Vinsæll hryllingur

Íslendingar eru greinilega hrifnir af hrolli, því hryllingsmyndin The Conjuring heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, aðra vikuna í röð.

THE CONJURING

Myndin fjallar um rannsakendur sem sérhæfa sig í yfirskilvitlegum atburðum sem hjálpa fjölskyldu sem komast í kynni við illar verur. Sagan gerist árið 1971. Caroly og Roger Parren flytja ásamt fjölskyldu sinni í niðurnýtt sveitabýli á Rhode Island og fljótlega fara hollvekjandi og martraðakenndir hlutir að eiga sér stað. Í örvæntingu sinni, þá hefur Carolyn samband við rannsakendur sem sérhæfa sig í yfirskilvitlegum málum, Ed og Lorraine Warren. Þau komast að því að allt landsvæðið sem húsið stendur á hefur á sér djöfulega bölvun sem núna eltir fjölskylduna hvert sem hún fer. Til að stöðva þetta þá verða rannsakendurnir að nota alla sína krafta og þekkingu, áður en öflin eyða öllum sem þau ná til.

Í öðru sæti listans er teiknimyndin Planes, en hún var einnig í öðru sæti í síðustu viku. Litlu munaði á aðsókn á myndirnar í fyrsta og öðru sæti eins og má sjá á töflunni hér fyrir neðan.

Í þriðja sæti er ný mynd, The Mortal Instruments: City of Bones og í fjórða sæti er einnig ný mynd, tónleikamyndin One Direction: This is Us, en báðar myndirnar höfða sterkt til ungs fólks.

Tvær nýjar myndir til viðbótar eru á listanum. Í áttunda sæti er jOBS sem segir frá Steve Jobs stofnanda Apple tölvurisans, með Ashton Kutcher í titilhlutverkinu. Ný á lista í 16. sæti er svo hin rómantíska Before Midnight. 

Smelltu hér til að sjá hvaða myndir eru í bíó á Íslandi í dag. 

Smelltu hér til að sjá hvaða myndir eru væntanlegar í bíó. 

Hér fyrir neðan eru svo 16 vinsælustu myndir á Íslandi í dag:

lsitinn