Breskur leyniþjónustumaður, Max Vatan, heldur til Marokkó til að taka hættulegan nasistaforingja af lífi og fær sér til aðstoðar frönsku andspyrnukonuna Marianne Beauséjour. Verkefnið heppnast eins og best verður á kosið og í framhaldinu verða þau Max og Marianne ástfangin, giftast og eignast barn. En þá gerist nokkuð sem umturnar lífi þeirra.