Fyrsta stiklan úr Fury

furyplakatFyrsta stiklan úr stríðsmyndinni Fury, með Brad Pitt í aðalhlutverki, var opinberuð í dag.

Myndinni lýsir leikstjórinn David Ayer í stuttu máli sem rosalegri skriðdrekamynd, en í helstu hlutverkum öðrum eru Logan Lerman, Michael Peña og Jon Bernthal.

Fury gerist í lok Seinni heimsstyrjaldarinnar, nánar tiltekið í apríl árið 1945. Bandamenn eru að færa sig lengra og lengra inn í Evrópu. Vígamóður liðþjálfi að nafni Wardaddy, sem Pitt leikur, er yfirmaður skriðdreka með fimm hermenn innanborðs, sem fer í lífshættulegan leiðangur yfir víglínuna. Þar lendir Wardaddy í miklu ofurefli liðs og menn hans þurfa að berjast hetjulegri baráttu til að ná að sigra óvininn.

Fury verður frumsýnd þann 14. nóvember næstkomandi. Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni