Man of Steel stiklan komin!

Ný stikla er komin fyrir nýju Superman myndina, Man of Steel, sem er leikstýrt af Zack Snyder og framleidd af Christopher Nolan. Í myndinni er mun meira af atriðum en við höfum séð áður í þeim kitlum sem birst hafa hingað til.

Í stiklunni fáum við t.d. í fyrsta sinn að sjá Kevin Costner og Martha Lane fyrir alvöru, en þau leika fósturforeldra Clark Kent, eða Ofurmennisins.  Einnig kemur Russell Crowe fram í stiklunni sem raunverulegur faðir Kents, Jor-El, og Laurence Fishburne í hlutverki Perry White. Einnig er stutt skot af Michael Shannon í hlutverki Zod hershöfðingja  ( að öllum líkindum )

Sjáið stikluna hér að neðan:

Man Of Steel kemur í bíó næsta sumar, 2013.

Hvernig líst þér svo á stikluna?