2 Guns vinsælust í USA

Eftir bíósýningar gærdagsins í Bandaríkjunum er ljóst að 2 Guns, mynd Baltasars Kormáks með Denzel Washington og Mark Wahlberg í aðalhlutverkum, er mest sótta myndin í landinu, og betur sótt en bæði The Wolverine og The Smurfs 2. Til gamans má geta þess að allar þessar þrjár myndir eru byggðar á teiknimyndasögum!

paula patton

Útlit er fyrir að 2 Guns þéni 27 milljónir Bandaríkjadala yfir alla helgina, en myndin kostaði 61 milljón dollara í framleiðslu, sem þykir ekki mjög mikið fyrir mynd af þessari tegund með stórstjörnum í aðalhlutverkum.

Framleiðslufyrirtæki myndarinnar, Universal, var að búast við rúmlega 20 milljónum dala yfir helgina alla og útlitið því betra en vonast hafði verið eftir.

Þetta ætti þó ekki að koma mikið á óvart enda floppa myndir sem Washington leikur í sjaldnast, og Mark Wahlberg hefur leikið í mörgum velheppnuðum myndum í röð.

wolverine

Önnur vinsælasta myndin, The Wolverine, mun líklega þéna tæpar 20 milljónir dala yfir helgina alla, en þetta er önnur vika myndarinnar í sýningum.  Talið er að myndin verði komin upp í 92 milljóna dala heildartekjur eftir helgina í Bandaríkjunum, og samanlagt 225 milljónir dala á alþjóðavísu.

Strumparnir 2, eða Smurfs 2, valda vonbrigðum í þriðja sætinu, en útlit er fyrir 18 milljóna dala tekjur yfir alla helgina.

1. 2 Guns

2. The Wolverine

3. The Smurfs 2

4. The Conjuring 

5. Despicable Me 2 

6. Grown Ups 2 

7. Turbo

8. Red 2

9. The Heat

10. Pacific Rim