Allar 29 myndir Spielberg – Frá verstu til bestu

Í tilefni af útkomu Bridge of Spies í leikstjórn Steven Spielberg hefur vefsíðan Vulture birt lista yfir allar 29 kvikmyndir Spielberg, frá þeirri verstu til þeirrar bestu.  Hver er fremsti leikstjóri samtímans? Sumir myndu segja Steven Spielberg, á meðan aðrir nefna kappa á borð við Martin Scorsese eða Quentin Tarantino. Eitt er víst að Spielberg er líklega sá þekktasti um […]

Spader verður Ultron í The Avengers: Age of Ultron

James Spader hefur verið ráðinn í hlutverk Ultron í nýju Avengers myndinni, The Avengers: Age of Ultron. Ultron, er eins og nafnið gefur til kynna, lykilpersóna í myndinni, og aðal þorpari myndarinnar. The Avengers: Age of Ultron er leikstýrt af Joss Whedon og verður frumsýnd 1. maí, 2015. Myndin er önnur myndin í The Avengers […]

Daniel Day-Lewis tekur sér frí

Daniel Day-Lewis ætlar að taka sér frí frá kvikmyndum í allt að fimm ár og flytja á býlið sitt sem stendur rétt hjá Dublin í Írlandi. Þessu lofaði hann fjölskyldu og vinum ef hann myndi vinna Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í Lincoln og er hann sagður hafa skipað umboðsmönnum sínum að hætta að leita að […]

Fá Skyfall og Day-Lewis BAFTA verðlaunin í kvöld?

BAFTA verðlaunin, sem gjarnan eru kölluð bresku Óskarsverðlaunin, verða afhent í kvöld. Talið er að Daniel Day-Lewis muni halda þar áfram sigurgöngu sinni, en hann er talinn líklegastur til að vinna BAFTA verðlaunin fyrir leik sinn í aðalhlutverki í Lincoln, mynd Steven Spielberg um Abraham Lincoln 16. forseta Bandaríkjanna. Day-Lewis hefur nú þegar unnið Golden Globe […]

Frumsýning: Lincoln

Sena frumsýnir nýjustu mynd Steven Spielberg, Lincoln, næsta föstudag, þann 1. febrúar í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri. Í tilkynningu frá Senu segir að hér sé á ferðinni mögnuð mynd sem gerist í forsetatíð Abrahams Lincoln, 16. forseta Bandaríkjanna, og segir frá baráttu hans og manna hans við að festa þrettánda ákvæðið um afnám þrælahalds í bandarísku […]

Roboapocalypse frestað

Búið er að fresta vísindaskáldsögutryllinum Roboapocalypse um óákveðinn tíma vegna vandræða með handritið og vegna þess hve dýrt er að framleiða hann. Þetta átti að vera næsta mynd Stevens Spielberg á eftir Lincoln. Eins og nafnið gefur til kynna gerist myndin eftir að vélmenni hafa lagt veröldina í rúst. Anne Hathaway átti að leika í myndinni, […]

Ástin valin besta mynd 2012

Landssamtök kvikmyndagagnrýnenda í Bandaríkjunum, eða The National Society of Film Critics, völdu nú um helgina myndina Amour sem bestu mynd síðasta árs, eða Ást eins og myndin heitir á íslensku. Samtökin völdu aðalleikkonu Amour, Emmanuelle Riva sem bestu leikkonu og Daniel Day-Lewis sem besta leikara í myndinni Lincoln. Í samtökunum eru 60 nafntogaðir gagnrýnendur víða […]

Hobbitinn vinsælastur, Jack Reacher í öðru

Myndin um Hobbitann, The Hobbit: An Unexpected Journey var í efsta sæti bandaríska aðsóknarlistans eftir síðustu helgi með 36 milljónir Bandaríkjadala í tekjur, og er nú búin að þéna 149 milljónir dala alls þar í landi. Myndin verður frumsýnd á morgun, annan í jólum, á Íslandi. Smellið hér til að lesa ítarlega grein um Hobbitann […]

Stærri helgi hjá Hobbitanum en Avatar

Myndin um Hobbitann, The Hobbit: An Unexpected Journey, sem forsýnd hefur verið hér á landi um helgina, var frumsýnd í Bandaríkjunum og fleiri löndum nú um helgina. Samkvæmt nýjustu tölum þá hefur myndin þegar þetta er skrifað þénað 223 milljónir dala um allan heim, 138,2 milljónir utan Bandaríkjanna, en 84,8 milljónir í Bandaríkjunum, samkvæmt bráðabirgðatölum. […]

Lincoln fær flestar Golden Globe tilnefningar

Tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna bandarísku voru birtar í dag, en það eru erlendir blaðamenn í Hollywood sem tilnefnda myndirnar. Hátíðin þykir jafnan gefa upptaktinn að því hvaða myndir eru líklegir Óskarsverðlaunakandidatar. Lincoln, mynd Steven Spielberg um 16. forseta Bandaríkjanna Abraham Lincoln, hlýtur í ár flestar tilnefningar, eða sjö talsins. Myndin er meðal annars tilnefnd […]

Lincoln með 13 tilnefningar

Kvikmyndin Lincoln með Daniel Day-Lewis í hlutverki Abrahams Lincoln hefur verið tilnefnd til 13 Critics Choice-verðlauna í Bandaríkjunum. Engin mynd hefur fengið eins margar tilnefningar. Síðasta metið átti Black Swan sem var tilnefnd til 12 Critics Choice-verðlauna í fyrra. Lincoln var tilnefnd sem besta myndin, fyrir besta leikstjórann (Steven Spielberg) og bestu leikarana (Day-Lewis, Tommy […]

Skyfall aftur á toppinn í USA – setur ný met

Skyfall, nýjasta James Bond myndin, heldur áfram að setja ný met. Um helgina varð hún tekjuhæsta mynd sem Sony fyrirtækið hefur komið að frá upphafi, en nú hafa 918 milljónir Bandaríkjadala komið inn í tekjur af sýningum myndarinnar um heim allan. Sony dreifir myndinni og markaðssetur í samstarfi við MGM. Gamla metið átti Spider-Man 3; […]

Twilight og Bond sigra jólasveininn

Í Bandaríkjunum er þakkargjörðarhátíð og því löng helgi, sem byrjaði sl. fimmtudag á Þakkargjörðardaginn. Kvikmyndaframleiðendur reyna gjarnan að bjóða upp á nýjar fjölskyldumyndir þessa helgi, en frumsýndar voru myndirnar Rise of the Guardians, sem er teiknimynd þar sem Jólasveinninn, páskakanínan, tannálfurinn, Snæfinnur snjókarl og Óli lokbrá sameinast í baráttunni gegn vonda kallinum, og Life of […]

Twilight tryllir Bandaríkjamenn

The Twilight Saga Breaking Dawn Part 2 var gríðarlega vel sótt í Bandaríkjunum um helgina og þénaði samkvæmt bráðabirgðatölum 141,3 milljónir Bandaríkjadala, sem dugði þó ekki til að slá út aðsókn á aðrar eldri myndir í seríunni. Skyfall, nýja James Bond myndin, átti líka góða helgi og Lincoln, nýja Steven Spielberg myndin með Daniel Day-Lewis […]

Bond bestur, Lincoln efnilegur

James Bond myndin Skyfall, er toppmynd helgarinnar í Bandarískum bíóhúsum, en myndin setti nýtt met fyrir Bond mynd í Bandaríkjunum eins og spáð hafði verið, og þénaði 88 milljónir Bandaríkjadala, samkvæmt bráðabirgðatölum, og alls eru tekjur myndarinnar um heim allan orðnar í kringum hálfur milljarður dala. Bresku leikararnir Craig og Day-Lewis stóðu sig vel um […]

Hasar í svefni

Kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg sagði í fréttaskýringaþættinum bandaríska, 60 minutes, að hann væri ekki lengur spenntur fyrir því að búa til hasarmyndir: „Ég veit núna, á þessum tímapunkti á ferli mínum, gæti ég gert hasarmyndir í svefni,“ sagði Spielberg í þættinum. „Ég er ekki lengur spenntur fyrir hasarnum,“ bætti hann við. Spielberg er þekktur fyrir hasarmyndir […]

Day-Lewis fer á bókasafnið

Tvöfaldi Óskarsverðlaunahafinn, kvikmyndaleikarinn Daniel Day-Lewis, sem leikur 16. forseta Bandaríkjanna, Abraham Lincoln, í nýjustu mynd Steven Spielberg, Lincoln, afhenti á dögunum, ásamt systur sinni Tamasin Day-Lewis,  Bodleian bókasafninu í Oxford háskóla á Englandi, skjalasafn föður síns, skáldsins Cecil Day-Lewis. Cecil var prófessor í ljóðlist og útnefndur lárviðarskáld í Bretlandi árið 1968. Móðir Daniels-Day-Lewis var leikkonan […]

Lincoln fær góða dóma

Margir hafa veðjað á nýjustu mynd Stevens Spielberg, Lincoln, sem líklegan Óskarskandídat á næsta ári. Miðað við viðbrögðin við henni á kvikmyndahátíðinni í New York á hún vafalítið eftir að vera framarlega í kapphlaupinu. The Guardian gefur henni fjórar stjörnur og gagnrýnandi The Hollywood Reporter segir næsta víst að Lincoln fái að minnsta kosti þrjár […]

Lincoln blandar sér í baráttuna

Fólkið sem sér um markaðssetningu myndarinnar Lincoln, sem fjallar um einn þekktasta forseta Bandaríkjanna, Abraham Lincoln, veit hvað það er að gera. Í gærkvöldi í auglýsingahléum sjónvarpsstöðvanna ABC, CBS og CNN á meðan á fyrstu kappræðum þeirra Barrack Obama og Mitt Romney stóð, var frumsýndur nýr, um tveggja mínútna langur trailer fyrir myndina, sem sjá má […]

Spielberg talar um Robopocalypse

Stórleikstjórinn Steven Spielberg stendur nú í því að leggja lokahönd á ævisögulegu kvikmyndina Lincoln, sem hefur verið á dagskrá hjá honum í nánast tíu ár núna og mun koma út síðar á þessu ári. Eftir fullklárun hennar hins vegar mun framleiðsla hefjast á næsta verkefni hans, Robopocalypse, sem er byggð á samnefndri vísindarskáldsögu eftir Daniel […]

Daniel Day-Lewis er Abe Lincoln

Óskarsverðlaunahafinn Daniel Day-Lewis er án nokkurs vafa einn kröftugasti leikarinn á lífi í dag og það sést á verkefnavalinu hans (mínus Nine, þótt hann hafi alls ekki staðið sig illa í þeirri mynd), og eins og glöggir vita þá þiggur þessi maður ekki hvaða hlutverk sem er og sést ekki á nema nokkurra ára millibili. Nú um […]

Sally Field verður forsetafrú hjá Spielberg

Aðdáendur leikkonunnar, og tvöfalda Óskarsverðlaunahafans, Sally Field, geta nú kæst því leikkonan hefur verið ráðin í hlutverk fyrrum forsetafrúar Bandaríkjanna, Mary Todd Lincoln, eiginkonu sjálfs Abrahams Lincolns, 16. forseta Bandaríkjanna, í myndinni Lincoln. Tilkynning um þetta kom frá leikstjóra myndarinnar, Steven Spielberg, og Stacey Snider, varaformanni og forstjóra DreamWorks Studios. Stórleikarinn og Óskarsverðlaunahafinn Daniel Day-Lewis […]

Day-Lewis heimsækir sögustaði fyrir Abraham Lincoln

Óskarsverðlaunaleikarinn Daniel Day-Lewis undirbýr sig nú af kappi undir næsta hlutverk sem fyrrum forseti Bandaríkjanna Abraham Lincoln. Fyrsta stopp hjá Lewis er ríkið þar sem forsetinn fyrrverandi hóf sinn stjórnmálaferil; Illinois. DreamWorks kvikmyndafyrirtækið segir að Day-Lewis muni leika aðalhlutverkið í myndinni Lincoln sem leikstýrt verður af sjálfum Steven Spielberg. Myndin verður byggð á bókinni Team […]