Nóa skeggið farið

Russell Crowe var áberandi á Íslandi í sumar þegar tökur á stórmynd Darrens Aronofsky, Noah, eða Örkin hans Nóa, fóru fram hér á landi. Eftir að Crowe og aðrir leikarar og tökulið yfirgáfu landið hafa tökur haldið áfram á öðrum stöðum í heiminum, og hefur Crowe tíst á Twitter mjög reglulega, og tjáð sig um ýmislegt sem á daga hans hefur drifið. Nú virðist sem tökum sé lokið ( eða amk.  hluta Crowe í myndinni ) ef eitthvað er að marka nýjustu Twitter færslu leikarans. „Í kvöld er ég orðinn skegglaus. Í kvöld er ég sloppinn og Noah er hættur og hin nýja Eden getur blómstrað án mín ps. … dýrin náðu ekki öll að bjargast.“

Einn samstarfsmaður Crowe héðan frá Íslandi svarar honum í skilaboðum. „Frábært að hafa fengið að vinna með þér á Íslandi, vonandi heimsækir þú Ísland fljótt aftur.“

og Crowe svarar: „Good on you Dori, stay well mate“

Næst fáum við að sjá Russel Crowe 25. janúar nk. í myndinni Vesalingunum.