Russell Crowe hreppir hlutverk í Superman

Ástralinn eitursvali Russell Crowe hefur hreppt heldur mikilvægt hlutverk í næstu mynd um ofurhetjuna Superman, Man of Steel. Samkvæmt Variety mun leikarinn fara með hlutverk Jor-El, raunverulegs föður hetjunnar.

Eins og margir muna kannski var Jor-El virtur vísindamaður á plánetunni Krypton. Hann uppgötvar að plánetan er í hættu og mun brátt gjöreyðast en því miður trúir honum enginn. Ákveður hann þá að senda son sinn, Kal-El, til Jarðar, sem flestir vita hvernig endar.

Crower gengur þannig til liðs við leikstjórann Zack Snyder, ásamt leikurunum Henry Cavill, Michael Shannon og Kevin Costner.