Stjörnustríð í nýjum Myndum mánaðarins

Desemberhefti kvikmynda – og DVD/Blu-ray/VOD tímaritsins Myndir mánaðarins er komið út í rafrænni útgáfu. Eins og ávallt er blaðið sneisafullt af áhugaverðu efni í bland við kynningar á nýjustu myndum bíóhúsanna í desembermánuði. Einnig er þar að finna upplýsingar um nýjar myndir sem gefnar verða út á DVD, Blu-ray og/eða VOD í mánuðinum.

Sneisafull og spennandi blöð.

Á forsíðum blaðsins eru tvær afar spennandi en ólíkar kvikmyndir, sem margir hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu, sannkallaðar jólastórmyndir. Annarsvegar er nýja Stjörnustríðsmyndin, Star Wars: The Rise of Skywalker, og hinsvegar er það Jumanji framhaldið Jumanji: The Next Level.

Star Wars verður frumsýnd 19. desember, en Jumanji kemur í bíó 6. desember.

Einnig má í blaðinu sjá það nýjasta á tölvuleikjamarkaðnum og margt fleira, eins og stjörnuspá, gullkorn, bíófréttir, topplista og bíómiðaleik.

Smelltu hér til að lesa Myndir mánaðarins á kvikmyndir.is