Fimm atriði úr Vesalingunum – myndbönd

Við höfum nú þegar sýnt fleiri en eina stiklu úr Les Miserables, eða Vesalingunum, sem væntanleg er í bíó á Jóladag í Bandaríkjunum, en mánuði síðar á Íslandi. Núna er búið að birta fimm ný mismunandi atriði úr myndinni sem allt í allt eru um sex mínútur að lengd. Fyrir þá sem þekkja til verka leikstjórans Tom Hoopers, þá má sjá handbragð hans á kvikmyndatökunni, en hann gerði til dæmis Óskarsverðlaunamyndina The King´s Speech.
Í myndböndunum eru söngatriði með  Anne Hathaway, Hugh Jackman, Russell Crowe, Amanda Seyfried, Eddie Redmayne og Samantha Barks, en öll syngja þau brot úr smellum úr söngleiknum vinsæla.

Nú er bara að æfa sig að syngja með, en myndin í heild sinni verður nálægt þremur tímum að lengd!

Skoðið myndböndin fimm hér að neðan: