Jackman í tónleikaferð um heiminn

Ástralska Wolverine og Greatest Showman stjarnan Hugh Jackman, tilkynnti fyrr í dag að hann væri á leið í tónleikaferð um heiminn. Þetta verður fyrsta heimsreisa hans af þessu tagi, en hann mun koma fram á stórum útileikvöngum og tónleikastöðum eins og Madison Square Garden í New York. Jackman hefur undanfarna daga látið í veðri vaka […]

Seyfried leikur dóttur Crowe

Amanda Seyfried hefur verið ráðin í hlutverk dóttur Russell Crowe í myndinni Fathers and Daughters. Stutt er síðan við greindum frá því að Crowe hefði verið valinn í aðalhlutverkið. Seyfried hefur haft nóg að gera undanfarið ár. Fyrst lék hún mikilvægt hlutverk í Les Miserables, svo lék hún í Lovelace og einnig var hún á […]

Fá Skyfall og Day-Lewis BAFTA verðlaunin í kvöld?

BAFTA verðlaunin, sem gjarnan eru kölluð bresku Óskarsverðlaunin, verða afhent í kvöld. Talið er að Daniel Day-Lewis muni halda þar áfram sigurgöngu sinni, en hann er talinn líklegastur til að vinna BAFTA verðlaunin fyrir leik sinn í aðalhlutverki í Lincoln, mynd Steven Spielberg um Abraham Lincoln 16. forseta Bandaríkjanna. Day-Lewis hefur nú þegar unnið Golden Globe […]

Jackman vill fleiri söngvamyndir

Hugh Jackman, sem hlaut Golden Globe verðlaunin á dögunum fyrir leik sinn í Vesalingunum, vill halda áfram á sömu braut. „Ég held ég vilji gera söngleik næst sem er kannski aðeins léttari,“ sagði Jackman í samtali við blaðamann e-online. Jackman segist til dæmis ekkert hafa á móti því að leika Sky Masterson í kvikmyndaútgáfu af […]

Argo og Vesalingarnir bestar á Golden Globe

Kvikmyndirnar Argo og Vesalingarnir, eða Les Miserables, voru sigurvegarar kvöldsins þegar Golden Globe verðlaunin voru veitt í gær í Hollywood, en verðlaunin þykja jafnan gefa hugmyndir um mögulega sigurvegara á Óskarsverðlaunahátíðinni í febrúar. Argo hlaut tvenn verðlaun, sem besta drama kvikmynd og Ben Affleck var valinn besti leikstjórinn. Les Miserables fékk verðlaun sem besta kvikmynd […]

Keðjusagarmorðinginn heillar með Songz

Texas Chainsaw 3D varð óvænt í efsta sæti bandaríska aðsóknarlistans í bíó í Bandaríkjunum nú um helgina. Áhugann á myndinni segja menn að megi rekja að stórum hluta til tónlistarmannsins vinsæla Trey Songz sem leikur í myndinni, en þetta er fyrsta stóra kvikmyndahlutverk Songz.   Myndin sjálf er beint framhald af hinni upprunalegu og sögufrægu mynd […]

Hobbiti sterkur á toppnum, Django og Vesalingar byrja vel

Nýjustu mynd Quentin Tarantino, sem beðið hefur verið eftir með mikilli óþreyju, Django Unchained, tókst ekki að velta Hobbita Peters Jacksons úr sessi í Bandaríkjunum um helgina, en The Hobbit: An Unexpected Journey er efst á aðsóknarlista bíómynda í Bandaríkjunum þriðju vikuna í röð. Það sama má segja um aðra mynd, Les Miserables, eða Vesalingarnir, sem margir hafa beðið eftir, […]

Lincoln með 13 tilnefningar

Kvikmyndin Lincoln með Daniel Day-Lewis í hlutverki Abrahams Lincoln hefur verið tilnefnd til 13 Critics Choice-verðlauna í Bandaríkjunum. Engin mynd hefur fengið eins margar tilnefningar. Síðasta metið átti Black Swan sem var tilnefnd til 12 Critics Choice-verðlauna í fyrra. Lincoln var tilnefnd sem besta myndin, fyrir besta leikstjórann (Steven Spielberg) og bestu leikarana (Day-Lewis, Tommy […]

36 klukkustundir án matar og drykkjar

Hugh Jackman drakk hvorki né borðaði í 36 klukkustundir til að undirbúa sig fyrir hlutverk sitt í Les Miserables. Leikarinn vildi ná fram rétta útlitinu fyrir persónu sína Jean Valjean og missti einnig um tólf kíló. „Á fyrsta tökudegi drakk ég hvorki vatn né aðra vökva í 36 tíma. Þjálfari sagði mér að vaxtarræktarfólk gerði […]

Fimm atriði úr Vesalingunum – myndbönd

Við höfum nú þegar sýnt fleiri en eina stiklu úr Les Miserables, eða Vesalingunum, sem væntanleg er í bíó á Jóladag í Bandaríkjunum, en mánuði síðar á Íslandi. Núna er búið að birta fimm ný mismunandi atriði úr myndinni sem allt í allt eru um sex mínútur að lengd. Fyrir þá sem þekkja til verka […]

Áhorfendur í Japan sungu með Hugh Jackman

Ástralski leikarinn Hugh Jackman sem leikur eitt aðalhlutverkanna í myndinni Les Misérables, eða Vesalingunum, var staddur í Tókíó höfuðborg Japans í gær til að kynna myndina. Á twitter síðu sinni lýsir Jackman ánægju með sýninguna: „Einstök sýning í Tókíó með fólkinu af staðnum sem vann í myndinni. Það var ótrúlegt að syngja með öllum áhorfendunum!“ […]

Fjórir nýir Vesalingar – Flott plaköt og trailer

Í gær birtum við glænýtt plakat með Russel Crowe í hlutverki sínu í Vesalingunum, Les Misérables, mynd Tom Hooper sem er kvikmyndaútfærsla á hinum vinsæla söngleik með sama nafni. Myndin verður frumsýnd um næstu jól. Sjálfsagt hafa margir séð þennan söngleik á fjölum Þjóðleikhússins en hann gekk fyrir fullu húsi frá því í byrjun mars og […]

Hugh Jackman er köttaður Wolverine

20th Century Fox hafa birt fyrstu myndina af Hugh Jackman í hlutverki Wolverine úr X-Men myndasöguheiminum. Kvikmyndin ber nafnið The Wolverine og er framhald X-Men Origins: Wolverine sem kom út árið 2009. The Wolverine verður ein af sumarmyndum næsta árs. Í myndinni ferðast Wolverine til Asíu til að þjálfa sig með samúræjum. James Mangold leikstýrir, en handritið […]

Vesalingarnir njóta sín í stiklu

Fyrsta stiklan úr Les Miserables var að detta á veraldarvefinn. Ekki er um að villast að um söngleik er að ræða í þetta skiptið (annað en síðast), en íðilfagrir tónar Anne Hathaway að syngja Susan Boyle slagarann I Dreamed a Dream fegra myndbrotið hér að neðan: Fyrir forvitna komu inn nýjar myndir úr myndinni fyrir stuttu sem gefa […]

Nýjar myndir úr Vesalingunum

Nýjar stillur hafa verið birtar úr komandi kvikmynd byggð á sögunni um Vesalingana, eða Les Misérables á frönsku. Hugh Jackman og Russell Crowe leika aðalhlutverkin í myndinni, sem kemur í bíó um næstu jól. Það sem kemur hvað helst á óvart er að myndin verður söngleikur! Leikstjóri myndarinnar, Tom Hooper, hefur sagt í viðtölum að […]