Pitt framleiðir kóreska skrímslamynd

Fyrirtæki leikarans Brad Pitt, Plan B Entertainment, ætlar að framleiða suður-kóreska skrímslamynd sem nefnist Okja. Prisoners_trailer_still_Gyllenhaal_Dano.jpg.CROP.article568-large

Þetta verður jafnframt fyrsta asíska kvikmyndin sem nýtur stuðnings Netflix, samkvæmt frétt Variety.

Með aðalhlutverk fara Tilda Swinton, Jake Gyllenhaal, Paul Dano, Bill Nighy og Kelly MacDonald.

Leikstjóri verður Bong Joon-ho, sem á að baki myndina Snowpiercer.

Tökur hefjast í apríl á næsta ári og frumsýning er fyrirhuguð 2017.