Leikur leikara í mynd Scream höfundar

Noah leikarinn, og Íslandsvinurinn Russell Crowe, mun leika aðalhlutverkið í nýjum yfirnáttúrulegum spennutrylli sem væntanlegur er frá handritshöfundi Scream hrollvekjunnar og I Know What you Did Last Summer, Kevin Williamsson, sem í þetta sinn verður reyndar í hlutverki framleiðanda. Leikstjórar verða Joshua John Miller og M.A. Fortin, sem einnig skrifa handritið. Kvikmyndin hefur ekki enn […]

Crowe í viðræðum vegna The Mummy

Russell Crowe er í viðræðum um að leika í ævintýramyndinni The Mummy á móti Tom Cruise, samkvæmt frétt Deadline.  Myndin er væntanleg í bíó sumarið 2017. Cruise leikur Tyler Colt, hermann í bandarísku sérsveitunum, sem þarf að glíma við afl langt aftur úr fortíðinni. Sofia Boutella verður einnig í stóru hlutverki. Alex Kurtzman leikstýrir myndinni sem […]

Crowe leikur þræl í eyðimörk

Óskarsverðlaunahafinn Russell Crowe mun leika aðalhlutverkið í In Sand and Blood, samkvæmt kvikmyndasíðunni The Wrap.  Handritið er byggt á hinni sannsögulegu bók Skeletons on the Zahara: A True Story of Survival. Hún fjallar um bandarískt skip sem strandar við strendur vesturhluta Sahara-eyðimerkurinnar árið 1815. Tólf manna áhöfnin var tekin höndum og lenti í hinum ýmsum […]

Fyrsta mynd í leikstjórn Crowe

The Water Diviner er fyrsta bíómynd Russells Crowe sem leikstjóra. Myndin hlaut Áströlsku kvikmyndaverðlaunin í ár sem besta mynd ársins 2014 og þykir strax afar líkleg til að keppa um Óskarsverðlaunin að ári en hún verður frumsýnd í Bandaríkjunum 24. apríl. Hér á landi verður hún hins vegar frumsýnd 30. apríl og vonandi lætur enginn […]

Hádramatísk saga feðgina

Russell Crowe leikur aðalhlutverkið í væntanlegri kvikmynd sem ber heitið Fathers and Daughters. Gabriele Muccino mun leikstýra en hann hefur áður leikstýrt myndum á borð við Seven Pounds og Playing For Keeps. Nýtt plakat fyrir myndina var opinberað um helgina og má segja að það setji tóninn fyrir hádramatíska kvikmynd. Handrit myndarinnar skrifaði Brad Desch og er saga á milli feðgina […]

Noah – fyrsta plakat og kitla

Fyrsta kitlan fyrir fyrstu stikluna úr stórmynd Darren Aronofsky, Noah, sem tekin var hér á landi að hluta á síðasta ári, og er með Russell Crowe í aðalhlutverkinu, er komin út. Einnig er komið út fyrsta plakatið sem sést hér að neðan. Kitlan er einungis 18 sekúndna löng, en eins og flestir ættu að vita […]

Seyfried leikur dóttur Crowe

Amanda Seyfried hefur verið ráðin í hlutverk dóttur Russell Crowe í myndinni Fathers and Daughters. Stutt er síðan við greindum frá því að Crowe hefði verið valinn í aðalhlutverkið. Seyfried hefur haft nóg að gera undanfarið ár. Fyrst lék hún mikilvægt hlutverk í Les Miserables, svo lék hún í Lovelace og einnig var hún á […]

Crowe leikur geðsjúkan föður

Russell Crowe hefur tekið að sér hlutverk í myndinni Fathers and Daughters, sem Gabriele Muccino mun leikstýra Handrit myndarinnar skrifaði Brad Desch og er ástarsaga á milli feðgina sem búa í New York City, en sagan er sögð með 25 ára millibili. Crowe leikur frægan rithöfund og ekkil sem á í erfiðleikum vegna geðsjúkdóms, á […]

„Ég er búinn að sjá Man of Steel“

Ástralski leikarinn Russell Crowe montar sig af því á Twitter síðu sinni í dag að hann sé búinn að sjá nýju Superman myndina, Man of Steel, sem verður ekki frumsýnd fyrr en eftir rúman mánuð. Stoltur faðir og sonur  saman á góðri stund á plánetunni Krypton Crowe leikur einmitt eitt af aðalhlutverkunum í myndinni, hlutverk […]

"Ég er búinn að sjá Man of Steel"

Ástralski leikarinn Russell Crowe montar sig af því á Twitter síðu sinni í dag að hann sé búinn að sjá nýju Superman myndina, Man of Steel, sem verður ekki frumsýnd fyrr en eftir rúman mánuð. Stoltur faðir og sonur  saman á góðri stund á plánetunni Krypton Crowe leikur einmitt eitt af aðalhlutverkunum í myndinni, hlutverk […]

Superman með þyrlur sveimandi – Ný mynd

Aðdáendur teiknimyndasagna, og aðrir bíómyndaunnendur, bíða nú spenntir eftir mynd Zack Snyders um Superman, Man of Steel, sem kemur næsta sumar, en þá verða liðin sjö ár frá því að Superman var síðast í bíó. Markaðssetningin á myndinni er að komast í fullan gang og myndir, kitlur, stiklur og sjónvarpsbútar byrjaðir að birtast hægt og […]

Man of Steel stiklan komin!

Ný stikla er komin fyrir nýju Superman myndina, Man of Steel, sem er leikstýrt af Zack Snyder og framleidd af Christopher Nolan. Í myndinni er mun meira af atriðum en við höfum séð áður í þeim kitlum sem birst hafa hingað til. Í stiklunni fáum við t.d. í fyrsta sinn að sjá Kevin Costner og Martha […]

Bossar í bíómyndum

Fyrr í vikunni birtum við mynd af leikaranum Ashton Kutcher í hlutverki Steve Jobs, en myndin jOBS um Steve Jobs stofnanda Apple tölvufyrirtækisins verður frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum í janúar nk. Til gamans þá eru hér að neðan myndir af fleiri leikurum sem leikið hafa forstjóra í bíómyndum:   James Woods lék síðasta forstjóra […]

Fimm atriði úr Vesalingunum – myndbönd

Við höfum nú þegar sýnt fleiri en eina stiklu úr Les Miserables, eða Vesalingunum, sem væntanleg er í bíó á Jóladag í Bandaríkjunum, en mánuði síðar á Íslandi. Núna er búið að birta fimm ný mismunandi atriði úr myndinni sem allt í allt eru um sex mínútur að lengd. Fyrir þá sem þekkja til verka […]

Nóa skeggið farið

Russell Crowe var áberandi á Íslandi í sumar þegar tökur á stórmynd Darrens Aronofsky, Noah, eða Örkin hans Nóa, fóru fram hér á landi. Eftir að Crowe og aðrir leikarar og tökulið yfirgáfu landið hafa tökur haldið áfram á öðrum stöðum í heiminum, og hefur Crowe tíst á Twitter mjög reglulega, og tjáð sig um […]

Russell Crowe að skilja vegna anna – 6 myndir á leiðinni

Íslandsvinurinn og stórleikarinn ástralski Russel Crowe og eiginkona hans til níu ára, Danielle Spencer eru skilin, samkvæmt ástralska blaðinu Sydney Morning Herald, en blaðið segir að skilnaðurinn sé til kominn vegna mikilla fjarvista Crowe frá heimilinu vegna vinnu. Russell, sem er 48 ára gamall, og Danielle eiga tvö börn saman; Charles átta ára, og Tennyson, […]

Myndir af Crowe sem Jor-El

Zack Snyder vinnur þessa dagana hörðum höndum (vona ég) að nýjustu Superman-myndinni, Man of Steel. Það þótti ekki ómerkilegt þegar fyrstu myndirnar af nýja búningnum litu dagsins ljós en núna hefur einhver stolist til að taka myndir af Russell Crowe í Jor-El búningnum sínum. Jor-El, fyrir þá tvo sem ekki vita, er pabbi Ofurmennisins.

Mynd af nýja Superman flýgur á netið

Nú fyrr í dag lenti á netinu fyrsta myndin af hinum breska Henry Cavill í gervi vinsælustu ofurhetju allra tíma, Superman. Cavill fer með titilhlutverkið í hinni væntanlegu Man of Steel, sem leikstýrt verður af 300-töffaranum Zack Snyder. Enn er ekki vitað með vissu hver söguþráður myndarinnar verður en hingað til hefur leikaravalið gengið í […]

Fleiri ganga til liðs við Superman

Leikstjórinn Zack Snyder dregur að sér leikara fyrir Superman mynd sína, Man of Steel, eins og enginn sé morgundagurinn. Nú þegar hefur hann fengið leikara á borð við Kevin Costner, Russell Crowe og Amy Adams til að taka að sér aukahlutverk í myndinni, en nýlega var staðfest að Christopher Meloni hefði gengið til liðs við […]

Russell Crowe hreppir hlutverk í Superman

Ástralinn eitursvali Russell Crowe hefur hreppt heldur mikilvægt hlutverk í næstu mynd um ofurhetjuna Superman, Man of Steel. Samkvæmt Variety mun leikarinn fara með hlutverk Jor-El, raunverulegs föður hetjunnar. Eins og margir muna kannski var Jor-El virtur vísindamaður á plánetunni Krypton. Hann uppgötvar að plánetan er í hættu og mun brátt gjöreyðast en því miður […]

Munu Crowe og Pegg lúskra á ofurhetjum?

MTV náði nýlega í leikstjórann Adam McKay, sem hefur gefið frá sér myndir á borð við Anchorman og The Other Guys, og sagðist hann vera viku frá því að klára fyrsta uppkast af handritinu The Boys. Handritið er byggt á vinsælli, kolsvartri myndasögu og fjallar um heldur óstýrlátan hóp innan leyniþjónustunnar sem fær það verkefni […]

Russell Crowe biður þig um hjálp

Stórleikarinn Russell Crowe berst nú eins og hundur fyrir framhaldinu að stórmyndinni Master & Commander: The Far Side of the World. Myndin var tilnefnd til fjölda Óskarsverðlauna árið 2003 og var handritið að framhaldinu komið í hendur Crowe og kvikmyndaversins 20th Century Fox. En nú virðist sem höfuðpaurarnir hjá 20th Century séu ekki mjög spenntir. […]