Kona Pitt njósnari Nasista – Fyrsta stikla úr Allied

Enn á ný er kvikmyndaleikarinn Brad Pitt mættur inn á sögusvið Seinni heimsstyrjaldarinnar í nýjustu mynd Robert Zemeckis ( Forrest Gump, Cast Away ), Allied, en Pitt hefur áður leikið í Seinni heimsstyrjaldarmyndum eins og Fury og Inglorious Basterds.

Í dag kom út fyrsta kitla fyrir myndina, sem frumsýnd verður hér á landi 25. nóvember nk.

Um er að ræða spennutrylli með rómantísku ívafi, en myndin fjallar um mann, leyniþjónustumanninn Max Vatan, sem, eftir að hafa orðið ástfanginn af frönsku andspyrnukonunni Marianne Beausejour árið 1942, í hættulegu verkefni í Casablanca,  er tilkynnt að konan, sem hann er nú giftur og á barn með, sé líklega njósnari Nasista, og hann byrjar því að rannsaka hana upp á eigin spýtur.

ALLIED
Auk Pitt og Cotillard þá leika Lizzy Caplan ( Masters of Sex sjónvarpsþættirnir ) og Matthew Goode stór hlutverk í myndinni.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: