Geimurinn heillar

Þrjár nýjar kvikmyndir bættust í íslensk bíóhús um nýliðna helgi, að ógleymdum fjölda mynda á RIFF, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Vinsælust þessara þriggja nýju mynda var geimmyndin Ad Astra með Brad Pitt í aðalhlutverki, en rúmlega tvö þúsund manns lögðu leið sína í bíó til að sjá kvikmyndina.

Horft út í geiminn.

Önnur vinsælasta kvikmynd landsins er svo Rambo: Last Blood, en hún sat á toppnum í síðustu viku. Númer þrjú á lista er síðan Downton Abbey, sem stendur í stað á milli vikna.

Hinar tvær myndirnar nýju sem um ræðir eru  A Dog´s Journey, um endurfæddan hund, og Midsommar, hrollvekja sem gerist í Svíþjóð.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: