Leikur leikara í mynd Scream höfundar

Noah leikarinn, og Íslandsvinurinn Russell Crowe, mun leika aðalhlutverkið í nýjum yfirnáttúrulegum spennutrylli sem væntanlegur er frá handritshöfundi Scream hrollvekjunnar og I Know What you Did Last Summer, Kevin Williamsson, sem í þetta sinn verður reyndar í hlutverki framleiðanda.

Leikstjórar verða Joshua John Miller og M.A. Fortin, sem einnig skrifa handritið.

Kvikmyndin hefur ekki enn hlotið nafn, en myndin ku eiga að fjalla um leikara sem er í miklu veseni, en svo syrtir enn í álinn hjá honum á meðan hann er að leika í hrollvekju. Dóttir hans, sem hann er í litlu sambandi við, veltir því fyrir sér hvort að hann sé aftur á leið í ruglið, í heim fíknarinnar, eða hvort að eitthvað annað álíka slæmt eða verra er á ferðinni.

Nú er bara að bíða frekari fregna af verkefninu.