Dýralæknir og dúó í nýjum Myndum mánaðarins

Janúarhefti kvikmynda – og DVD/Blu-ray/VOD tímaritsins Myndir mánaðarins er komið út í rafrænni útgáfu. Eins og ávallt er blaðið sneisafullt af áhugaverðu efni í bland við kynningar á nýjustu myndum bíóhúsanna í janúarmánuði. Einnig er þar að finna upplýsingar um nýjar myndir sem gefnar verða út á DVD, Blu-ray og/eða VOD í mánuðinum.

Nýja árið fer vel af stað, en á forsíðum blaðsins eru tvær afar spennandi en ólíkar kvikmyndir, sem margir hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Annarsvegar er það ný mynd um engan annan en Dagfinn dýralækni, sem getur talað við dýrin, og hinsvegar er það ný mynd um slæmu strákana, Bad Boys For Life, en þónokkuð er um liðið síðan síðasta Bad Boys mynd var frumsýnd.

Bad Boys for Life verður frumsýnd 17. janúar, en Dagfinnur dýralæknir, í túlkun Robert Downey Jr. kemur í bíó sama dag.

Einnig má í blaðinu sjá það nýjasta á tölvuleikjamarkaðnum og margt fleira, eins og stjörnuspá, gullkorn, bíófréttir, topplista og bíómiðaleik.

Smelltu hér til að lesa Myndir mánaðarins á kvikmyndir.is