Kletturinn haggast ekki

Kletturinn haggast ekki á toppi íslenska DVD/Blu-ray listans, en Dwayne Johnson, The Rock, leikur aðalhlutverkið í Snitch sem er toppmynd listans aðra vikuna í röð.

snitch

Myndin fjallar um föður sem fer í fangelsi í stað sonar síns, til að berja niður illþýði og glæpaklíkur.

Í öðru sæti á listanum, og stendur líka í stað á milli vikna, er gamanmyndin This is 40, sem fjallar um þau Pete og Debbie og vandamálin í hjóna – og fjölskyldulífinu.

Í þriðja sæti, rétt eins og síðast, eru Mark Wahlberg, Catherine Zeta-Jones og Russell Crowe og mynd þeirra Broken City og í fjórða sæti, upp um eitt á milli vikna, er fimmta Die Hard myndin, A Good Day to Die Hard.

Í fimmta sætinu er síðan splunkuný mynd, Side Effects, eftir Steven Soderbergh. 

Smelltu hér til að skoða DVD síðu kvikmyndir.is

Smelltu hér til að lesa DVD hluta Mynda mánaðarins hér á kvikmyndir.is

Skoðaðu lista 20 vinsælustu DVD/Blu-ray mynda á íslenskum vídeóleigum hér fyrir neðan:

listinnnn