Lincoln með 13 tilnefningar

Kvikmyndin Lincoln með Daniel Day-Lewis í hlutverki Abrahams Lincoln hefur verið tilnefnd til 13 Critics Choice-verðlauna í Bandaríkjunum.

Engin mynd hefur fengið eins margar tilnefningar. Síðasta metið átti Black Swan sem var tilnefnd til 12 Critics Choice-verðlauna í fyrra.

Lincoln var tilnefnd sem besta myndin, fyrir besta leikstjórann (Steven Spielberg) og bestu leikarana (Day-Lewis, Tommy Lee Jones og Sally Field).

Les Miserables hlaut 11 tilnefningar og Silver Linings Playbook 10. Spennumyndin um handsömun Osama bin Laden, Zero Dark Thirty, hlaut fimm tilnefningar, sem er minna  en búist var við.

270 gagnrýnendur frá bandarískum sjónvarpsstöðvum, útvarpsstöðvum og vefsíðum taka þátt í að velja sigurvegarana. Tilkynnt verður um þá í Kaliforníu 10. janúar.