Ein besta unglingahrollvekja allra tíma,hún er jafnvel betri en Halloween.
Málið með Scream er það hún er eiginlega að gera grín að raðmorðingja myndum svo sem Halloween og when a stranger calls.þetta er hinsvegar ekki gamanmynd þótt að hún er nokkuð skemmtileg á köflum.Spoiler viðvörun.
Myndin segir frá því að unglingsstúlka nokkur Casey(Drew Barrymore) er alein heima hjá sér að bíða eftir kærastanum sínum og fær ógnvekjandi símtöl frá morðóðum geðsjúklingi(sem við sjáum ekki í og vitum ekki hver er)sem þvingar hana að fara í spurnigaleik um hryllingsmyndir annars þá deyr kærastinn hennar og hún sjálf.
Og þetta endar með skelfingu.
Strax eftir morðið nánar tiltekið eftir slátrunina erum við stödd hjá aðalpersónu myndarinnar Sidney Presscott(Neve Campbell)sem hittir kærastan sinn Billy Loomis(Skeet Ulrich)(nafnið Loomis er stolið/tekið frá aðalpersónuna Halloween myndanna dr.Loomis)sem klifrar upp rósarunna til að koma leynilega inn um glugga til að hitta kærustuna.
Þetta atriði minnir heilmikið á atriði úr Nightmare on Elmstreet sem var gerð af leikstjóra Scream Wes Graven þegar Johny Depp klifrar upp rósarunna til að komast til kærustunnar.Ulrich hefur hugsanlega verið ráðinn í þetta hlutverk því að hann er nánast eins og Depp í Nightmare...
Daginn eftir þegar Sidney kemur í skólann er allt fullt að fjölmiðlum út af morðinu.
Myndin er svöl og spennandi og heill hellingur af minnisstæðum og flottum atriðum.Og atriðið með Drew Barrymore er lönguorðið þekkt.
Persónurnar eru skemmtilegar og þá má helst nefna löggustrákinn Dewey(David Arquette) og systur hans Tatum(Rose McGowan sem er besta vinkona Sidney
,kærasta hennar Stu(Matthew Lillard)og svo bestavin hans og kærasta Sidney Billy(Ulrich),hryllingsmyndanördinn Randy(Jamie Kennedy)og svo má ekki gleyma fjölmiðlatíkinni Gale Wethers(Courteny Cox) en hins vegar er Sidney(Campbell) virkilega leiðinlegur karakter).
Handritið eftir Kevin Williamson(faculity,i know what you did....)er skemmtilegt og frumlegt og Wes Graven stendur sig virkilega vel en búingarnir eru hrikalega ljótir og hallærislegir.
Mynd sem allir unglingar verða að sjá.3 og hálf stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei