Náðu í appið
Bönnuð innan 14 ára

Lincoln 2012

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 1. febrúar 2013

150 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 87
/100
Tilnefnd til 12 óskarsverðlauna, 10 BAFTA verðlauna og 7 Golden Globes verðlauna

Borgarastríðið í Bandaríkjunum stendur sem hæst og forseti Bandaríkjanna reynir að ná stjórn á blóðbaðinu á vígvellinum, og á sama tíma á hann í átökum við fólk í hans eigin ríkisstjórn um þá ákvörðun að afnema þrælahald. Myndin gerist í forsetatíð Abrahams Lincoln og segir frá baráttu hans og manna hans við að festa þrettánda ákvæðið... Lesa meira

Borgarastríðið í Bandaríkjunum stendur sem hæst og forseti Bandaríkjanna reynir að ná stjórn á blóðbaðinu á vígvellinum, og á sama tíma á hann í átökum við fólk í hans eigin ríkisstjórn um þá ákvörðun að afnema þrælahald. Myndin gerist í forsetatíð Abrahams Lincoln og segir frá baráttu hans og manna hans við að festa þrettánda ákvæðið um afnám þrælahalds í bandarísku stjórnarskrána. Abraham Lincoln fæddist þann 12. febrúar árið 1809 og varð sextándi forseti Bandaríkjanna í mars árið 1861, fimmtíu og tveggja ára að aldri. Hann var síðan, eins og flestir, vita myrtur í apríl árið 1865. Þrátt fyrir að hafa ekki haft úr mörgum árum að spila í forsetastólnum er Lincoln jafnan talin á meðal merkustu forseta Bandaríkjanna fyrr og síðar og í raun ein merkasta persóna sögunnar. Hann var alfarið á móti þrælahaldi og barðist alla tíð fyrir afnámi þess. Þessi harða afstaða Lincolns varð ein af orsökum bandarísku borgarastyrjaldarinnar, þrælastríðsins, sem stóð yfir frá upphafi forsetatíðar hans og lauk rétt fyrir dauða hans. Hér er er ljósi varpað á hvað gerðist á bak við tjöldin á meðan á þrælastríðinu stóð og sjónum beint að pólitískri baráttu Lincolns fyrir hugsjón sinni um að enginn maður geti haft annan mann sem þræl ... ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn