Hobbitinn vinsælastur, Jack Reacher í öðru

Myndin um Hobbitann, The Hobbit: An Unexpected Journey var í efsta sæti bandaríska aðsóknarlistans eftir síðustu helgi með 36 milljónir Bandaríkjadala í tekjur, og er nú búin að þéna 149 milljónir dala alls þar í landi. Myndin verður frumsýnd á morgun, annan í jólum, á Íslandi.
Smellið hér til að lesa ítarlega grein um Hobbitann hér á kvikmyndir.is

Spennumyndin Jack Reacher, með Tom Cruise í titilhlutverkinu, var aðsóknarmesta nýja mynd helgarinnar, með 15 milljónir dala í tekjur. Myndinni gekk heldur verr en spár gerðu ráð fyrir en vonast var eftir 60 milljónum dala í tekjur á frumýningarhelginni.

Gamanmyndin This is 40 mjakaði sér í þriðja sæti, ný á lista, með 12 milljónir dala í tekjur.

This is 40 er fyrsta mynd leikstjórans Judd Apatow sem nær ekki að þéna að minnsta kosti 20 milljónir dala á frumsýningarhelginni.

Af frammistöðu annarra mynda á listanum þá vakti athygli slæmt gengi nýjustu myndar Seth Rogen og Barbra Streisand, The Guilt Trip, auk þess sem endurútgáfa af Monsters Inc. teiknimyndinni í 3D olli vonbrigðum.

Sjáið lista 20 efstu mynda hér að neðan