Crowe leikur þræl í eyðimörk

Óskarsverðlaunahafinn Russell Crowe mun leika aðalhlutverkið í In Sand and Blood, samkvæmt kvikmyndasíðunni The WrapNoah-Russell-Crowe

Handritið er byggt á hinni sannsögulegu bók Skeletons on the Zahara: A True Story of Survival. Hún fjallar um bandarískt skip sem strandar við strendur vesturhluta Sahara-eyðimerkurinnar árið 1815.

Tólf manna áhöfnin var tekin höndum og lenti í hinum ýmsum hremmingum, þar á meðal þrældómi.

Crowe sést næst á hvíta tjaldinu í The Nice Guys á móti Ryan Gosling. Einnig leikur hann á móti Amanda Seyfried í Fathers and Daughters.