Töfrarnir skiluðu toppsæti

Líkt og fyrir töfra eru galdra- og töframennirnir í Fantastic Beasts: The Secrets of Dumbledore, komnir á topp íslenska bíóaðsóknarlistans og skáka þar með ofurbroddgeltinum Sonic og félögum hans, sem sitja nú í öðru sæti listans. Rúmlega fjögur þúsund manns mættu í bíó að sjá þessa þriðju mynd í Fantastic Beasts seríunni og tekjurnar námu rúmum sjö milljónum króna yfir helgina alla.

Abracadabra.

Allra síðasta veiðiferðin nýtur enn talsverðra vinsælda í þriðja sætinu enda er veiðisumarið að hefjast. Tæplega 1.300 manns sáu myndina um helgina. Önnur ný íslensk mynd, Skjálfti, vermir svo fimmta sætið en 600 manns sáu hana um helgina.

Þriðja íslenska myndin, Uglur, kemur svo ný inn í fjórtánda sætið en fjörutíu manns sáu þá mynd um helgina í Bíó paradís.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: