þann mund að yfirgefa þriðju eiginkonu sína og reka sig á að frægðin er hverful þegar talmyndirnar ryðja þeim þöglu úr vegi.

Glæsileg umgjörð

Umgjörðin er glæsileg og Margot Robbie í hlutverki Nellie og Diego Calva sem Manny fá mikið lof. Brad Pitt í hlutverki fallandi stjörnunnar Jack Conrad er þó stjarna myndarinnar.

Babylon er sannkallað stórvirki á hvíta tjaldinu, tilnefnd til fjölda Golden Globe verðlauna og búist er við fjölda tilnefninga til Óskarsverðlaunanna.

Aðalhlutverk: Brad Pitt, Margot Robbie, Diego Calva, Olivia Wilde, Jean Smart og J.C. Currais

Handrit: Damien Chazelle

Leikstjórn: Damien Chazelle