Frozen 2 sló í gegn – sjáðu ljósmyndir af frumsýningargestum

Teiknimyndin Frozen II var frumsýnd um helgina, og það er skemmst frá því að segja að myndin sló í gegn, en 14.301 gestur dreif sig í bíó að sjá kvikmyndina. Tekjurnar námu 16 milljónum króna yfir helgina alla. Það þýðir að 68% allra sem fóru í bíó um helgina, sáu Frozen II, geri aðrir betur! […]

Drekaflug á toppi aðsóknarlistans

Það er komin ný toppmynd á íslenska bíóaðsóknarlistann, teiknimyndin Að temja drekann sinn 3, eða How to Train Your Dragon: The Hidden World. Myndin hafði nokkra yfirburði í aðsókn helgarinnar, en í öðru sæti listans er Alita: Battle Angel, sem stendur í stað á milli vikna. Toppmynd síðustu þriggja vikna, The Lego Movie 2: The […]

Víti í Vestmannaeyjum langvinsælust

Ný íslensk kvikmynd, Víti í Vestmannaeyjum, kom sá og sigraði í íslenskum bíóhúsum nú um helgina, en rúmlega 12 milljónir króna voru greiddar í aðgangseyri á myndina sem var frumsýnd fyrir helgi. Í öðru sæti á íslenska bíóaðsóknarlistanum er önnur ný kvikmynd, Pacific Rim: Uprising, toppmynd bandaríska aðsóknarlistans um helgina. Þriðja sætið féll svo toppmynd […]

Fríða og dýrið heilla bíógesti

Ævintýrið sígilda Fríða og dýrið heillaði íslenska bíógesti svo um munaði nú um helgina, en myndin Beauty and the Beast fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans með 11,5 milljónir króna í tekjur. Toppmynd síðustu viku, Kong: Skull Island þarf að gera sér annað sætið að góðu, en myndin Get Out kemur síðan ný inn í […]

The Accountant fór beint á toppinn

The Accountant með Ben Affleck í aðalhlutverki var aðsóknarmesta myndin í Norður-Ameríku á frumsýningarhelgi sinni. Talið er að hún hafi náð inn um 24,7 milljónum dollara. Í öðru sæti var heimildarmyndin Kevin Hart: What Now?, sem fylgir grínistanum Kevin Hart eftir á ferðalagi, og í því þriðja varð The Girl On The Train sem var […]

Suicide Squad og Leynilíf gæludýranna áfram í fyrsta og öðru sæti

Ofurhetjumyndin Suicide Squad heldur toppsætinu á íslenska bíóaðsóknarlistanum sem kom út rétt í þessu, og hefur nú verið aðsóknarmesta myndin á Íslandi, sem og í Bandaríkjunum, í tvær vikur í röð. Í humátt á eftir fylgir, rétt eins og síðustu viku, teiknimyndin Leynilíf gæludýranna, en hún var einnig í öðru sæti í síðustu viku. Þriðja […]

Tíðindalaust á toppnum

Það er heldur tíðindalítið á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, en myndirnar í tveimur efstu sætunum eru á nákvæmlega sama stað og fyrir viku síðan; Minions í því fyrsta og Ant-Man í öðru sæti. Í þriðja og fjórða sæti koma svo tvær af nýju myndum helgarinnar. Pixels, nýjasta Adam Sandler myndin, fer beint í þriðja sætið og […]

San Andreas hristir USA

Jarðskjálfta- og stórslysamyndin San Andreas hristi vel upp í bandarískum bíóheimi um helgina, og var sú lang vinsælasta þessa helgina þar ytra.   Myndin, sem er í leikstjórn Brad Peyton og með Dwayne Johnson í aðalhlutverkinu, þénaði áætlaðar 53,2 milljónir Bandaríkjadala, sem er vel fyrir ofan þær 40 milljónir sem búist var við fyrirfram. Þetta […]

Fast 7 vinsælli en Frozen!

Bílatryllirinn Fast and Furious 7 er orðin metsölumynd víða um heim, og nú er svo komið að hún er orðin aðsóknarmeiri en Disney risasmellurinn Frosinn, þó hún hafi einungis verið í sýningum í nokkrar vikur . Þessi sjöunda mynd í Fast and Furious seríunni fór yfir 1,32 milljarða dala markið í aðgangseyri á alheimsvísu nú um […]

Kjötbollurnar vinsælastar

Athygli vekur að teiknimyndin Cloudy with a Change of Meatballs 2 trónir á toppi aðsóknarlista íslensku kvikmyndahúsana fyrir síðastliðna viku og hendir þar með Walter Mitty í annað sætið. The Wolf of Wall Street heldur bronsinu og á eftir fylgja Hobbit: The Desolation of Smaug og hin nýkrýnda Golden Globe-verðlauamynd, 12 Years a Slave. Í […]

Hobbitinn vinsælastur um jólin

Stórmyndin The Hobbit: The Desolation of Smaug er langsamlega vinsælasta kvikmynd landsins um þessar mundir, en myndin, sem var frumsýnd nú um jólin, fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina. Myndin fékk fjórum sinnum meiri aðsókn en myndin í öðru sæti, toppmynd síðustu viku, Disney myndin Frosinn, eða Frozen. Í þriðja sæti er […]

Frosinn vermir toppsætið

Það er ískalt á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans en Disney teiknimyndin Frozen er langvinsælasta myndin á landinu í dag í bíó, og kemur ný á lista beint í toppsætið. Í öðru sæti er toppmynd síðustu viku, The Hunger Games: Catching Fire og í þriðja sætinu er Jason Statham myndin Homefront, ný á lista. Í fjórða sæti […]

Byssur Baltasars á toppnum

Tvær nýjar myndir eru í fyrsta og öðru sæti íslenska DVD /Blu-ray listans íslenska sem kom út í gær. Spennumynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, er á toppnum, en gamanmyndin We´re the Millers er í öðru sæti. Í þriðja sæti er Fjölskyldan hans Luc Besson og í fjórða sæti er teiknimyndin Aulinn ég 2.  Fimmta sætið […]

Vinsæll hryllingur

Íslendingar eru greinilega hrifnir af hrolli, því hryllingsmyndin The Conjuring heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, aðra vikuna í röð. Myndin fjallar um rannsakendur sem sérhæfa sig í yfirskilvitlegum atburðum sem hjálpa fjölskyldu sem komast í kynni við illar verur. Sagan gerist árið 1971. Caroly og Roger Parren flytja ásamt fjölskyldu sinni í niðurnýtt […]

Blátt og rautt á toppnum

Teiknimyndin um hina smávöxnu bláu strumpa og ævintýri þeirra, Smurfs 2, eða Strumparnir 2, er vinsælasta myndin á Íslandi í dag, en í sætinu á eftir koma ellibelgirnir í gaman-spennumyndinni Red 2, eða Rautt 2, en þar eru í helstu hlutverkum þau Helen Mirren, Bruce Willis og John Malkovich. Í Strumpunum 2 er hinn illi […]

2 Guns vinsælust í USA

Eftir bíósýningar gærdagsins í Bandaríkjunum er ljóst að 2 Guns, mynd Baltasars Kormáks með Denzel Washington og Mark Wahlberg í aðalhlutverkum, er mest sótta myndin í landinu, og betur sótt en bæði The Wolverine og The Smurfs 2. Til gamans má geta þess að allar þessar þrjár myndir eru byggðar á teiknimyndasögum! Útlit er fyrir […]

Gamanmyndirnar ráða ríkjum

Tvær gamanmyndir eru vinsælustu vídeómyndirnar á Íslandi í dag. Gamanmyndin Identity Thief heldur sæti sínu á toppi nýjasta íslenska DVD/Blu-ray listans sem kom út í dag. Myndin fjallar um Sandy Patterson sem er kurteis fjölskyldumaður sem býr í Denver í Colorado og kemst að því einn góðan veðurdag að búið er að tæma bankareikninga hans og […]

Skrímsli og ofurhetjur vinsælastar

Skrímslaháskólinn, eða Monsters University, er áfram vinsælasta kvikmyndin á Íslandi, sína aðra viku á lista. Myndin fjallar um skrímslin Mike og Sulley og þeirra fyrstu kynni og hvernig þeir leystu úr ágreiningsefnum og urðu síðan bestu vinir. Ofurhetjumyndin Wolverine, sem er ný á lista,  gerir atlögu að efsta sætinu, en nær ekki nema öðru sætinu […]

Wolverine með allar klær úti í miðasölunni

Ofurhetjumyndin The Wolverine, með Hugh Jackman í aðalhlutverki, gæti orðið mest sótta kvikmynd sumarsins á frumsýningarhelgi, miðað við fyrstu tölur úr miðasölunni í Bandaríkjunum.   Miðað við aðsókn hingað til þá er útlit fyrir að myndin geti þénað allt að 80 milljónir Bandaríkjadala yfir alla helgina, þó að útlit sé fyrir að 63 milljónir sé […]

The Conjuring fer vel af stað í USA

Yfirnáttúrulegur spennutryllir leikstjórans James Wan, The Conjuring, er best sótta mynd helgarinnar í Bandaríkjunum það sem af er. Mynd Robert Schwentke, R.I.PD., er á hinn bóginn ekki að slá í gegn, svo vægt sé til orða tekið.   Miðað við aðsóknina það sem af er helgarinnar, þá gæti The Conjuring þénað 30 milljónir Bandaríkjadala yfir […]

Kletturinn haggast ekki

Kletturinn haggast ekki á toppi íslenska DVD/Blu-ray listans, en Dwayne Johnson, The Rock, leikur aðalhlutverkið í Snitch sem er toppmynd listans aðra vikuna í röð. Myndin fjallar um föður sem fer í fangelsi í stað sonar síns, til að berja niður illþýði og glæpaklíkur. Í öðru sæti á listanum, og stendur líka í stað á […]

Brad Pitt og uppvakningarnir á toppnum

Zombie tryllirinn World War Z með Brad Pitt í hlutverki sérfræðings á vegum Sameinuðu þjóðanna sem sendur er út af örkinni til að finna lækningu við uppvakningafaraldi, fór rakleiðis á topp íslenska bíóaðsóknarlistans og var nokkuð vinsælli en myndin í öðru sæti, gamanmyndin The Heat, sem er einnig ný á lista. The Heat fjallar um mjög […]

Aulinn ég vinsælli en Grown Ups 2 og Pacific Rim

Síðustu tölur frá Hollywood herma að aðsóknarmesta kvikmynd síðustu helgar í Bandaríkjunum, Despicable Me 2, eða Aulinn ég 2 eins og hún heitir á íslensku, sé áfram vinsælasta myndin í landinu þessa helgina, þar sem nýju myndirnar, gamanmyndin Grown Ups 2 og geimskrímslamyndin Pacific Rim, ná aðeins 2. og 3. sætinu. Tekjur Despicable Me 2 […]

Hart barist á toppnum

Johnny Depp og Armie Hammer tylltu sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um helgina í ævintýramyndinni The Lone Ranger en myndin hafði betur en gamanmyndin This is The End, en litlu mátti þó muna á myndunum tveimur, þegar litið er til aðsóknar. Í The Lone Ranger segir indjáninn og stríðsmaðurinn Tonto söguna af því hvernig lögreglumaðurinn […]

Aulinn ég á toppnum í 35 löndum

Nú er svokölluð þjóðhátíðarhelgi í bandarískum bíóhúsum en þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna var núna á fimmtudaginn 4. júlí sl. Tekjur af bíóaðsókn þessa helgi í Bandaríkjunum eru jafnan miklar, og stefna nú í samanlagt 220 milljónir Bandaríkjadala, sem er 12% aukning frá því á sama tíma á síðasta ári. Myndin sem er að gera allt vitlaust þessa […]

Tvær á toppnum

Tvær nýjar myndir slógu í gegn í miðasölunni í Bandaríkjunum um helgina. Önnur var teiknimyndin The Croods og hin var spennutryllirinn Olympus Has Fallen, en báðum gekk betur en spáð hafði verið. The Croods var spáð tekjum upp á 44 milljónir Bandaríkjadala, sem hefði í raun orðið besta frumsýningarhelgi myndar það sem af er ári, […]

Galdrakarlinn James Franco á toppnum

Það er sama sagan hér og í Bandaríkjunum. James Franco og félagar í Oz the Great and Powerful, eftir leikstjórann Sam Raimi, eru á toppi íslenska aðsóknarlistans aðra vikuna í röð, en myndin fór beint á toppinn í síðustu viku. Myndin er forsaga hinnar sígildu sögu um Galdrakarlinn í Oz. Þegar Oscar Diggs, sem er lítt […]

Galdrakarl sigrar töframenn

Galdrakarlinn frá Oz töfraði Bandaríska bíógesti upp úr skónum aðra helgina í röð en bíómyndin Oz the Great and Powerful hélt toppsæti sínu á aðsóknarlistanum í Bandaríkjunum síðan á síðustu helgi. Halle Berry svarar í símann í neyðarlínunni í The Call Myndin þénaði 42,2 milljónir Bandaríkjadala og er nú búin að þéna 145 milljónir dala […]

Góð íslensk Die Hard helgi

Helgin var góð fyrir Bruce Willis hér á Íslandi eins og í Bandaríkjunum, en nýjasta mynd hans, A Good Day to Die Hard, fór beint á topp íslenska aðsóknarlistans, en myndin var frumsýnd á fimmtudaginn síðasta. Um er að ræða fimmtu myndina í Die Hard seríunni en í myndinni vinna þeir saman feðgarnir John McClane […]

Hobbitinn vinsælastur, Jack Reacher í öðru

Myndin um Hobbitann, The Hobbit: An Unexpected Journey var í efsta sæti bandaríska aðsóknarlistans eftir síðustu helgi með 36 milljónir Bandaríkjadala í tekjur, og er nú búin að þéna 149 milljónir dala alls þar í landi. Myndin verður frumsýnd á morgun, annan í jólum, á Íslandi. Smellið hér til að lesa ítarlega grein um Hobbitann […]