Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd er alveg þokkalegasta skemmtun, engin stórmynd svosem en allt í lagi. Leikarar standa sig flestir vel sérstaklega ljóshærða stúlkan, þrælefnileg. Senuþjófur myndarinnar er hinsvegar stórleikkonan Helen Mirren, alveg stórkostleg leikkona, það sést aldrei ofleikur hjá henni bara pottþéttur leikur. Hún lyftir þessari mynd upp um eina stjörnu. En í fáum orðum, þokkalegasta afþreying.
Ágætis unglingaþriller þar sem húmorinn er aldrei langt undan. Myndin gerist í menntaskóla þar sem einn hataðasti kennarinn er ákaflega ógeðfelld kona að nafni Tingle og atburðarásin hefst þegar hún sakar Leigh Ann (Katie Holmes), nemanda af fátækum ættum, um svindl á lokaprófi. Afleiðingar ásökunarinnar stofna framtíðaráætlunum Leigh Ann í mikla hættu þar sem hún treystir á að fá styrk til að komast áfram í háskóla og því fer hún með tveim vinum sínum heim til Tingle í von um að fá hana til að skipta um skoðun. Hlutirnir fara verulega úr böndunum og það hefst hættulegur leikur milli Tingle og krakkanna. Það er Helen Mirren sem leikur frú Tingle og skilar jafnframt minnistæðustu leikframmistöðunni. Persóna hennar er gjörsamlega rotin inn að kjarnanum og lifir fyrir að kvelja annað fólk. Katie Holmes er hvorki fugl né fiskur í hinu aðalhlutverkinu og senuþjófur myndarinnar er vinkona hennar sem leikin er nýliðanum Marisu Coughlan og tekur meðal annars eftirminnilega stælingu af The Exorcist í myndinni. Það má skjóta nokkur smávægileg göt í handritið eins og til dæmis hvernig manneskja eins og Tingle gæti hafa starfað í 20 ár sem kennari án þess að vera rekin eða verra. Aftur á móti er afþreyingargildi myndarinnar óneitanlegt og ég skemmti mér afar vel þó að þetta sé ekki kvikmynd sem skilur mikið eftir sig. Annars er fólk í yngri kantinum er líklegra til að hafa gaman af en aðrir, enda er verið að miða á þann markað.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Miramax
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
24. september 1999
Útgefin:
18. september 2015
VOD:
18. september 2015
VHS:
15. mars 2000